Fyrirtækjaskrá

Jöklaveröld
Jöklaveröld
Fjóhjólaferðir

Jöklaveröld Hoffelli

Glacier World - Adventure activities

Jöklaveröld býður upp á ýmsa möguleika í afþreyingu, fjórhjólaferðir með leiðsögn, hjólabátsferðir á jökullóni Hoffellsjökuls auk heitra náttúrulauga þar sem upplifunin er einstök og andstæður náttúrunnar mætast, jarðhiti og jökull. Í Hoffelli eru tvö gistiheimili.
Náttúrulaugar: Jöklaveröld í Hoffelli býður upp á heitar náttúrulaugar þar sem þú getur upplifað hinar miklu andstæður náttúru Íslands á meðan þú liggur í heitum laugunum og notið útsýnisins af Vatnajökli (Hoffellsjökli) á sama tíma. Upplifunin er einstök og tilvalin leið til þess að láta ferðaþreytuna líða úr sér og njóta þess besta sem náttúra Íslands hefur upp á að bjóða.

Fjórhjólaferðir í Hoffelli: Jöklaveröld í Hoffelli býður upp á skemmtilegar ævintýraferðir á fjórhjólum, keyrt er inn í langan dal þar sem ósnortin náttúra ræður ríkjum, fallegur gróður, mikilfengleg fjöll, jökullinn og dýralíf. Mikið er lagt upp úr góðri leiðsögn í ferðunum og er þetta tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna til þess að eiga ævintýralegan og skemmtilegan dag saman í faðmi náttúrunnar.

Bátsferðir á jökullón: Jöklaveröld í Hoffelli býður upp á bátsferðir á hjólabát á lón Hoffellsjökuls. Þetta er einstök upplifun þar sem þú kemst í mikið návígi við jökulinn og færð að upplifa þögnina og náttúrufegurðina eins og hún gerist best.

Gistiheimilið Hoffell: Gistiheimilin í Hoffelli eru í fallegum gömlum uppgerðum húsum við rætur Vatnajökuls. Annað gistiheimilið var gert upp 2006 og hitt var opnað vorið 2010. Boðið er upp á uppábúin rúm og er eldunaraðstaða í öðru húsinu. Morgunmatur er innifalinn í verðinu og er hann með þeim hætti að matur er í ísskápnum og fólk bjargar sér sjálft, en meðal annars eru ný heimabökuð brauð. Innifalið í gistingunni er aðgangur að laugunum. Einnig er mikið af skemmtilegum gönguleiðum þar sem hægt er að njóta náttúrufegurðar Íslands eins og hún gerist best og opið allt árið um kring.

Þjónustuflokkar fyrirtækis Tengiliður fyrirtækis
Afþreying
Gisting
Siglingar
Ferðaþjónusta
Heilsurækt
Fjórhjólaferðir


 

TungumálÚtlit síðu:

Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni