Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

05.02.2016 Fréttir : Dagur stærðfræðinnar í Grunnskóla Hornafjarðar

Dagur stræðfræðinnar er í dag en hann ber alltaf upp á fyrsta föstudag í febrúar.  í tilefni dagsins leystu nemendur 3. og 5. bekkjar nokkrar þrautir. Þrautin sem nemendur 3. bekkjar fengu var á þessa leið. Í Bergdalfjölskyldunni eru sjö systur og hver systir á einn bróður. Fjölskyldan á tíu manna bíl. Er sæti fyrir alla í fjölskyldunni (foreldra og börn) í bílnum? Það er óhætt að segja að svörin sem hóparnir komu með voru á marga vegu en allir voru að spá spekulera. Í 5. bekk voru lagðar fyrir þrjár þrautir.
Fyrsta þrautin: Villi, Tinna, Magga, Sigga og Jón tóku þátt í tenniskeppni. Magga vann Villa, Tinnu, Siggu og Jón; Jón vann Villa og Tinnu, Sigga vann Tinnu, Villa og Jón og Villi vann Tinnu. Raðaðu fimmmenningunum í röð eftir fjölda vinninga.,
Önnur þraut var: Hvað voru margir gestir í kínversku matarboði ef ein skál af hrísgrjónum var fyrir hverja tvo gesti, ein skál af grænmeti fyrir hverja þrjá gesti, ein skál af kjöti fyrir hverja fjóra gesti og alls voru notaðar 65 skálar?

28.01.2016 Fréttir : Stjörnuskoðun

Í morgun hittu nemendur 3. bekkjar kennari, nokkrir foreldrar og fleiri aðstandendur Kristínu Hermannsdóttur og Snævarr Guðmundsson frá Náttúrustofu Suðausturlands. Tilefnið var að fara í stjörnuskoðun þar hægt var að kíkja í stóra stjörnusjónauka sem og að fá fræðslu um það sem fyrir augum blasir á himninum. Nemendur mættu einnig með venjulega handsjónauka að heiman en það er margt hægt að skoða á himninum með þeim. Stjörnuskoðunin fór fram við náttúrustíginn neðan við Nýheima en þangað mætti Svævarr með stjörnusjónaukana. Hægt er sjá fleiri myndir á http://nattsa.is/frettir/

15.01.2016 Fréttir : Vikuhátíð 5.H

Nemendur í 5. H enduðu vikuna á því að bjóða nemendum og starfsfólki í Hafnarskóla á vikuhátíð í Sindrabæ. Á dagskrá hátíðarinnar voru brandarar, tónlistarflutningur, frumsamið leikrit um einelti,spurningakeppni þar sem kennarar voru teknir og látnir svara flóknum spurningu, Voice-söngvakeppni þar sem margar skærar stjörnur létu í sér heyra og sungu fyrir reynda og stranga dómara. Hátíðin var hin besta skemmtun og hér fylgja með nokkrar myndir.

15.01.2016 Fréttir : Skautaferð 10. bekkjar

Nemendur í 10. bekk enduðu vikuna á skautum. Allir sem áttu skauta skelltu sér á ísinn við Hrossó í hádeginu í dag og tóku skautarispu. Allir glaðir og sáttir við þessa tilbreytingu.

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu: