Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Grunnskóli Hornafjarðar 2014

14.04.2014 Fréttir : Umhverfisvinna í Grunnskóla Hornafjarðar

Síðasta miðvikudag fengum við Gerði Magnúsdóttur frá Landvernd í heimsókn til okkar. Nokkrir nemendur í umhverfishópi skólans ásamt kennurum sem starfa með þeim fóru um og sögðu frá okkar vinnu og fyrirkomulagi við flokkun og endurvinnslu. Það sem helst kom fram í kynningu nemenda var umhverfissáttmálinn sem gerður hefur verið á báðum stigum, þ.e. 1. – 6. bekk og 7. – 10. bekk., nemendur sýndu myndband þar sem kom fram endurvinnsla innan skólans, endurnýting á pappír.

11.04.2014 Fréttir : Reikistjörnurnar hringsnúast

Fimmtudaginn 10. apríl buðu nemendur í 3. S foreldrum og öðrum aðdáendum til stórsýningar á afrakstri margra vikna vinnu um himingeiminn. Til að gera langa sögu stutta sló sýningin, og að sjálfsögðu börnin, í gegn!

Heppuskóli

11.04.2014 Fréttir : Páskafrí

Í dag var síðasti kennsludagur fyrir páska í Grunnskóla Hornafjarðar og viljum við óska ykkur öllum gleðilegra páska. 1. – 6. bekkur mætir aftur í skólann 23. apríl í einn dag en eiginlegt skólastarf hefst síðan 28. apríl. Nemendur í 7. bekk eru á leiðinni heim frá Reykjum, en bíða af sér leiðindaveður í Borganesi eins og er.

Reykir GH vor 2012

09.04.2014 Fréttir : Fréttir frá Reykjum

Nú eru nemendur í 7. bekk á Reykjum í Hrútafirði og dvelja þar út vikuna. Dvölin hefur gengið vel fyrir sig og nemendur okkar eru glaðir og sælir og blandast vel í hópinn. En tveir til þrír skólar dvelja á sama tíma í skólabúðunum. Heimferð er á föstudaginn og reikna má með að rúturnar leggi af stað heim fyrir hádegi. 

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu:

Jól í skókassa Mynd 065 Gisli_vikingur Fullveldisdagurinn Hafnarskóli 2006