Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

23.06.2015 Fréttir : Skólasetning 2015

Grunnskóli Hornfjarðar verður settur með skólasetningarviðtölum 25. og 26. ágúst. Foreldrar og nemendur munu fá boð frá umsjónarkennurum um viðtalstíma.

Hlökkum til að sjá ykkur í skólabyrjun.

11.06.2015 Fréttir : Skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar 2015

Grunnskóla Hornafjarðar var slitið þriðjudaginn 2. júní sl. við hátíðlega athöfn í íþróttahúsi Hafnar og voru þetta áttundu skólaslit skólans. Nemendur skólans voru í vetur 270 og fer þeim því miður fækkandi. Starfsmenn skólans voru 51 talsins, kennarar voru 30, skólastjórarnir tveir, tveir deildarstjórar og aðrir starfsmenn 17.

04.06.2015 Fréttir : Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Lokahóf nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldið síðastliðinn sunnudag í Háskólanum í Reykjavík. Lokahófið eru einskonar úrslit og uppskeruhátíð keppninnar en um 3000 umsóknir allstaðar að af landinu bárust í keppnina en 54 hugmyndir komust í úrslit. Eins og oft áður áttu Hornfirðingar fulltrúa en það var Birkir Snær Ingólfsson úr 5. bekk.

Heppuskóli

02.06.2015 Fréttir : Skólaslit

Í dag þriðjudaginn 2. júní kl. 17:00 verða skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar í íþróttahúsinu á Höfn. Foreldrar, forráðamenn og aðrir þeir sem áhuga hafa á eru hvattir til að mæta á skólaslitin og njóta samverunnar með nemendum skólans og kveðja vetrarstarfið.

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu: