Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

21.05.2015 Fréttir : 5. bekkur í Ingólfshöfða

Í vikunni fórum við í 5. bekk í skoðunarferð í Ingólfshöfða. Einar í Hofsnesi tók á móti okkur og keyrði okkur út í höfðann á vögnunum sem vöktu mikla athygli nemenda. Þar var sest niður og borðað nesti en á meðan fengum við fræðslu um sögu Ingólfshöfða. Næst var haldið upp á höfðann þar sem beið okkar mjög fallegt útsýni og mishressir skúmar sem voru nýbúnir að verpa. Einar hafði mjög fínan kíki meðferðis og þannig gátum við séð fuglana í mikilli nálægð. Þetta vakti að sjálfsögðu mikla lukku og kom það nemendum helst á óvart hversu lítill lundinn er í raun og veru. Eftir að hafa skoðað björgin komum við að sandöldunum, þeim stærstu norðan Sahara að sögn Einars.

15.05.2015 Fréttir : Fiskidagur í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk eru að vinna verkefni sem ber heitið Hafið og er samþætt samfélagsfræði og náttúrufræði. Krakkarnir eru búin að fara í heimsókn um borð í Ásgrím þar sem Ásgrímur, Ægir og Sævar tóku á móti þeim og fræddu þá um vinnuna um borð. Krakkarnir fóru líka í fiskvinnsluna hjá Skinney-Þinganesi og þar tóku Kristín og Bjarni Ólafur á móti þeim og sýndu þeim það sem fram fer þar. Borgþór Torfason sem er skipverji á Þóri sf kom með fisk í skólann, allskonar tegundir sem þeir hafa verið að fá í humartrollið.

15.05.2015 Fréttir : Útskriftarferð

Við í 10.bekk Grunnskóla Hornafjarðar fórum í útskriftarferðina okkar síðastliðinn mánudag. Við byrjuðum á að fara í klettaklifur á Hnappavöllum með honum Einari. Þrátt fyrir pínu vind þá gekk allt eins og í sögu og allir skemmtu sér vel, þá aðallega þegar kennararnir sýndu sína einstöku takta. Þaðan var haldið í Skaftafell þar sem við hittum Jón og Védísi hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum. Þar fengum við lánaða brodda undir skóna og ísaxir til að nota á jöklinum. Við fórum á  2 rútum upp að Svínafellsjökli og gengum í 2 hópum upp á hann ásamt Jóni og Védísi.

08.05.2015 Fréttir : Vikuhátíð 5. bekkjar

Í dag hélt 5. E síðustu vikuhátíð vetrarins. Hátíðin var að venju haldin í Sindrabæ og þangað mættu nemendur á yngrastigi og foreldrar nemenda í 5. bekk.  Hátíðin var afar skemmtileg, byrjað var á spurningakeppni í anda útsvars þar sem keppendur þurftu bæði að svara spurningum og leika látbragðsleik. Boðið var upp á frumsamið leikrit sem Selma Ýr, Viktoria Teresa og Ethel María sömdu en það fjallaði um lífið í skóla nokkrum þar sem margt var í gangi og margar skemmtilegar persónur birtust. Aðalheiður Sól og Telma Rut voru kynnar hátíðarinnar.

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu: