Menning

Skaftfellingur kominn í hús! - 11.12.2014 Fréttir

Skaftfellingur er kominn í hús!

Hann mun berast inn á heimili á allra næstu dögum.

Þeir sem eru ekki áskrifendur geta komið og nælt sér í eintak á Bókasafninu á 3.900,- Lesa meira

Rithöfundaheimsókn - 09.12.2014 Fréttir

Miðvikudaginn 3. desember síðastliðinn komu fjórir  rithöfundar í hina árlegu jólaupplestrar-heimsókn til Hafnar. Gestir okkar að þessu sinni  voru þau, Guðni Líndal Benediktsson, er skrifar bókina ,,Leitin að Blóðey“. Sögusvið hennar er að hluta til héðan úr Hornafirði og lofar mjög góðu fyrir bæði unga sem aldna.

Lesa meira

Rithöfundakynning í Pakkhúsinu - 02.12.2014 Fréttir

Árlegur upplestur rithöfunda verður í Pakkhúsinu Miðvikudaginn 3.desember klukkan 20:30
Alls eru fimm rithöfundar sem heimsækja okkur í þetta sinn og þeir eru Elísabet Jökulsdóttir sem les upp úr bók móður sinnar Jóhönnu Kristjónsdóttur ,,Svarthvítir dagar“.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Piparkökur í boði og kaffi á boðstólum.

Lesa meira

Gamlabúð 150 ára - 27.11.2014 Fréttir

Í tilefni af 150 ára afmæli Gömlubúðar
langar okkur á bjóða öllum Hornfirðingum til sjávar og sveita
í heimsókn sunnudaginn 30. nóvember n.k.
Á boðstólnum verða kræsingar frá liðinni tíð
og jólaandinn mun svífa yfir vötnum. Boðið verður upp á leikþátt um sögu
Gömlubúðar en krakkar úr Heppuskóla munu flytja verkið eins og þeim
einum er lagið. Allir eru auðvitað velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta.

Leikþátturinn verður fluttur kl 13 og 15.
Zophonías Torfason kíkir í heimsókn með Harmonikkuna
Gestir úr fortíðinni láta sjá sig
Jólalög ofl.
     
Starfsfólk Hornafjarðarsafna

Lesa meira

Bókasafnið lokað vegna fundarhalda - 20.11.2014 Fréttir

Bókasafnið lokar á föstudaginn 21. nóvember kl. 14 og verður lokað á laugardaginn 22. nóvember vegna fundarhalda í Nýheimum.
Opnum aftur á mánudaginn kl. 9

Starfsfólk Hornafjarðarsafna
Lesa meira

Safnahelgi á Suðurlandi - 30.10.2014 Fréttir

Bókasafnið í Nýheimum

laugardaginn 1. nóvember kl. 11.00-14.00
Lestarstund fyrir börnin og prjónakaffi fyrir alla.
Listasafnið - Maðurinn með Myndavélina
Fimmtud. 30. okt.- föstud. 31. okt. 9-15:30, laugard. 1. nóv. - sunnud. 2. nóv. kl. 12-16
Skreiðarskemman
Laugard. 1. nóv. og sunnud. 2. nóv. frá kl. 12 -17.

Lesa meira

Allar konur í Hornafirði til sjávar og sveita! - 29.10.2014 Fréttir

Nú þegar komið er undir lok árs 2014 er ekki seinna vænna en að hinir skeleggu kvenmenn þessa héraðs hittist til skrafs og ráðagerða.
Á næsta ári þann 19. júní 2015 munum við fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi.

Lesa meira

Framkvæmdir eru hafnar við endurgerð Miklagarðs - 28.10.2014 Fréttir

Hornafjarðarsöfn fengu styrk frá Minjastofnun í upphafi árs 2014 til þess að gera upp glugga og ytra byrði Miklagarðs í upprunalegri mynd. Er okkur mikil ánægja að tilkynna að þessar framkvæmdir eru hafnar og mun hafnarsvæðið fá veglega andlitslyftingu fyrir vikið.

Lesa meira

Allir lesa leikur - 16.10.2014 Fréttir

Lestur gerir lífið skemmtilegra. Allir lesa er leikur sem gengur út á að opna bók, skrá lestur á einfaldan hátt og taka þátt í skemmtilegri keppni með fjölskyldu og félögum. Vertu með í landsleik í lestri.


