Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

27.02.2015 Fréttir : Lesið á 9 tungumálum

Þann 21. mars var alþjóðlegur móðurmálsdagur. Af því tilefni hófst móðurmálsvika í Heppuskóla og lauk henni í dag 27. mars með hátíð þar sem tvítyngdir nemendur lásu á sínu móðurmáli. Undirbúningur dagskrárinnar var í höndum Magnhildar Gísladóttur. Mun fleiri nemendur hafa tekið þátt í undirbúningnum en þeir einir sem lásu, því hvert tungumál sem kynnt var hafði kynni með íslensku að móðurmáli. 

Heppuskóli

25.02.2015 Fréttir : Stóra upplestrarkeppnin

Í dag kepptu nemendur í 7. bekk Grunnskóla Hornafjarðar til úrslita um hverjir tækju þátt í loka keppninni. Níu nemendur komust í úrslit og eru þau eftirtalin: Bjartur Máni, Björgvin Freyr, Harpa Lind, Ingunn Ósk, Júlíus Aron, Sigursteinn Már, Thelma Ýr, Vigdís María og Þorsteinn. 

23.02.2015 Fréttir : Hressandi hringekja hjá 1. S

Mánudagar eru hringekjudagar hjá 1. S. Þá er börnunum skipt í hópa, yfirleitt þrjá, og svo eru ýmis verkefni unnin á stöðvum. Síðasti mánudagur var engin undantekning. Þá voru þrjár stöðvar í gangi, tugastöð, teningastöð og talstöð. Á tugastöðinni köstuðu börnin hringjum og reyndu að veiða sem flesta tugi, á teningastöðinni köstuðu börnin þremur teningum, röðuðu tölunum á teningunum eftir stærð og lögðu svo tölurnar saman og á talstöðinni rímuðu börnin, klöppuðu atkvæði og fundu hljóð í orðum. Þetta var hin besta skemmtun enda eru hringekjustöðvarnar alltaf mjög fjölbreyttar og spennandi.

19.02.2015 Fréttir : Öskudagur á yngrastigi

Það var nóg að gera á öskudeginum á yngrastiginu í grunnskólanum.  Nemendur og strafsfólk voru uppábúin eins og hæfir deginum. það var leikið, farið í andlitsmálun og svo var farið í íþróttahúsið þar var haldin hæfileikasýning, kötturinn sleginn úr tunnunni og marserað. Eftir hádegið fóru allir í Sindrabæ en þangað var nemendum skólans boðið á vikuhátíð hjá starfsfólki skólans en hefð er orðin fyrir því að sú hátíð sé á öskudegi. Við látum hér fylgja með nokkrar myndir frá deginum.

Fleiri fréttir


 

TungumálÚtlit síðu: