Viðburðasafn

Tónlistarhátíðin Vírdós

  • 24.8.2017 - 27.8.2017, 21:00 - 3:00, Vöruhúsið, Hómur, Hafið, Nýheimar, Skreiðarskemma

Tónlistarhátíðin Vírdós verður haldin 24. – 26. ágúst næstkomandi á Höfn í Hornafirði. Þar verður boðið upp á ýmsa viðburði eins og t.d: Inni og úti tónleika, sýningu ónvenjulegra hljóðfæra og smiðjur þar sem fólk deilir þekkingu um hljóðfærasmíði.

Dagskrá:

Fimmtudagur 24. ágúst.
Vírdóskvöld í Hólmi 21:00 - 23:00
Tónlistarmenn og hljóðfærasmiðir koma saman, spjalla, spila saman, tónlistardjamm með óvenjulegum hljóðfærum. Öllum velkomið að spila og eða hlusta, open mic!

Föstudagur 25. ágúst
Vinnustofa í Vöruhúsinu 16:00 - 18:00
Tónlistarmenn og hljóðfærasmiðir koma saman í Vöruhúsinu og ræða um hljóðfærasmíði, tæki og tól. Erlendir aðilar kynna sín verkefni í gegnum netið, spjall og tóndæmi.

Tónleikar í Skreiðaskemmunni (Heimabönd) í 21:00 - 24:00
- Misty
- Vibrato Blues Band
- Subminimal

Laugardagur 26.ágúst
Hljóðfærasýning í Nýheimum 17:00 - 18:30
Hljóðfærasmiðir sýna verkefnin sín!

Tónleikar á skemmtistaðnum Hafið 21:00 - 24:00
- Kiriyama Family
- Vinny Wamos band
- Föstudagslögin (Stefán söngvari Dimmu og Andri)

Ball á Hafinu 00:30 - 03:00
Hátíðin endar með balli á skemmtistaðnum Hafið með stuðbandinu Horny Stones!