Menning

Bókmenntahátíð á Þórbergssetri - 17.03.2014 Menning

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars

torbergur-203x300


Sunnudaginn 23. mars næstkomandi verður árleg bókmenntadagskrá í Þórbergssetri í tilefni af því að í marsmánuði er afmælisdagur Þórbergs Þórðarsonar. Hann var fæddur 12. mars 1888 á Hala í Suðursveit. Gestur hátíðarinnar verður að þessu sinni Jón Gnarr borgarstjóri bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Samkór Hornafjarðar flytur söngdagskrá og Soffía Auður Birgisdóttir heldur erindi um áhrif Þórbergs á nútima rithöfunda, þ.á.m. Jón Gnarr. Afhentar verða gjafir sem hafa verið að berast Þórbergssetri að undanförnu. Dagskráin er eftirfarandi:

 

 

 

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri

 

Sunnudaginn 23. Mars kl 14:00

 

Dagskrá
Samkór Hornafjarðar flytur söngdagskrá

 

Jón Gnarr borgarstjóri bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur
 les úr verkum sínum og flytur erindi
Þórbergur og ég

 

Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur
flytur erindi
,,Ég er eins og menn verða eftir næstu aldamót“

 

Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður 
Upplestur úr handriti séra Sváfnis Sveinbjarnarsonar
 Mannlíf í Suðursveit

 


Afhentar gjafir
Bókaskápar Þórbergs og Margrétar á Hringbraut 45
voru í eigu Gríms Helgasonar handritasérfræðings og Hólmfríðar Sigurðardóttur kennara

 

Allar frumútgáfur af verkum Þórbergs, bundnar í skinn.
Jóhann Guðmundsson

 

Nýr vefur Þórbergsseturs kynntur 

 

Kaffiveitingar 

 

Allir velkomnir

Lesa meira

Papatættur við Papós - 12.03.2014 Menning

Starfsmenn Hornafjarðarsafna skelltu sér í Lónið á dögunum til þess að skoða m.a. gamlar tóftir og götur, náttúruleg naust, uppsátur og hróf. En Papatættur við Papós eru flokkaðar sem friðlýstar minjar af Minjastofnun Íslands. Talið er að þarna hafi Papar hafst við á öndverðri 9.öld áður en hið eiginlega landnám átti sér stað um 870 e.kr. Tóftirnar eru þó lítt sýnilegar því reist hafa verið útihús frá síðari tíma í fótspor þessara eldri minja og liggja þær því þar undir. Er því lítið vitað um eðli þeirra í raun og veru, en örnefnið hefur fylgt þeim svo lengi sem menn muna.
Svo er ýmislegt sem þar rekur á fjöru!
Hér eru nokkrar myndir frá ferðinni.

Lesa meira

Reykjavík Shorts&Docs hátíðin fer á flakk - 07.03.2014 Fréttir

Stutt- og heimildamyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs Festival fer á
flakk og verður með sýningar í Nýheimum, Höfn í Hornafirði dagana
föstudaginn 14. og laugardaginn 15. mars nk. Sýndar verða íslenskar og
erlendar stutt- og heimildamyndir báða daganna. Það er sérlega
ánægjulegt að geta farið með hluta hátíðarinnar á landsbyggðina en
sýningarnar eru fríar og öllum opnar.  Fjórir sýningarflokkar verða
sýndir í Nýheimum. Þeir eru;

- Ungt fólk:  Íslenskar stuttmyndir
- Konur um konur: Stutt- & heimildamyndir
- Jaðaríþróttir: Heimildamyndir
- Úr alfaraleið: Heimildamyndir og stuttmynd

Hægt er að sjá dagskrá hátíðarinnar og lesa um myndirnar hér;
http://www.shortsdocsfest.com
Lesa meira

Stofnfundur félags áhugamanna um fornbíla - 07.03.2014 Fréttir

Stofnfundur fornbílaklúbbs þar sem viðhald og uppgerð á eldri bílum og ökutækjum er í öndvegi, sem og eldri landbúnaðarvélar og önnur tæki.
Klúbburinn mun einnig standa vörð um menningarsögulegt gildi heimasmíðaðra tækja úr héraðinu.
Stofnfundur verður haldinn í fyrirlestrarsal Nýheima í kvöld, 7.mars kl. 20:00.
Allt áhugafólk er hvatt til að mæta!

Með kveðju
Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Hornafjarðarsafna
Lesa meira

Leikverkið Unglingurinn flutt í Mánagarði - 26.02.2014 Fréttir

Leikverkið Unglingurinn verður flutt í Mánagarði sunnudaginn 2.mars kl.17
Leikverkið Unglingurinn verður flutt í Mánagarði sunnudaginn 2.mars kl.17

Unglingurinn er frábært nýtt leikverk sem er samið og leikið af unglingum. Sýningin hefur slegið í gegn og Menningarþátturinn Djöflaeyjan kaus hana m.a sem eina af áhugaverðustu sýningum ársins og sagðist ekki hafa skemmt sér svona vel í langan tíma.
Þetta er tilvalin samverustund þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og foreldrar fá smá fræðslu í unglingamálum!

Miðaverð er 2500,- og er hægt að kaupa miða við innganginn og á midi.is
Lesa meira
Verk Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur

Opnun sýningarinnar "Heimahöfn" í Svavarssafni - 21.02.2014 Fréttir

Sýning á verkum Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur opnar í Listasafni Hornafjarðar, Svavarssafni í dag, 21. febrúar klukkan 16:00.

Lesa meira

Hornafjarðarsöfnum veitt viðurkenning sem ábyrgðarsafn - 21.02.2014 Fréttir

Mennta og menningamálaráðherra hefur að tillögu Safnaráðs samþykkt að veita Hornafjarðarsöfnum viðurkenningu sem ábyrgðarsafn, samkvæmt ákvæði safnalaga, nr. 141/2011 og reglugerðar safna, nr. 900/2013.

Lesa meira

Leikverkið Unglingurinn flutt í Mánagarði - 14.02.2014 Fréttir

Leikverkið Unglingurinn verður flutt í Mánagarði sunnudaginn 2.mars kl.17
UNGLINGURINN er drepfyndið leikrit en á sama tíma mjög einlægt og tekur á öllum helstu málum sem brenna á unglingum í dag. Þó að verkið sé um unglinga er það ekki síður skemmtilegt fyrir foreldra og systkini.

Þetta er tilvalin samverustund þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og foreldrar fá smá fræðslu í unglingamálum!

Gaflaraleikhúsið og Menntalest Suðurlands (SASS) bjóða miðann á  aðeins 1.750 kr ef að keypt er fyrir 22. febrúar á midi.is eða fyrr. (almennt miðaverð er 2.500 kr).
Lesa meira

Leiksýningin "Skrímslið litla systir mín" sýnd í Sindrabæ - 03.02.2014 Fréttir

Leiksýningin „Skrímslið litla systir mín“ verður sýnd í Sindrabæ, sunnudaginn 9. febrúar    kl 13:00.
Skrímslið litla systir mín er saga um strák sem ferðast gegnum skuggalega skóga, dimmar drekaslóðir og alla leið á heimsenda, en lærir í leiðinni að elska litlu systur sína.
Sýningin var valin barnasýning ársins 2012.
Lesa meira

Til hamingju með stórafmælið Guðmundur Jónsson - 27.01.2014 Fréttir

Guðmundur Jónsson trésmíðameistari frá Akurnesi varð níræður í gær 26. janúar og langar okkur á Menningarmiðstöð Hornafjarðar að óska honum til hamingju með stórafmælið og um leið að fá að segja um hann nokkur orð.


Lesa meira

Grunnskólinn í Hofgarði með 1.verðlaun - 20.01.2014 Fréttir

Á haustmisseri hefur eldri hópur skólans unnið að verkefni á vegum Landsbyggðavina, en þetta félag býður upp á að í nokkrum skólum landsins sé ár hvert unnin hugmyndavinna og verkefni sem mættu verða til styrktar heimabyggð þeirra skóla sem valdir eru hvert sinn. Í haust bauðst okkur að taka þátt í þessu verkefni  í annað sinn, en síðast vorum við þátttakendur  skólaárið 2007-2008 og einnig þá unnu nemendur okkar til verðlauna.  Í ár var þemað Sköpunargleði – Heimabyggðin mín, nýsköpun heilbrigði og forvarnir.

Lesa meira

Fyrirlestur um fuglaskoðunarferð til Tyrklands og Georgíu - 16.01.2014 Fréttir

Björn Gísli Arnarson mun segja  frá fuglaskoðunarferð sinni til Tyrklands og Georgíu síðasta vor, í Nýheimum 16. janúar.  Björn mun sýna fjölda fugla og mannlífsmynda sem hann tók á ferð sinni um þessi lönd. Ferðin tók þrjár vikur og gistu ferðalangarnir mest þrjár nætur á sama stað, sem sýnir að það var farið víða.
Fyrirlesturinn hefst kl 20:00, allir velkomnir.
Lesa meira

Föstudagshádegi í Nýheimum - 09.01.2014 Fréttir

Föstudagshádegi kl 12:30 á föstudag í Nýheimum
Björn Gísli Arnarsson verður með  kynningu  á ferð sinni   til Tyrklands, Georgíu og Sýrlands síðasta vor í hádeginu, föstudaginn 10. Janúar kl. 12:30.  Fimmtudaginn 16. janúar verður Björn með myndasýningu og ferðasöguna, kl 20:00 í fyrirlestrarsal Nýheima.

Lesa meira

Jólamarkaður í Nýheimum - 20.12.2013 Fréttir

Síðasti jólamarkaður Nýheima verður á morgun, 21. desember milli kl: 13 - 17.
Stakir Jakar og Íris Björk sjá um söng að þessu sinni milli kl: 14:30-15:30.

Jólabíó verður í Sindrabæ kl: 15:00. Home Alone eða Aleinn heima verður sýnd og er frítt inn.

Allir hjartanlega velkomnir
Lesa meira

Föstudagshádegi í Nýheimum - 11.12.2013 Fréttir

Föstudaginn 13. desember kl:12:15 , verður Snævarr Guðmundsson með kynningu á stjörnuathugunarstöðinni sem er að rísa við Fjárhúsavík.

Allir velkomnir!
Lesa meira

Snertið ekki jörðina - barnasýning á Bókasafninu - 09.12.2013 Fréttir

Búið er að setja upp sýninguna „ Snertið ekki jörðina – leikir 10 ára barna“  á bókasafninu. Sýningin kemur frá Þjóðminjasafni Íslands  og hefur verið sett upp á fjölda staða um landið.
Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins.


Lesa meira

Myndir frá Jólahátíð á Höfn - 03.12.2013 Fréttir

Myndir frá Jólahátíð á Höfn
Lesa meira

Jólahátíð á Höfn - 29.11.2013 Fréttir

Hátíðin fer fram á Hafnar- og Heppusvæðinu eða á „Plássinu“ eins og það var kallað hér áður fyrr.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði þar sem fjöldi hæfileikaríkra Hornfirðinga munu stíga á stokk og gleðja okkur hin með söng og dansi.

Lesa meira

Rithöfundar og skáld í Pakkhúsinu - 29.11.2013 Fréttir

Á miðvikudagskvöldið síðastliðið var sannkölluð jólastemmning í Pakkhúsinu. Þar stigu á stokk frækin skáld og rithöfundar sem heiðruðu okkur með nærveru sinni.

Lesa meira

Bóka- og rithöfundakynning í Pakkhúsinu 27. nóvember - 27.11.2013 Fréttir

Hin árlega rithöfundakynning á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar verður í Pakkhúsinu miðvikudaginn 27. nóvember nk. kl. 20:30.

Sjáumst sem flest í Pakkhúsinu á miðvikudaginn og eigum notalega kvöldstund í skammdeginu.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Lesa meira

Föstudagshádegi í Nýheimum - 21.11.2013 Fréttir

Ragna Steinunn Arnarsdóttir ætlar að syngja lagið sem hún söng á Samaust um síðustu helgi
Kl : 12:30 í Nýheimum.
Allir velkomnir! Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu - 13.11.2013 Fréttir

Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember, þar sem að 16 er laugardagur verður haldið upp á daginn  fimmtudaginn 14. nóvemer  með árlegri ljóða og smásagnasamkeppni Menningarmiðstöðvar og Grunnskóla Hornafjarðar. Þema keppninnar í ár er „Facebook“.
Keppnin hefst kl 13:00 í Nýheimum
Allir velkomnir

Lesa meira

350 ára afmæli Árna Magnússonar - 13.11.2013 Fréttir

Í tilefni 350 ára afmælis Árna Magnússonar viljum við hvetja alla til að horfa á þetta viðtal við Jónas Kristjánsson, fyrrverandi forstöðumann Handritastofnunar Íslands.

http://ruv.is/sarpurinn/vidtalid/11112013-0
Lesa meira

Fögur er Jörðin - 06.11.2013 Fréttir

Á degi íslenskrar tungu, laugardaginn 16.nóvember, verða tónleikar í Pakkhúsinu kl. 21:00.
Flutt verða lög Óskars Guðnasonar af diskinum Fögur er jörðin, við ljóð Kristínar Jónsdóttur á Hlíð.
Flytjendur eru Sigga Sif og Þórdís Sævarsdóttir ásamt Töru og hljómsveitin Lónið leikur undir.
Eftir tónleikana er dansleikur.
Miðaverð er kr. 2000,- á tónleikana eða dansleik sér, annars kr. 3000,- á bæði.

