Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

29.05.2015 Fréttir : Já það er fjör...

Nú er farið skólastarfið hjá Grunnskóla Hornafjarðar senn að ljúka og nemendur fá hið kærkomna sumarfrí sem vonandi verður hlýtt og gott. Ýmislegt hefur verið til gamans gert á síðustu dögum og nemendur verið að ljúka hinum ýmsu verkefnum með sýningum og leyft samnemendum að njóta afrakstursins. Í vikunni voru nemendur í Götuleikhússmiðju sem Magnhildur Gísladóttur sá um með sýningu utandyra í blíðskaparveðri þar sem sjá mátti eldspúandi nemendur og kennara við trumbuslátt og tónlist. Dansfjörhópurinn sem Eva Rán Ragnarsdóttir sér um lét sitt ekki eftir liggja og tók sporið við mikinn fögnuð nærstaddra.

28.05.2015 Fréttir : Vorstörfin í 6. bekk

Nú hafa krakkarnir í 6. bekk lokið vorstörfunum sínum en þau felast í því að gróðursetja í svæðið innan við Einarslund eða við Drápskletta og svo er farið og róið á bátum sjómannadagsráðs. Á hverju vori fer 6. bekkur og gróðursetur á þessu svæði og hefur það verið gert í mörg ár enda er orðið hægt að sjá að elstu tréin eru orðin all stór.  Róðurin er hluti af verkefninu  Hafið og er venjulega loka verkið í því.

28.05.2015 Fréttir : Bakk vinningshafar

Þessir flottu nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar unnu 2. verðlaun í keppni sem haldin var vegna frumsýningar kvikmyndarinnar BAKK. Keppnin gekk útá að búa til stuttmynd (30 sek) sem spilast afturábak. Nemendur í Smiðjum í upplýsingamennt hjá Sæmundi Helgasyni sendu inn 4 myndbönd. Vinningurinn var 10.000 kr gjafakort frá Landsbankanum og tveir miðar á sýninguna.

21.05.2015 Fréttir : 5. bekkur í Ingólfshöfða

Í vikunni fórum við í 5. bekk í skoðunarferð í Ingólfshöfða. Einar í Hofsnesi tók á móti okkur og keyrði okkur út í höfðann á vögnunum sem vöktu mikla athygli nemenda. Þar var sest niður og borðað nesti en á meðan fengum við fræðslu um sögu Ingólfshöfða. Næst var haldið upp á höfðann þar sem beið okkar mjög fallegt útsýni og mishressir skúmar sem voru nýbúnir að verpa. Einar hafði mjög fínan kíki meðferðis og þannig gátum við séð fuglana í mikilli nálægð. Þetta vakti að sjálfsögðu mikla lukku og kom það nemendum helst á óvart hversu lítill lundinn er í raun og veru. Eftir að hafa skoðað björgin komum við að sandöldunum, þeim stærstu norðan Sahara að sögn Einars.

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu: