Viðburðasafn

Kaffi, konfekt og tónleikar

  • 18.11.2017, 17:00 - 18:00, Listasalur Svavars Guðnasonar

Svavar Guðnason fæddist 18. Nóv 1909 og hefði því orðið 108 ára þann 18. nóvember nk. Í tilefni af fæðingardegi hans verða tónleikar á Svavarssafninu laugardaginn 18. Nóv kl 17:00 þar sem raftónlistarmennirnir í Algrími, Sigurður Páll Árnason og Tjörvi Óskarsson hafa búið til stutt tónverk innblásið af verkum, hugmyndafræði og orðum Svavars Guðnasonar.
Tónlistin mun endurspegla sýn og hugmyndir Svavars um fagurfræði og skynjun. Hluti verksins er byggður á hljóðrituðum viðtölum við Svavar.

Boðið verður upp á kaffi og konfekt í Ástustofu þar sem má sjá verk Svavars Guðnasonar ásamt því að tylla sér í sófa þeirra Ástu og fræðast um hann í myndum og máli.

Tónverkið verður flutt í aðalsalnum þar sem nú stendur sýningin Leit að postulíni. Í fremra rýminu má sjá sýninguna Sögur úr hirslum.