Lesa meira

Listasafnið lokað - 07.10.2014 Fréttir

Listasafn Svavars Guðnasonar verður lokað 7., 8. og 9. október vegna uppsetningar nýrrar sýningar. Opnum aftur föstudaginn 10. október kl. 17:00.

Starfsfólk Hornafjarðarsafna
Lesa meira

Tónlist í hádeginu í Nýheimum - 02.10.2014 Fréttir

Tónlistarklúbbur FAS spilar nokkra ljúfa tóna í hádeginu í Nýheimum í dag, fimmtudag kl. 12:25.
Allir velkomnir!
Lesa meira

Tríóið Minua á ferð um landið - 19.08.2014 Fréttir

Tríóið Minua er á ferð um landið og mun koma fram á öllum landshlutum. Gítarleikarinn Kristinn Smári Kristinsson, sem er nýútskrifaður úr tónlistarháskólanum í Basel er hér á ferð.
Minua spilar í Pakkhúsinu þann 20. ágúst kl 21:00 og er frítt inn.


Lesa meira

Á hraða íss frá jökli til sjávar - 19.08.2014 Fréttir

Gelid Phase, visual sound performance, er samstafsverkefni milli sænskra hljóðlistarmanna og íslenskrar listakonu, Ragnheiðar Bjarnason. Verkið er sjónræn hljóðlist sem inniheldur hreyfingar, hljóðverk og myndbands-listi.
Allir velkomnir,
Starfsfólk Listasafns Svavars Guðnasonar


Lesa meira

Ferð barnastarfs Menningarmiðstöðvar að Bólstaðagili. - 09.07.2014 Fréttir

Það var rúta frá Fallastakk ehf sem lagði af stað, full af börnum og nokkrum fullorðnum, frá Nýheimum. Ferðinni var heitið að Bólstaðagili á Mýrum.

Lesa meira

Ferð að Heinabergi með Menningarmiðstöðinni - 04.07.2014 Fréttir

Nú er komið að fjórðu ferðinni hjá okkur í sumar. Farið verður að Heinabergi þriðjudaginn 8. júlí. Þórhildur landvörður fer með okkur í leynda heima Bólstaðargilsins.

Lesa meira

Barnastarf Menningarmiðstöðvar þriðjudaginn 1. Júlí. - 30.06.2014 Fréttir

Á morgun heimsækjum við Vöruhúsið þar sem að Vilhjálmur tekur á móti okkur, hann ætlar að sýna okkur húsið og tækin. Vöruhúsið er miðstöð skapandi greina, þar er hægt að búa til margvíslega hluti. Skráning á Bókasafninu og í síma 4708050.
Mæting kl. 13:00 á Bókasafnið með nesti og 500 kr.
Ýmis verkefni bíða okkar í vöruhúsin!
Hlökkum til að sjá ykkur

Starfsfólk menningarmiðstöðvar
Lesa meira

MJÓLKURSTÖÐIN / SÝNING - 26.06.2014 Fréttir

Mjólkurstöðin verður opin í sumar alla daga milli 09-21. Húsinu er skipt í fimm sali og verður hægt að ganga á milli þeirra.

Salur 1#
LJÓSMYNDA- & HLJÓÐSÝNING „HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR“
TÓNVERK: ÁSGEIR AÐALSTEINSSON
Sýningin fjallar um fjarlægðir og upplýsingar í mynd og hljóði og hvernig þau tengjast saman. Bilið milli þess að vera eitthvað og vera ekki neitt. Bilið milli þess að vera tónlist og vera hljóð. Bilið milli þess að vera svart og hvítt.

Lesa meira

Opnun sýningar á verkum Svavars Guðnasonar - 25.06.2014 Fréttir

Opnun sýningar á verkum Svavars Guðnasonar í Svavarssafni, föstudaginn 27.júní kl. 16:00.
Léttar veitingar í boði!

Starfsfólk Hornafjarðarsafna

"Svavar Guðnason var í hópi fremstu listamanna Evrópu eftirstríðsáranna. Hann var tvímælalaust sá myndlistarmaður þjóðarinnar sem mesta athygli hefur vakið erlendis auk þess að vera brautryðjandi í íslenskri myndlist".
Lesa meira

Lúruveiði - 20.06.2014 Fréttir

Nú er komið að hinni árlegu Lúruveiði með barnastarfi Menningarmiðstöðvarinnar!
Mæting kl. 13:00 á smábátabryggjuna með nesti, klædd eftir veðri og að sjálfsögðu góða skapið.
Skráning fer fram á Bókasafninu milli kl.10 og 16, eða í síma 4708050. Verð er 500 kr. og börn yngri en 7 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
Hlökkum til að sjá ykkur krakkar!

Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar

Lesa meira

Listasafnið lokað um helgina - 20.06.2014 Fréttir

Listasafn Svavars Guðnasonar verður lokað um helgina vegna uppsetningar nýrrar sýningar.

Kveðja
Starfsfólk Hornafjarðarsafna
Lesa meira

Heimahöfn - sýningarlok - 18.06.2014 Menning

Sýning Guðrúnar Benediktu lýkur á fimmtudaginn 19. júní kl. 16. Guðrún verður á staðnum til að afhenda kaupendum verk sín og einnig taka á móti öðrum gestum.
Léttar veitingar í boði.

Guðrún er fædd og uppalin á Höfn og hefur umhverfi Hafnar haft mikil áhrif á hana sem listamann, sjórinn og jökullinn birtast oft í verkum hennar.
R.Benedikta málar með litablöndu/temperu sem hún býr til sjálf. Upprunalega uppskriftin kemur frá Frakklandi og heitir “patine au vin”. Hún inniheldur m.a. hvítvín og egg en blönduna hefur hún þróað gegnum árin
Guðrún hefur líka verið með tilraunir með að nota sand úr Mósel ánni, jarðveg af vínökrum og steinmulning úr íslensku grjóti. Innblásturinn kemur að mestu frá Íslandi og áhrifin ágerðust eftir því búsetan varð lengri erlendis.
Eldgosin síðustu ár hafa haft áhrif en Guðrún var ein af þeim sem varð strandaglópur vegna öskuskýsins frá Eyjafjallajökli og ákvað að nota öskuna í listsköpun upp fá því.

Lesa meira

Kirkjur í Vestur- og Austur-Skaftafellssýslum - 12.06.2014 Fréttir

Í tilefni þess að út er komið nýtt bindi – hið tuttugasta og þriðja – í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnunar sýningar í Hótel Eddu Skógum föstudaginn 20. júní kl. 16.00.

Lesa meira

Fyrsta ferð Barnastarfsins í dag kl. 13 - 10.06.2014 Fréttir

Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar hefst í dag, 10. júní með fuglaskoðunarferð  í Ósland. Mæting klukkan 13:00 á Bókasafnið. Allir ungir sem aldnir eru velkomnir í þessa fyrstu barnastarfsferð sumarsins.

Ferðir sumarið 2014
10. júní.    Fuglaskoðun í Óslandi,
24. júní.    Lúruveiði í Hornafirði
1. júlí.       Heimsókn í Vöruhúsið..
8. júlí.       Ferð í Heinaberg  

Lesa meira

Sumarlesturinn er hafinn á Bókasafninu - 06.06.2014 Fréttir

Sumarlesturinn er hafinn á Menningarmiðstöð Hornafjarðar.
Sumarlesturinn er hugsaður fyrir 12 ára og yngri og stendur til 23. ágúst. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og vinningar verða dregnir út á uppskeruhátíð í sumarlok.
Bókasafnið er opið í sumar alla virka daga frá kl. 10 - 16.

Allir velkomnir og verið dugleg að lesa krakkar :)
Lesa meira

Dagskrá barnastarfs Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar 2014 - 22.05.2014 Fréttir

Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar hefst þann 10. júní næstkomandi með fuglaskoðunarferð  í Ósland. Mæting klukkan 13:00 á Bókasafnið. Allir ungir sem aldnir eru velkomnir í þessa fyrstu barnastarfsferð sumarsins....

Lesa meira

Íbúafundur um menningarmál í Nýheimum - 12.05.2014 Fréttir

KÆRU HORNFIRÐINGAR
Hornafjarðarsöfn ásamt atvinnu- og menningarmálanefnd langar að boða ykkur á íbúafund 13. maí n.k. klukkan 20.00 í Nýheimum.
Á þessum fundi munum við kynna stefnu og markmið Hornafjarðarsafna í menningarmálum og uppbyggingu safna og rannsókna í héraði næstu ár og misseri.
Vonumst til að sjá sem flesta,
Með kærri kveðju,
Vala Garðarsdóttir
Forstöðumaður Hornafjarðarsafna

Heitt á könnunni!
Lesa meira

Opnun sýningarinnar "Margbreytileikinn í myndum" - 09.05.2014 Fréttir

Í dag, föstudaginn 9. maí opnar ljósmyndasýning í Ráðhúsinu kl. 16. Ljósmyndasýningin ber yfirskriftina "Margbreytileikinn í myndum" en sýningin er samvinnuverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og ljósmyndarans Jolönta Świercz. Ljósmyndirnar sýna einstaklinga af ýmsum þjóðernum  í margbreytilegum störfum og verkefnum í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Lesa meira

FÖNKÍ FÖSTUDAGUR! - 30.04.2014 Fréttir

Birkir og Þorkell grúva fyrir okkur á föstudaginn í hádeginu í Nýheimum!

