Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

24.11.2015 Fréttir : Tónleikar með Guggunum

Í dag bauð hljómsveitin Guggurnar nemendum Grunnskólans á tónleika í Sindrabæ. Það er óhætt að segja að þessu hafi verið vel tekið, krakkarnir skemmtu sér afar vel  og  voru duglegir  að klappa með. Ekki skemmir fyrir að í hljómsveitinni eru meðal annarra Erna umsjónarkennari í 4. bekk og skólastjórinn okkar hún Þórgunnur en hún á einmitt afmæli í dag. Að tónleikum loknum sungu krakkarnir afmælissönginn fyrir Þórgunni sem bauð öllum upp á afmælissmákökur áður en haldið var heim á leið.

17.11.2015 Fréttir : Morgunmatur í Heppuskóla

Nemendur og foreldrar í 10.bekk hittust nú í morgunsárið og borðuðu saman morgunmat í Heppuskóla. Þetta var gæðastund þar sem rætt var um fjáraflanir framundan og lokaár nemenda í Grunnskólanum.

16.11.2015 Fréttir : Óþarfar umbúðir

Laugardaginn 14. nóv. fór fram átak gegn óþarfa umbúðum á vörum. Átakið hófst á samfélagsmiðlum og var fólk hvatt til þess að skilja óþarfa umbúðir eftir í verslunum.

09.11.2015 Fréttir : Ráðagóðir kennarar

Í dag var skipulagsdagur hjá starfsfólki grunnskólans. Mestan hluta dagsins var starfsfólk á námskeiðinu Ráðagóðir kennarar þar sem farið var í skipulag á vinnu í tengslum við einhverfa nemendur. Slíkt skipulag hentar oft á tíðum öðrum nemendum og getur því verið mikilvægt fyrir allt starfsfólk skóla að hafa á takteinum.

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu: