Forsíða

Reykir GH vor 2012

Fréttir frá Reykjum

Nú eru nemendur í 7. bekk á Reykjum í Hrútafirði og dvelja þar út vikuna. Dvölin hefur gengið vel fyrir sig og nemendur okkar eru glaðir og sælir og blandast vel í hópinn. En tveir til þrír skólar dvelja á sama tíma í skólabúðunum. Heimferð er á föstudaginn og reikna má með að rúturnar leggi af stað heim fyrir hádegi. 

Lesa meira

Krakkarnir okkar í öðru sæti

Það var vaskur hópur sem lagði land undir fót s.l. fimmtudag til að etja kappi við aðra skóla á austurlandi í Skólahreysti sem haldin var á Egilsstöðum. Skemmst er frá að segja að krakkarnir okkar stóðu sig með miklum sóma og höfnuðu að lokum í öðru sæti eftir harða keppni við Fellaskóla. Rafmögnuð stemning var í húsinu þegar síðasta þrautin fór fram enda skar hún úr um sigurvegara.

Lesa meira
Grunnskóli Hornafjarðar 2014

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Hornafirði

Á afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar 12. mars fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Hornafirði. Keppnin sem fram fór í Hafnarkirkju var hin glæsilegasta en þar öttu kappi 12 nemendur í 7. bekk úr Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskóla Djúpavogs.  Það voru nemendur frá Djúpavogi sem hnepptu 1. og 2. sæti en hornfirsk stúlka hlaut 3. sætið. Foreldrar nemenda í 7. bekk buðu upp á veitingar í hléi og nemendur úr Tónskóla Hornafjarðar spiluðu fyrir gesti.

Lesa meira
Grunnskóli Hornafjarðar 2014

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Hornafirði

Á afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar 12. mars fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Hornafirði. Keppnin sem fram fór í Hafnarkirkju var hin glæsilegasta en þar öttu kappi 12 nemendur í 7. bekk úr Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskóla Djúpavogs.  Það voru nemendur frá Djúpavogi sem hnepptu 1. og 2. sæti en hornfirsk stúlka hlaut 3. sætið. Foreldrar nemenda í 7. bekk buðu upp á veitingar í hléi og nemendur úr Tónskóla Hornafjarðar spiluðu fyrir gesti.

Lesa meira

 
Innskráning


TungumálÚtlit síðu:

Eldvarnareftirlit og slökkviliðsstjóri heimsækja leikskólana Veggskreyting Netto_Kiwanis Þýskt kvöld  þýskir herrar
Eldvarnareftirlit og slökkviliðsstjóri heimsækja leikskólana Veggskreyting Netto_Kiwanis Þýskt kvöld  þýskir herrar