Lesa meira

Bókmenntahátíð á Þórbergssetri - 17.03.2014 Menning

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars

torbergur-203x300


Sunnudaginn 23. mars næstkomandi verður árleg bókmenntadagskrá í Þórbergssetri í tilefni af því að í marsmánuði er afmælisdagur Þórbergs Þórðarsonar. Hann var fæddur 12. mars 1888 á Hala í Suðursveit. Gestur hátíðarinnar verður að þessu sinni Jón Gnarr borgarstjóri bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Samkór Hornafjarðar flytur söngdagskrá og Soffía Auður Birgisdóttir heldur erindi um áhrif Þórbergs á nútima rithöfunda, þ.á.m. Jón Gnarr. Afhentar verða gjafir sem hafa verið að berast Þórbergssetri að undanförnu. Dagskráin er eftirfarandi:

 

 

 

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri

 

Sunnudaginn 23. Mars kl 14:00

 

Dagskrá
Samkór Hornafjarðar flytur söngdagskrá

 

Jón Gnarr borgarstjóri bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur
 les úr verkum sínum og flytur erindi
Þórbergur og ég

 

Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur
flytur erindi
,,Ég er eins og menn verða eftir næstu aldamót“

 

Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður 
Upplestur úr handriti séra Sváfnis Sveinbjarnarsonar
 Mannlíf í Suðursveit

 


Afhentar gjafir
Bókaskápar Þórbergs og Margrétar á Hringbraut 45
voru í eigu Gríms Helgasonar handritasérfræðings og Hólmfríðar Sigurðardóttur kennara

 

Allar frumútgáfur af verkum Þórbergs, bundnar í skinn.
Jóhann Guðmundsson

 

Nýr vefur Þórbergsseturs kynntur 

 

Kaffiveitingar 

 

Allir velkomnir

Lesa meira

Papatættur við Papós - 12.03.2014 Menning

Starfsmenn Hornafjarðarsafna skelltu sér í Lónið á dögunum til þess að skoða m.a. gamlar tóftir og götur, náttúruleg naust, uppsátur og hróf. En Papatættur við Papós eru flokkaðar sem friðlýstar minjar af Minjastofnun Íslands. Talið er að þarna hafi Papar hafst við á öndverðri 9.öld áður en hið eiginlega landnám átti sér stað um 870 e.kr. Tóftirnar eru þó lítt sýnilegar því reist hafa verið útihús frá síðari tíma í fótspor þessara eldri minja og liggja þær því þar undir. Er því lítið vitað um eðli þeirra í raun og veru, en örnefnið hefur fylgt þeim svo lengi sem menn muna.
Svo er ýmislegt sem þar rekur á fjöru!
Hér eru nokkrar myndir frá ferðinni.

Lesa meira

Reykjavík Shorts&Docs hátíðin fer á flakk - 07.03.2014 Fréttir

Stutt- og heimildamyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs Festival fer á
flakk og verður með sýningar í Nýheimum, Höfn í Hornafirði dagana
föstudaginn 14. og laugardaginn 15. mars nk. Sýndar verða íslenskar og
erlendar stutt- og heimildamyndir báða daganna. Það er sérlega
ánægjulegt að geta farið með hluta hátíðarinnar á landsbyggðina en
sýningarnar eru fríar og öllum opnar.  Fjórir sýningarflokkar verða
sýndir í Nýheimum. Þeir eru;

- Ungt fólk:  Íslenskar stuttmyndir
- Konur um konur: Stutt- & heimildamyndir
- Jaðaríþróttir: Heimildamyndir
- Úr alfaraleið: Heimildamyndir og stuttmynd

Hægt er að sjá dagskrá hátíðarinnar og lesa um myndirnar hér;
http://www.shortsdocsfest.com
Lesa meira

Stofnfundur félags áhugamanna um fornbíla - 07.03.2014 Fréttir

Stofnfundur fornbílaklúbbs þar sem viðhald og uppgerð á eldri bílum og ökutækjum er í öndvegi, sem og eldri landbúnaðarvélar og önnur tæki.
Klúbburinn mun einnig standa vörð um menningarsögulegt gildi heimasmíðaðra tækja úr héraðinu.
Stofnfundur verður haldinn í fyrirlestrarsal Nýheima í kvöld, 7.mars kl. 20:00.
Allt áhugafólk er hvatt til að mæta!

Með kveðju
Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Hornafjarðarsafna
Lesa meira

Leikverkið Unglingurinn flutt í Mánagarði - 26.02.2014 Fréttir

Leikverkið Unglingurinn verður flutt í Mánagarði sunnudaginn 2.mars kl.17
Leikverkið Unglingurinn verður flutt í Mánagarði sunnudaginn 2.mars kl.17

Unglingurinn er frábært nýtt leikverk sem er samið og leikið af unglingum. Sýningin hefur slegið í gegn og Menningarþátturinn Djöflaeyjan kaus hana m.a sem eina af áhugaverðustu sýningum ársins og sagðist ekki hafa skemmt sér svona vel í langan tíma.
Þetta er tilvalin samverustund þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og foreldrar fá smá fræðslu í unglingamálum!

Miðaverð er 2500,- og er hægt að kaupa miða við innganginn og á midi.is
Lesa meira
Verk Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur

Opnun sýningarinnar "Heimahöfn" í Svavarssafni - 21.02.2014 Fréttir

Sýning á verkum Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur opnar í Listasafni Hornafjarðar, Svavarssafni í dag, 21. febrúar klukkan 16:00.

Lesa meira

Hornafjarðarsöfnum veitt viðurkenning sem ábyrgðarsafn - 21.02.2014 Fréttir

Mennta og menningamálaráðherra hefur að tillögu Safnaráðs samþykkt að veita Hornafjarðarsöfnum viðurkenningu sem ábyrgðarsafn, samkvæmt ákvæði safnalaga, nr. 141/2011 og reglugerðar safna, nr. 900/2013.

Lesa meira

Leikverkið Unglingurinn flutt í Mánagarði - 14.02.2014 Fréttir

Leikverkið Unglingurinn verður flutt í Mánagarði sunnudaginn 2.mars kl.17
UNGLINGURINN er drepfyndið leikrit en á sama tíma mjög einlægt og tekur á öllum helstu málum sem brenna á unglingum í dag. Þó að verkið sé um unglinga er það ekki síður skemmtilegt fyrir foreldra og systkini.

Þetta er tilvalin samverustund þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og foreldrar fá smá fræðslu í unglingamálum!

Gaflaraleikhúsið og Menntalest Suðurlands (SASS) bjóða miðann á  aðeins 1.750 kr ef að keypt er fyrir 22. febrúar á midi.is eða fyrr. (almennt miðaverð er 2.500 kr).
Lesa meira

Leiksýningin "Skrímslið litla systir mín" sýnd í Sindrabæ - 03.02.2014 Fréttir

Leiksýningin „Skrímslið litla systir mín“ verður sýnd í Sindrabæ, sunnudaginn 9. febrúar    kl 13:00.
Skrímslið litla systir mín er saga um strák sem ferðast gegnum skuggalega skóga, dimmar drekaslóðir og alla leið á heimsenda, en lærir í leiðinni að elska litlu systur sína.
Sýningin var valin barnasýning ársins 2012.
Lesa meira

Til hamingju með stórafmælið Guðmundur Jónsson - 27.01.2014 Fréttir

Guðmundur Jónsson trésmíðameistari frá Akurnesi varð níræður í gær 26. janúar og langar okkur á Menningarmiðstöð Hornafjarðar að óska honum til hamingju með stórafmælið og um leið að fá að segja um hann nokkur orð.


Lesa meira

Grunnskólinn í Hofgarði með 1.verðlaun - 20.01.2014 Fréttir

Á haustmisseri hefur eldri hópur skólans unnið að verkefni á vegum Landsbyggðavina, en þetta félag býður upp á að í nokkrum skólum landsins sé ár hvert unnin hugmyndavinna og verkefni sem mættu verða til styrktar heimabyggð þeirra skóla sem valdir eru hvert sinn. Í haust bauðst okkur að taka þátt í þessu verkefni  í annað sinn, en síðast vorum við þátttakendur  skólaárið 2007-2008 og einnig þá unnu nemendur okkar til verðlauna.  Í ár var þemað Sköpunargleði – Heimabyggðin mín, nýsköpun heilbrigði og forvarnir.

Lesa meira

Fyrirlestur um fuglaskoðunarferð til Tyrklands og Georgíu - 16.01.2014 Fréttir

Björn Gísli Arnarson mun segja  frá fuglaskoðunarferð sinni til Tyrklands og Georgíu síðasta vor, í Nýheimum 16. janúar.  Björn mun sýna fjölda fugla og mannlífsmynda sem hann tók á ferð sinni um þessi lönd. Ferðin tók þrjár vikur og gistu ferðalangarnir mest þrjár nætur á sama stað, sem sýnir að það var farið víða.
Fyrirlesturinn hefst kl 20:00, allir velkomnir.
Lesa meira

Föstudagshádegi í Nýheimum - 09.01.2014 Fréttir

Föstudagshádegi kl 12:30 á föstudag í Nýheimum
Björn Gísli Arnarsson verður með  kynningu  á ferð sinni   til Tyrklands, Georgíu og Sýrlands síðasta vor í hádeginu, föstudaginn 10. Janúar kl. 12:30.  Fimmtudaginn 16. janúar verður Björn með myndasýningu og ferðasöguna, kl 20:00 í fyrirlestrarsal Nýheima.

Lesa meira

Jólamarkaður í Nýheimum - 20.12.2013 Fréttir

Síðasti jólamarkaður Nýheima verður á morgun, 21. desember milli kl: 13 - 17.
Stakir Jakar og Íris Björk sjá um söng að þessu sinni milli kl: 14:30-15:30.

Jólabíó verður í Sindrabæ kl: 15:00. Home Alone eða Aleinn heima verður sýnd og er frítt inn.

Allir hjartanlega velkomnir
Lesa meira

Föstudagshádegi í Nýheimum - 11.12.2013 Fréttir

Föstudaginn 13. desember kl:12:15 , verður Snævarr Guðmundsson með kynningu á stjörnuathugunarstöðinni sem er að rísa við Fjárhúsavík.

Allir velkomnir!
Lesa meira

Snertið ekki jörðina - barnasýning á Bókasafninu - 09.12.2013 Fréttir

Búið er að setja upp sýninguna „ Snertið ekki jörðina – leikir 10 ára barna“  á bókasafninu. Sýningin kemur frá Þjóðminjasafni Íslands  og hefur verið sett upp á fjölda staða um landið.
Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins.


Lesa meira

Myndir frá Jólahátíð á Höfn - 03.12.2013 Fréttir

Myndir frá Jólahátíð á Höfn
Lesa meira

Jólahátíð á Höfn - 29.11.2013 Fréttir

Hátíðin fer fram á Hafnar- og Heppusvæðinu eða á „Plássinu“ eins og það var kallað hér áður fyrr.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði þar sem fjöldi hæfileikaríkra Hornfirðinga munu stíga á stokk og gleðja okkur hin með söng og dansi.

Lesa meira

Rithöfundar og skáld í Pakkhúsinu - 29.11.2013 Fréttir

Á miðvikudagskvöldið síðastliðið var sannkölluð jólastemmning í Pakkhúsinu. Þar stigu á stokk frækin skáld og rithöfundar sem heiðruðu okkur með nærveru sinni.

Lesa meira

Bóka- og rithöfundakynning í Pakkhúsinu 27. nóvember - 27.11.2013 Fréttir

Hin árlega rithöfundakynning á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar verður í Pakkhúsinu miðvikudaginn 27. nóvember nk. kl. 20:30.

Sjáumst sem flest í Pakkhúsinu á miðvikudaginn og eigum notalega kvöldstund í skammdeginu.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Lesa meira

Föstudagshádegi í Nýheimum - 21.11.2013 Fréttir

Ragna Steinunn Arnarsdóttir ætlar að syngja lagið sem hún söng á Samaust um síðustu helgi
Kl : 12:30 í Nýheimum.
Allir velkomnir! Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu - 13.11.2013 Fréttir

Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember, þar sem að 16 er laugardagur verður haldið upp á daginn  fimmtudaginn 14. nóvemer  með árlegri ljóða og smásagnasamkeppni Menningarmiðstöðvar og Grunnskóla Hornafjarðar. Þema keppninnar í ár er „Facebook“.
Keppnin hefst kl 13:00 í Nýheimum
Allir velkomnir

Lesa meira

 


TungumálÚtlit síðu:

Vetur, börn að leik eftir Ásgrím Jónsson Rústaskoðun á Horni Ljúfir tónar Borgarhöfn