Fréttir

24.4.2014 Fréttir : Gleðilegt sumar!

Kæru íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar gleðilegt sumar og kærar þakkir fyrir veturinn!

Nú með hækkandi sól og sumar komu taka við verkefni árstíðarinnar. Garðurinn, umhverfið og vaxandi umferð ferðamanna. Af því tilefni langar mig að hvetja bæjarbúa til að horfa yfir girðinguna sína þegar farið er í beðin í garðinum og huga líka að okkar sameiginlega umhverfi. Mikið hefur verið um laust rusl í bænum en fyrir páska tóku iðkendur og aðstandendur frá Ungmennafélaginu Sindra að sér að tína rusl á opnum svæðum. En einhverra hluta vegna hefur það verið fljótt að koma aftur!

Lesa meira
Höfn

23.4.2014 Fréttir : Sveitarfélagið leitar að íbúðarhúsæði til leigu fyrir starfsmenn sína

Sveitarfélagið Hornafjörður leitar að húsnæði til leigu næsta vetur fyrir kennara og aðra starfsemenn sem á að ráða í auglýst störf.
Leitað er að fjögurra herbergja íbúð eða stærra húsnæði. Þeir sem vilja leigja húsnæði eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Þórgunni Torfadóttur eða Jón Kristján Rögnvaldsson jonkr@hornafjordur.is
Lesa meira

23.4.2014 Fréttir : Sigurblót Ásatrúarfélagsins helgað Frey og Freyju

Heiðingjar á Hornafirði og áhugafólk um heiðinn sið.
Sigurblót verður haldið kl. 17:00 á sumardaginn fyrsta við Sílavík, skammt frá þar sem Gamlabúð stóð. Blótið er sérstaklega helgað Frey og Freyju, vönum og goðum lífs og frjósemi jarðar.
Verið öll hjartanlega velkomin, félagsfólk sem utanfélagsfólk.
Ásatrúarfélagið.

Lesa meira


 

TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)
Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)