Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

23.07.2014 Fréttir : Innkaupalistar

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2014-2015 eru á heimasíðu skólans og þá má nálgast á eftirfarandi slóð: http://www.hornafjordur.is/grunnskoli/efni/innkaup/

Nemendur geta að sjálfsögðu notað það sem þeir eiga frá fyrri árum. Munið að merkja allar eigur vel.

16.06.2014 Fréttir : Kiwanis og Lions buðu kennurum á forritunarnámskeið

Á dögunum sátu 25 kennarar úr Grunn- og Tónskóla Hornafjarðar námskeið í töluvleikjaforritun. Námskeiðið sem Kiwanisklúbbur Ós og Lionsklúbbur Hornafjarðar styrktu alfarið var bæði áhugavekjandi og skemmtilegt. Kennarar sátu fram á kvöld og forrituðu og margir eru enn að forrita heima hjá sér. 

15.06.2014 Fréttir : Skólaslitaræða 2014

Ágætu nemendur, foreldrar, starfsmenn og aðrir gestir, hjartanlega velkomin á skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar.  Nú er sjöunda starfsári skólans að ljúka og þau börn sem fæddust árið 2007, árið sem skólinn var stofnaður að ljúka sínu fyrsta skólaári. Svona er tíminn nú fljótur að  líða. Þau rétt nýfædd og skólinn eins og stofnaður í fyrra.  Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera við stjórnvölin í skólanum frá stofnun hans og það hefur bæði verið skemmtilegur og krefjandi tími en nú ætla ég að taka mér pásu og fara í skóla eins og þið krakkar. Setjast á skólabekk og leyfa mér næstu tvö árin að vera hinumegin við borðið.

29.05.2014 Fréttir : Himingeimurinn heillar!

Ungum sem öldnum finnst himingeimurinn spennandi - heimsókn 3. S í Ekru

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu:

Jól í skókassa Mynd 065 Gisli_vikingur Fullveldisdagurinn Hafnarskóli 2006