Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

26.08.2014 Fréttir : Skólasetning í Grunnskóla Hornafjarðar

Grunnskóli Hornafjarðar hefur verið settur með skólasetningarviðtölum líkt og undanfarin ár. Í einstaklingsviðtölum ræða nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar saman um komandi skólaár og vinna saman að því að setja markmið fyrir nemandann til að vinna að...

10.08.2014 Fréttir : Innkaupalistar

Þá líður óðum að því að skólinn hefjist að nýju og nú eru innkaupalistar komnir í Nettó og Martölvuna og hægt að nálgast þá hér á heimasíðunni. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að nýta sér þau gögn sem til eru frá í fyrra en einnig minnt á að endurnýja þarf ýmsa hluti yfir veturinn s.s. blýanta, strokleður og fleira.

23.07.2014 Fréttir : Innkaupalistar

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2014-2015 eru á heimasíðu skólans og þá má nálgast á eftirfarandi slóð:

http://www.hornafjordur.is/grunnskoli/efni/innkaup/

Nemendur geta að sjálfsögðu notað það sem þeir eiga frá fyrri árum. Munið að merkja allar eigur vel.

16.06.2014 Fréttir : Kiwanis og Lions buðu kennurum á forritunarnámskeið

Á dögunum sátu 25 kennarar úr Grunn- og Tónskóla Hornafjarðar námskeið í töluvleikjaforritun. Námskeiðið sem Kiwanisklúbbur Ós og Lionsklúbbur Hornafjarðar styrktu alfarið var bæði áhugavekjandi og skemmtilegt. Kennarar sátu fram á kvöld og forrituðu og margir eru enn að forrita heima hjá sér. 

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu:

Jól í skókassa Mynd 065 Gisli_vikingur Fullveldisdagurinn Hafnarskóli 2006