Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

27.01.2015 Fréttir : Skákdagurinn

Mánudaginn 26. janúar var Skákdagurinn haldinn um allt land. Teflt var í skólum, vinnustöðum, heitum pottum, kaffihúsum, úti á sjó, dvalarheimilum og leikskólum. Skákdagurinn 2015 er tileinkaður Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fyrverandi forseta Alþjóða skáksambandsins. Friðrik, sem á stórafmæli og stendur á áttræðu, var lengi meðal bestu skákmanna heims. Hér í Grunnskóla Hornafjarðar vorum við að sjálfsögðu með í skákdeginum og nemendum í 4. – 10. bekk var gefinn kostur á að skrá sig til að tefla í fjöltefli við Guðmund Inga Sigbjörnsson.

24.01.2015 Fréttir : Lestur og fjöltefli í Heppuskóla

Lestrarátakið heldur áfram í grunnskólanum og eru nemendur afar duglegir að lesa. Í Hafnarskóla safnast laufin á tréð og má segja að eftir fyrstu vikuna sé það orðið ansi grósku mikið.
Á mánudaginn er skákdagurinn en hann er tileinkaður Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alþjóða skáksambandsins. Af því tilefni verður fjöltefli í Heppuskóla sem hefst kl 10:30 og þar taka einnig nemendur úr 4. - 5. bekk þátt.

23.01.2015 Fréttir : Þorra fagnað

Í dag buðu drengirnir í grunnskólanum þorrann velkominn með hefðbundnum hætti þ.e. með því að hlaupa hringinn í kringum skólann í annarri buxnaskálminni en stelpurnar horfðu á og hvöttu þá áfram. Eftir hlaupinn fór allur skólinn á sal og söng saman þorralög.

22.01.2015 Fréttir : Lestrarátak í grunnskólanum

Mánudaginn 19. janúar hófst tveggja vikna lestrarátak í skólanum. Leiðin sem er farin er með ýmsu sniði eftir árgöngum en allir leggjast á eitt að lesa sem mest þennan tíma. Nemendur í 1. til 6. bekk vinna allir saman að því að laufga tré sem okkur áskotnaðis og ekki annað að sjá en að nemendur séu komnir vel af stað í lestrinum nú á þriðja degi átaksins. Börnin lesa heima og í skólanum, yngri börnin lesa upphátt og foreldrar kvitta fyrir heima.

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu: