Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

04.09.2015 Fréttir : Berjaferð 

Nemendur á yngarstigi fóru í berjaferð á miðvikudaginn, farið var í Klifabotna í Lóni. Þrátt fyrir fregnir af lélegri berjasprettu þá fundu krakkarnir slatta af berjum svo var líka þessi fíni lækur þar sem stór hópur dundaði sér við verklegar framkvæmdir eins og stíflugerð. Margir fóru að vaða og svo er alltaf ómissandi að hafa gott nesti og setjast niður og borða og spjalla. Hér fylgja með nokkrar myndir úr ferðinni.

01.09.2015 Fréttir : Haustganga hjá 5.-10. bekk

Í dag fóru nemendur í 5. -10. bekk í árlega haustgöngu. Að þessu sinni var farið um Krossbæjarskarð, upp úr urðinni fyrir ofan Stórulág og þaðan setti helmingurinn af hópnum stefnuna á Ketillaugarfjall en hinir fóru niður í Þverárgil þar sem síðan allur hópurinn hittist og naut veðurblíðunnar.

28.08.2015 Fréttir : Fyrsti skóladagurinn

Þá hafa fyrstu bekkingar lokið fyrstu skóladögunum og ekki annað að heyra en að þeim lítist bara vel á og séu bjartsýn á framhaldið. Þeir voru alveg til í að sitja fyrir á mynd og létu líka fylgja með smá "superman" takta. Skólafærninámskeiðið fyrir foreldra barna í 1. bekk verður  mánudaginn 31. ágúst kl 20:00 í Hafnarskóla.

28.08.2015 Fréttir : Gott að koma aftur í skólann

Það var ekki annað að sjá en nemendur væru ánægðir að hittast aftur í skólanum að loknu sumarleyfi  enda margir að hitta góða vini aftur eftir langa fjarveru.

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu: