Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

01.10.2015 Fréttir : Ferð í Lónsöræfi

Árleg ferð nemenda í 10. bekk var farin á dögunum í Lónsöræfi, en hefð er fyrir því að fara þangað strax eftir samræmd próf. Gist er í tvær nætur í Kollumúla og umhverfið skoðað. Freyja og Thelma skrifuðu frétt um ferðina

25.09.2015 Fréttir : Hreyfiviku lauk með fótboltakeppni

´Nemendur í 1.-6. bekk luku hreyfiviku með því að safnast saman í íþróttahúsinu og horfa á viðureign kennara og 6. bekkinga í fótbolta. Spilaðir voru tveir leikir, karlalið 6. bekkjar gegn kennurum og kvennalið 6. bekkjar gegn kennurum. Kennarar höfðu betur í báðum viðureignum en það er óhætt að segja að áhorfendur hafi látið í sér heyra því þeir hvöttu áfram sitt lið með miklum látum allan tímann og er sannarlega hægt að segja að "12" maðurinn hafi mætt sterkur til leiks. 

25.09.2015 Fréttir : Öræfaferð

Nemendur í 6. og 7. bekk fóru í námsferð í Öræfi 17. – 18. september. Fyrsta stopp var við Jökulsárlón þar sem var tekið nestisstopp en síðan ekið í Hofgarð þar sem farangur og vistir voru bornar í hús. Hópurinn brunaði síðan í Skaftafell þar sem gengið var sem leið lá inn í Bæjarstaðaskóg með smá stoppum áleiðinni. Í Bæjarstaðaskógi var nestisstopp og krakkarnir skemmtu sér í ánni, síðan var gengið aftur í Skaftafell og þaðan lá leiðin til baka í Hofgarð.

18.09.2015 Fréttir : Námsferð í Suðursveit

Við í 4. og 5. bekk fórum í námsferð í Suðursveit í blíðskaparveðri dagana 14. og 15. september. Við skiluðum af okkur farangrinum á Hrollaugsstöðum og fórum síðan áfram vestur að Felli. Þar skoðuðum við bæjarstæðið og sagðar voru þjóðsögur sem tengdust staðnum og einnig söfnuðum við plöntum sem við unnum með þegar við komum á Hrollaugsstaði.  Við löbbuðum í átt að Hólmsfjalli. Nemendur eyddu góðum tíma við ána við stíflugerð og sull. Haldin var kvöldvaka í Hrollaugsstöðum um kvöldið

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu: