Fréttir

26.8.2016 Fréttir : Kvíði barna og unglinga

Á miðvikudaginn næsta, 31. ágúst kemur Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingur í heimsókn í grunnskólann með fræðslu um kvíða barna og unglinga. Hún mun hitta nemendur í 7. – 10. bekk og starfsmenn en einnig verður hún með fyrirlestur fyrir foreldra á miðvikudagskvöld kl. 20:00.   Fyrirlesturinn verður í stofum 4 og 5 í Heppuskóla. Þar sem bærinn okkar er lítill teljum við eðlilegt að bjóða foreldrum nemenda, frá leikskóla til framhaldsskóla, að koma á fyrirlesturinn.

Margrét Birna hefur sérhæft sig í vinnu með börnum og unglingum og á miðvikudaginn mun hún m.a. fjalla um eðli kvíða og kenna aðferðir við að takast á við kvíðavekjandi aðstæður. 

Lesa meira

26.8.2016 Fréttir : Breyting í bæjarstjórn

Á bæjarstjórnarfundi þann 11. ágúst sl. baðst Þórhildur Á. Magnúsdóttir lausnar frá bæjarstjórn vegna flutninga úr sveitarfélaginu og Lovísa Rósa Bjarnadóttir tilkynnti að hún muni fara í leyfi fram í maí 2017.

Lesa meira

19.8.2016 Fréttir : Innritun nýnema í Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu

Innritun nýnema skólaárið 2016-2017  stendur yfir síðasti umsóknardagur er þriðjudaginn 23. ágúst.

Lesa meira


 

TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)