Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

12.05.2016 Fréttir : Vikuhátíð hjá 1. bekk

í dag buðu nemendur í 1. bekkjar, samnemendum sínum, starfsfólki, og fjölskyldum á vikhátíð í Sindrabæ. Þar sýndu þau leikrit um geiturnar þrjár, tóku Polla pönk á luftgítar, sungu og sögðu fullt af sniðungum bröndurum. Kynnir hátíðarinnar var Jakob Jóel. Hátíðin tókst afar vel og var vel sótt. 

10.05.2016 Fréttir : Kynning á sögu mannkyns í 4. bekk 

Börnin í 4.ES hafa undanfarið verið að læra um sögu mannkyns. Þeirri  vinnu lauk formlega á föstudaginn þegar haldin var sýning þar sem börnin sýndu afrakstur vinnu sinnar. Foreldrum, ömmum og öfum var boðið að koma og sjá.  

04.05.2016 Fréttir : verkefnið Börn hjálpa börnum  í 4. bekk

Á dögunum tóku nemendur í 4.ES þátt í söfnuninni Börn hjálpa börnum. Þessi söfnun er á vegum ABC hjálparstarfs og í ár rennur söfnunarféð til uppbyggingar skóla í Asíu og Afríku. Börnin í 4.ES gengu í hús hér á Höfn með bauka sem voru rækilega merktir ABC hjálparstarfi og söfnuðu peningum í þá. Þau stóðu sig með prýði og tókst að safna alls 125.235 krónum.

29.04.2016 Fréttir : Heimsókn skólastjórnenda á Austur- og Suðurlandi

Í dag komu um 30 skólastjórnendur af Suður- og Austurlandi í heimsókn til okkar í skólann. Heimsóknin var liður í vorfundi skólastjórafélaga þessara svæða sem að þessu sinni var sameiginlegur og hófst á Smyrlabjörgum í gær. Dagskráin í dag fór svo fram hér á Höfn.

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu: