Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

30.09.2014 Fréttir : Fótbolti í hreyfiviku

Í tilefni af hreyfiviku skoruðu kennarar á yngra og miðstigi á nemendur í 6. bekk í fótbolta. Áskoruninni var vel tekið og hófst keppnin strax í fyrsta tíma í morgun. Í fyrri leiknum tókust á kennarar og karlalið 6. bekkjar en í þeim seinni kvennalið bekkjarins og kennarar. Keppnin var afar spennandi og áhorfendur hvöttu sitt lið óspart. Leikar fór svo að kennarar höfðu betur í viðureigninni en þeir máttu þó hafa sig alla við gegn öflugum liðum 6. bekkjar.

25.09.2014 Fréttir : Samræmd próf og Lónsöræfi

Þessa vikuna standa yfir samræmd próf í grunnskólum landsins. Nemendur í 10. bekk luku síðasta prófi í gær miðvikudag en 4. og 7. bekkur taka sín próf í dag og á morgun. Að loknum samræmdu prófum hjá 10. bekk var haldið í árlega ferð nemenda inn á Lónsöræfi og munu þau dvelja þar fram á föstudag.

19.09.2014 Fréttir : Gestir í grunnskólanum

Í dag komu í heimsókn til okkar í skólann menntamálaráðherra Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður hans Sigríður Hallgrímsdóttir og Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri . Gestirnir heimsóttu alla bekki og skoðuðu það sem nemendurnir eru að vinna í þessa dagana. Krakkarnir í 6. E voru í stærðfræðitíma þegar gestina bar að garði og voru alveg til í að leyfa þeim að sjá hvað þeir væru að gera.

18.09.2014 Fréttir : Góð heimsókn í grunnskólann

Í gær, miðvikudag kom Þorgrímur Þráinsson rithöfundur í heimsókn og hitti nemendur í 10. bekk fyrir hádegi og starfsfólk grunnskólans eftir hádegi. Yfirskriftin á fyrirlestrinum var „ Láttu drauminn rætast“ og kom Þorgrímur inn á marga hluti sem auðveldað geta fólki markmiðasetningu og aukið leiðir til árangurs í lífinu.

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu:

Jól í skókassa Mynd 065 Gisli_vikingur Fullveldisdagurinn Hafnarskóli 2006