Skólastefna

Skólastefna

Skólinn er samfélag nemenda, kennara og starfsfólks í sterkum tengslum við foreldra / forráðamenn og stjórnvöld. Í þessu samfélagi gilda ákveðnar reglur sem allir verða að lúta. Þar bera allir ákveðna ábyrgð en eiga einnig sinn rétt og möguleika til að hafa áhrif á samfélagið. Mikilvægt er að öllum í skólasamfélaginu finnist þeir tilheyra því og séu virkir þátttakendur. Slík virkni er mikilvægur þáttur í að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi.

Hlutverk skóla er fræðsla og mannrækt í síbreytilegum heimi. Skólinn þarf að leggja áherslu á gagnrýna hugsun nemenda, samkennd, virðingu fyrir einstaklingnum, sjálfstæði í þekkingarleit og ábyrgð í námi. Öll börn skulu eiga kost á skólagöngu í héraði og á hver nemandi rétt á að fá nám við sitt hæfi. Stoðkerfi skólanna skulu vera sýnileg og aðgengileg þannig að þeir sem á þurfa að halda fái þjónustu við hæfi. Nemendum skal tryggt öruggt starfsumhverfi sem hvetur til frjórrar hugsunar og ánægju í skóla.

Sveitarfélagið leggur áherslu á að búa skólastofnanir sínar þannig að þær geti sinnt uppeldis- og menntunarhlutverki sínu eins vel og kostur er. Í því felst að skólastofnanir búi við góðan fjárhag, húsakynni séu vistleg og vel búin kennslutækjum og skólalóðir aðlaðandi.

Áhersla verði lögð á innra starf skólanna og skipar þar símenntun starfsmanna og reglulegt endurmat á skólastarfi stóran sess. Skólarnir skulu ávallt hafa gott samstarf við heimilin þannig að foreldrar finni sig velkomna í skólann og þeim gefin tækifæri til að taka þátt í skólastarfinu. Skólar sveitarfélagsins skulu vera framsæknar stofnanir sem hlúa vel að nemendum og þeim sem þar starfa.

Skólastefna sveitarfélagsins nær til leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla og skal vera í sífelldri endurskoðun.

 

Skólastefna 2007 endurskoðuð og breytt í desember 2009  

 

Skólastefnan er á PDF formati og til að geta lesið hana þá þarf Acrobat reader að vera uppsettur á tölvunni, ef ekki þá er hægt er að sækja forritið hér.


 

TungumálÚtlit síðu:

Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni