Ís-land

Jöklasýningin

 

Um er að ræða metnaðarfulla sýningu sem höfðar til allra aldurshópa.  Sýningin miðlar fróðleik um jökla, heiðrar náttúru landsins og svæðisins, hægt er að hlusta á fugla sem algengir eru á svæðinu, sjá uppstoppuð dýr og horfa á myndbrot úr myndum um James Bond sem teknar voru við Jökulsárlón.

Hönnuður sýningarinnar er Björn G. Björnsson hjá List og sögu.

Sýningin er gerð aðgengilegri með því að skipta henni niður í ákveðin þemu sem leiða gesti áfram:

Salur 1:  Kynning og náttúruvernd

Salur 2:  Náttúra og þjóðgarður

Salur 3:  Jöklafræði

Salur 4:  Upplifun - m.a. gengið inn í ígildi jökulsprungu og íshellis

Salur 5:  Búseta við jökul og rannsóknarferðir

 

Kvikmynd um Vatnajökul og nágrenni hans er sýnd á stóru tjaldi og auk þess þrjár myndir á 42"skjám.  Gestir verða þáttakendur í sýningunni og er ýmis margmiðlun í gangi s.s. upplýsingar í tölvum, ýmis hljóð, líkön og aflestur mælitækja.

 

Jöklasýningin er miðsvæðis í bænum þar sem útsýni til jökla blasir við úr sýningarsölum.  Einnig býðst gestum að fara upp á útsýnispall á þaki hússins, þar sem útsýni er til allra átta.