Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

30.10.2014 Fréttir : Nemendur dansa

Á morgun föstudaginn 31. október lýkur hinni stórskemmtilegu dansviku Grunnskóla Hornafjaðrar með danssýningu sem hefst kl. 12:30. Þetta er ellefta árið í röð sem Jón Pétur Úlfljótsson frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru kemur í skólann og kennir dans. Mikil ánægja hefur verið öll þessi ár með danskennsluna og hafa nemendur náð frábærum árangri undir dyggri handleiðslu Jóns Péturs.

24.10.2014 Fréttir : Vikuhátíð 6. E

6.E bauð til vikuhátíðar í Sindrabæ í dag. Efni hátíðarinnar voru sögur Astrid Lindgren og fluttu nemendur bekkjarins valin atriði úr sögunum um Emil, Línu og Maddit. Kynnar voru Hafdís og Auðun Gauti sem settu hátíðina með smá erindi um höfundinn. Aníta hóf svo sýningu á því að syngja Kisa mín,  við fengum að sjá atriði úr Maddit með þeim Jönu  Mekkín, Örna Ósk, Theodóru og Guðmundu Ingibjörgu.

24.10.2014 Fréttir : Kynning á Lónsöræfisverkefnum

Í lok september fór 10. bekkur Grunnskóla Hornafjarðar í ferð á Lónsöræfi. Nemendur unnu fjölbreytt verkefni í aðdraganda og eftir að heim var komið. Foreldrum var svo boðið að koma og sjá afrakstur vinnunnar. Hérna eru þrjú verkefnanna sem sýna glöggt að ferðin var vel heppnuð. 10. bekkur þakkar Jóni Bragasyni fyrir leiðsögnina og fararstjórunum, Gullu, Þóru og Sindra.

Heppuskóli

18.10.2014 Fréttir : Segðu mér hvar þú átt heima og ég skal segja þér hvað ég borða

Erasmus + styrkur var samþykktur til 7 Evrópulanda í s.l. viku Frakklands, Þýskalands, Spánar, Póllands, Englands, Finnlands og Grunnskóli Hornafjarðar. Þessi sjö staðir eru að fara í samstarf sem heitir ,,Segðu mér hvar þú býrð og ég segi þér hvað ég borða“.

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu:

Jól í skókassa Mynd 065 Gisli_vikingur Fullveldisdagurinn Hafnarskóli 2006