Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

14.04.2015 Fréttir : Vorboðar

Í vikunni fengum við til okkar góða gesti en það voru  félagar í Kiwanisklúbbnum Ós sem færðu nemendum 1. bekkjar hjólahjálma að gjöf en þetta er 11. árið sem öllum 1.bekkingum landsins er afhentur hjálmur.  Verkefnið er samstarfsverkefni Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips.

20.03.2015 Fréttir : Sólmyrkvi

Það hefur varla farið framhjá neinum að í morgun var sólmyrkvi. Nemendur og starfsfólk grunnskólans fylgdust með eins og vera ber enda merkileg upplifun. Grunnskólinn fékk að gjöf sólmyrkvagleraugu frá  Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, Stjörnufræðivefnum og Hótel Rangá og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Í tilefni dagsinns sömdu nemendur í  7.MG.hæku sem er náttúruljóð:

Uppi á hólnum

Tungl færist fyrir sólu

Bjartan föstudag

18.03.2015 Fréttir : Árshátíð grunnskólans og Fúsi froskagleypir

Klukkan 17:00 í dag verður árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar haldin í íþróttahúsinu. Að þessu sinni er það Fúsi froskagleypir eftir Ole Lund Kirkegaard sem krakkarnir spreyta sig á. Tónlistin er eftir Jóhann Morávek og leikstjórn er í höndum Kristínar G. Gestsdóttur. Aðgangseyrir er kr. 500 en þó aldrei meira en 1.000 kr. á fjölskyldu. Sjáumst hress og kát í íþróttahúsinu.

14.03.2015 Fréttir : Árshátíðarundirbúningur, Fúsi froskagleypir

Nú er undirbúningur fyrir árshátíð grunnskólans á fullu. Nemendur 1.,3., 5., 7., 9. og 10. bekkjar sjá um leik og söng og eru stífar æfingar þessa dagana. Gert hefur verið hlé á hefðbundnum smiðjum í þrjár vikur og í staðinn vinna nemendur í árshátíðarsmiðjum en þar eru útbúnir leikmunir, búningar, sviðsmyndin, veitingar og fleira sem þarf  fyrir okkar árlegu árshátíð sem fram fer í íþróttahúsinu miðvikudaginn 18. mars kl 17:00

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu: