Forsíða

Yfirvofandi verkfall sjúkraliða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hornafirði.

Þann 4. Apríl 2016 hefst verkfall sjúkraliða hjá sveitarfélögum ef ekki næst að semja fyrir þann tíma. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hornafirði starfa sjúkraliðar á hjúkrunar-, dvalar- og sjúkradeild, í heimahjúkrunar og á heilsugæslustöð. Verkfall mun hafa töluverð áhrif á starfsemi stofnunarinnar. Það verður verri mönnun á legudeildum ásamt því að heimahjúkrun mun skerðast. Stjórnendur munu tryggja öryggi skjólstæðinga að fremsta megni og munu sækja um þær undanþágur sem þörf krefur.

Lesa meira

Heilsuvernd ungra barna og þroskaskimanir

Skipulögð ung- og smábarnavernd hefur verið í boði á Íslandi allt frá árinu 1927 og er einn af mörgum þáttum heilsuverndar sem hefur það að markmiði að efla og styrkja heilbrigði einstaklingsins, fjölskyldunnar og þjóðfélagsins. Landlæknisembættið gefur út ráðgefandi leiðbeiningar varðandi Ung- og smábarnavernd - Leiðbeiningar um heilsuvernd barna 0-5 ára. Í mörg ár hefur verið fylgst reglulega með heilsu og framvindu á þroska barna, bæði vitsmuna- og tilfinningaþroska, ásamt félagslegum og líkamlegum þroska frá fæðingu til skólaaldurs. 

Lesa meira

Já það er fjör...

Nú er farið skólastarfið hjá Grunnskóla Hornafjarðar senn að ljúka og nemendur fá hið kærkomna sumarfrí sem vonandi verður hlýtt og gott. Ýmislegt hefur verið til gamans gert á síðustu dögum og nemendur verið að ljúka hinum ýmsu verkefnum með sýningum og leyft samnemendum að njóta afrakstursins. Í vikunni voru nemendur í Götuleikhússmiðju sem Magnhildur Gísladóttur sá um með sýningu utandyra í blíðskaparveðri þar sem sjá mátti eldspúandi nemendur og kennara við trumbuslátt og tónlist. Dansfjörhópurinn sem Eva Rán Ragnarsdóttir sér um lét sitt ekki eftir liggja og tók sporið við mikinn fögnuð nærstaddra.

Lesa meira

Útskriftarferð

Við í 10.bekk Grunnskóla Hornafjarðar fórum í útskriftarferðina okkar síðastliðinn mánudag. Við byrjuðum á að fara í klettaklifur á Hnappavöllum með honum Einari. Þrátt fyrir pínu vind þá gekk allt eins og í sögu og allir skemmtu sér vel, þá aðallega þegar kennararnir sýndu sína einstöku takta. Þaðan var haldið í Skaftafell þar sem við hittum Jón og Védísi hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum. Þar fengum við lánaða brodda undir skóna og ísaxir til að nota á jöklinum. Við fórum á  2 rútum upp að Svínafellsjökli og gengum í 2 hópum upp á hann ásamt Jóni og Védísi.

Lesa meira

 
Innskráning


TungumálÚtlit síðu:

Eldvarnareftirlit og slökkviliðsstjóri heimsækja leikskólana Veggskreyting Netto_Kiwanis Þýskt kvöld  þýskir herrar