Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Heppuskóli

18.10.2014 Fréttir : Segðu mér hvar þú átt heima og ég skal segja þér hvað ég borða

Erasmus + styrkur var samþykktur til 7 Evrópulanda í s.l. viku Frakklands, Þýskalands, Spánar, Póllands, Englands, Finnlands og Grunnskóli Hornafjarðar. Þessi sjö staðir eru að fara í samstarf sem heitir ,,Segðu mér hvar þú býrð og ég segi þér hvað ég borða“.

10.10.2014 Fréttir : Tónleikar

Í gær fóru nemendur á yngra og miðstigi á tónleika í Hafnarkirkju. Jón Bjarnason orgelleikari í Skálholti spilaði þekkt lög úr kvikmyndum og teiknimyndum. Nemendurnir skemmtu sér vel og voru afar dugleg að syngja með í þeim lögum sem þeir þekktu og aðallagið var að sjálfsögðu úr Frosen.

09.10.2014 Fréttir : Lan í Þrykkjunni

Föstudaginn 10. og laugardginn 11. október verða Þrykkjan og tölvuleikjahópurinn með LAN í Þrykkjunni. Allir eru velkomnir að vera með. Þeir sem geta koma með sínar eigin tölvur, græjur og Lan-snúrur. Þeir sem ekki geta komið með tölvu geta fengið PC vél frá skólanum, en eru beðnir að koma með eigin leikjamús.

06.10.2014 Fréttir : Fyrsta vikuhátíð haustsins

4. HS reið á vaðið og hélt fyrstu vikuhátíðina á þessu hausti, Krakkarnir buðu upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá en það voru sagðir brandarar, sýnd töfrabrögð og látbragðsleikur, dansað, leikið á þverflautu og síðan var leikritið Rauðhetta og úlfurinn flutt  með ívafi úr öðrum ævintýrum en alveg óvætn rugluðust dvergarnir sjö inn til ömmunnar og grísirnir þrír. 

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu:

Jól í skókassa Mynd 065 Gisli_vikingur Fullveldisdagurinn Hafnarskóli 2006