Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

01.09.2015 Fréttir : Haustganga hjá 5.-10. bekk

Í dag fóru nemendur í 5. -10. bekk í árlega haustgöngu. Að þessu sinni var farið um Krossbæjarskarð, upp úr urðinni fyrir ofan Stórulág og þaðan setti helmingurinn af hópnum stefnuna á Ketillaugarfjall en hinir fóru niður í Þverárgil þar sem síðan allur hópurinn hittist og naut veðurblíðunnar.

28.08.2015 Fréttir : Fyrsti skóladagurinn

Þá hafa fyrstu bekkingar lokið fyrstu skóladögunum og ekki annað að heyra en að þeim lítist bara vel á og séu bjartsýn á framhaldið. Þeir voru alveg til í að sitja fyrir á mynd og létu líka fylgja með smá "superman" takta. Skólafærninámskeiðið fyrir foreldra barna í 1. bekk verður  mánudaginn 31. ágúst kl 20:00 í Hafnarskóla.

28.08.2015 Fréttir : Gott að koma aftur í skólann

Það var ekki annað að sjá en nemendur væru ánægðir að hittast aftur í skólanum að loknu sumarleyfi  enda margir að hitta góða vini aftur eftir langa fjarveru.

23.06.2015 Fréttir : Skólasetning 2015

Grunnskóli Hornfjarðar verður settur með skólasetningarviðtölum 25. og 26. ágúst. Foreldrar og nemendur munu fá boð frá umsjónarkennurum um viðtalstíma.

Hlökkum til að sjá ykkur í skólabyrjun.

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu: