Forsíða

Gleðilegt sumar!

Kæru íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar gleðilegt sumar og kærar þakkir fyrir veturinn!

Nú með hækkandi sól og sumar komu taka við verkefni árstíðarinnar. Garðurinn, umhverfið og vaxandi umferð ferðamanna. Af því tilefni langar mig að hvetja bæjarbúa til að horfa yfir girðinguna sína þegar farið er í beðin í garðinum og huga líka að okkar sameiginlega umhverfi. Mikið hefur verið um laust rusl í bænum en fyrir páska tóku iðkendur og aðstandendur frá Ungmennafélaginu Sindra að sér að tína rusl á opnum svæðum. En einhverra hluta vegna hefur það verið fljótt að koma aftur!

Lesa meira
Reykir GH vor 2012

Fréttir frá Reykjum

Nú eru nemendur í 7. bekk á Reykjum í Hrútafirði og dvelja þar út vikuna. Dvölin hefur gengið vel fyrir sig og nemendur okkar eru glaðir og sælir og blandast vel í hópinn. En tveir til þrír skólar dvelja á sama tíma í skólabúðunum. Heimferð er á föstudaginn og reikna má með að rúturnar leggi af stað heim fyrir hádegi. 

Lesa meira

Krakkarnir okkar í öðru sæti

Það var vaskur hópur sem lagði land undir fót s.l. fimmtudag til að etja kappi við aðra skóla á austurlandi í Skólahreysti sem haldin var á Egilsstöðum. Skemmst er frá að segja að krakkarnir okkar stóðu sig með miklum sóma og höfnuðu að lokum í öðru sæti eftir harða keppni við Fellaskóla. Rafmögnuð stemning var í húsinu þegar síðasta þrautin fór fram enda skar hún úr um sigurvegara.

Lesa meira
Grunnskóli Hornafjarðar 2014

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Hornafirði

Á afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar 12. mars fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Hornafirði. Keppnin sem fram fór í Hafnarkirkju var hin glæsilegasta en þar öttu kappi 12 nemendur í 7. bekk úr Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskóla Djúpavogs.  Það voru nemendur frá Djúpavogi sem hnepptu 1. og 2. sæti en hornfirsk stúlka hlaut 3. sætið. Foreldrar nemenda í 7. bekk buðu upp á veitingar í hléi og nemendur úr Tónskóla Hornafjarðar spiluðu fyrir gesti.

Lesa meira

 
Innskráning


TungumálÚtlit síðu:

Eldvarnareftirlit og slökkviliðsstjóri heimsækja leikskólana Veggskreyting Netto_Kiwanis Þýskt kvöld  þýskir herrar
Eldvarnareftirlit og slökkviliðsstjóri heimsækja leikskólana Veggskreyting Netto_Kiwanis Þýskt kvöld  þýskir herrar