Fyrirtækjaskrá

Markaðstorg Hornabæ
Markaðstorg Hornabæ
Markaðstorg Hornabæ

Markaðstorg Hornafjarðar

Markaðstorgið hér í Hornafirði er tilraunaverkefni hóps fólks sem vill glæða bæinn lífi, veita frumkvöðlum, handverksfólki og bændum aðstöðu til að selja og kynna framleiðslu sína, stuðla að endurnýtingu hluta og muna, vera vettvangur fyrir fjáröflun fyrir félagasamtök. Þeim hóp fólks sem staðið hefur að þessu verkefni og íbúum Hornafjarðar er mikið í mun að tilraun þessi takist. Í þau skipti sem markaðurinn hefur verið haldin hefur aðsókn verið vonum framar og skapast hefur skemmtileg stemmning sem er öllum til sóma.
Markaðstorgið útvegar mönnum aðstöðu til að selja vörur sínar og þjónustu gegn gjaldi. Þeir aðilar sem fá inni á Markaðstorginu bera ábyrgð á sinni starfsemi. Þannig að aðilar sem eru að selja matvöru svo sem kjöt, grænmeti, fiski bera ábyrgð á starfsemi sinni gagnvart opinberum yfirvöldum, einnig ef gerðar eru kröfur um sérstakan búnað (frystar, kælar, etc.) til að stunda dreifingu á vörunni eiga viðkomandi aðilar að sjá um það sjálfir, en Markaðstorgið útvegar mönnum stæði og aðgang að rafmagni.

Þjónustuflokkar fyrirtækis Tengiliður fyrirtækis
Félagasamtök


 

TungumálÚtlit síðu:

Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni