Forsíða

Já það er fjör...

Nú er farið skólastarfið hjá Grunnskóla Hornafjarðar senn að ljúka og nemendur fá hið kærkomna sumarfrí sem vonandi verður hlýtt og gott. Ýmislegt hefur verið til gamans gert á síðustu dögum og nemendur verið að ljúka hinum ýmsu verkefnum með sýningum og leyft samnemendum að njóta afrakstursins. Í vikunni voru nemendur í Götuleikhússmiðju sem Magnhildur Gísladóttur sá um með sýningu utandyra í blíðskaparveðri þar sem sjá mátti eldspúandi nemendur og kennara við trumbuslátt og tónlist. Dansfjörhópurinn sem Eva Rán Ragnarsdóttir sér um lét sitt ekki eftir liggja og tók sporið við mikinn fögnuð nærstaddra.

Lesa meira

Útskriftarferð

Við í 10.bekk Grunnskóla Hornafjarðar fórum í útskriftarferðina okkar síðastliðinn mánudag. Við byrjuðum á að fara í klettaklifur á Hnappavöllum með honum Einari. Þrátt fyrir pínu vind þá gekk allt eins og í sögu og allir skemmtu sér vel, þá aðallega þegar kennararnir sýndu sína einstöku takta. Þaðan var haldið í Skaftafell þar sem við hittum Jón og Védísi hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum. Þar fengum við lánaða brodda undir skóna og ísaxir til að nota á jöklinum. Við fórum á  2 rútum upp að Svínafellsjökli og gengum í 2 hópum upp á hann ásamt Jóni og Védísi.

Lesa meira

Árshátíðarundirbúningur, Fúsi froskagleypir

Nú er undirbúningur fyrir árshátíð grunnskólans á fullu. Nemendur 1.,3., 5., 7., 9. og 10. bekkjar sjá um leik og söng og eru stífar æfingar þessa dagana. Gert hefur verið hlé á hefðbundnum smiðjum í þrjár vikur og í staðinn vinna nemendur í árshátíðarsmiðjum en þar eru útbúnir leikmunir, búningar, sviðsmyndin, veitingar og fleira sem þarf  fyrir okkar árlegu árshátíð sem fram fer í íþróttahúsinu miðvikudaginn 18. mars kl 17:00

Lesa meira

Dagur rauða nefsins!

Degi rauða nefsins er fagnað í sjötta sinn á Íslandi í dag þann 12.september. Markmiðið með deginum er að gleðja landsmenn, fræða þá um starf UNICEF í þágu barna um víða veröld. Í ár er verið að vekja athygli á því að „Börn eiga að njóta sömu mannréttinda / Alveg óháð því hvar í heimi þau búa

Lesa meira

 
Innskráning


TungumálÚtlit síðu:

Eldvarnareftirlit og slökkviliðsstjóri heimsækja leikskólana Veggskreyting Netto_Kiwanis Þýskt kvöld  þýskir herrar