Lesa meira

Dikta í Pakkhúsinu á Höfn - 05.11.2013 Fréttir

Laugardaginn 9. Nóvember verður Dikta með tónleika í Pakkhúsinu.

Húsið opnar kl:20:30 og tónleikarnir hefjast kl:22:00.
Miðaverð 2000 kr.

Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar
https://www.facebook.com/hornablues

Lesa meira

Föstudagshádegi í Nýheimum - 30.10.2013 Fréttir

Föstudagshádegi hefst aftur 1. nóvember með kynningu Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu á Vísindavikunni sem stendur nú yfir í skólanum. Kynningin hefst kl: 12:15.
Verið velkomin.

Lesa meira

Ríkidæmi Hornfirðinga - 30.10.2013 Fréttir

Nú í upphafi júnímánaðar tók ég við starfi forstöðumanns Hornafjarðarsafna. Ég hef þó ekki enn komið mér fyrir hér á Höfn að neinu viti þar sem megin uppstaðan í húsgagnaflóru minni er ísskápur og rúm. Það bergmálar í íbúðinni. En góðir hlutir gerast hægt, eins og maðurinn sagði.

Lesa meira

Fab Lab - stafræn smiðja - 23.10.2013 Fréttir

Fab Lab er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjur gefa ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrir-tækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Lesa meira

Þjóðakvöld í Nýheimum - 22.10.2013 Fréttir

Rauði krossinn og Menningarmiðstöð Hornafjarðar standa fyrir þjóðakvöldi á mánudagskvöldið 28. október kl.20:00 í Nýheimum.

Lesa meira

"Kózy" fyrirlestraröð fyrir 10 og 11 ára - 17.10.2013 Fréttir

Í dag, fimmtudag kl: 18:00 verður fyrsti fyrirlestur af "Kózy fyrirlestraröð" Hornafjarðarsafna fyrir 10 og 11 ára börn í Nýheimum. Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur ætlar að ræða um þróun mannsins, frá upphafi til vorra daga. Kakó og góðgæti í boði.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira

Hljómsveitin Dikta í Pakkhúsinu - 16.10.2013 Fréttir

Hljómsveitin Dikta mun leika á tónleikum í Pakkhúsinu laugardaginn 9.nóvember nk.
Tónleikarnir hefjast kl:21:00 og eru á vegum Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar.
Lesa meira

Nýjar bækur á Bókasafninu! - 15.10.2013 Fréttir

Nýjar bækur á Bókasafninu fyrir börn og fullorðna.
Lítið við og nælið ykkur í eitt eintak!
Lesa meira

Námskeið í grjóthleðslu - 30.09.2013 Fréttir

Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr grjóti. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. Hvort sem um ræðir veggi eða önnur smærri mannvirki.

Lesa meira

Stjörnuverið á Höfn 16. september 2013 - 16.09.2013 Fréttir

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru býður Náttúrustofa Suðausturlands, sem
nýlega tók til starfa til stjörnuskoðunar í stjörnuverinu.
Stjörnuver er sýndarheimur þar sem áhorfendur sitja eða liggja inni í
kúlulaga hvelfingu og sérstakt sýningartæki varpar mynd af stjörnuhimninum á veggi hennar.
Tvær sýningar verða í boði: kl. 16 og kl. 17 þann 16.september
í Nýheimum.

Lesa meira

Heimavinnuaðstoð á Bókasafninu í vetur - 13.09.2013 Fréttir

Boðið verður upp á heimavinnuaðstoð á Bókasafninu í vetur á mánudögum og miðvikudögum milli kl: 14:30 - 16:00.
Lesa meira

Bókasafnsdagurinn 9.september - 06.09.2013 Fréttir

Bókasafnsdagurinn verður haldinn í þriðja sinn 9. september nk. á bókasöfnum um allt land. Starfsfólk Bókasafns Hornafjarðar langar að bjóða íbúum til sjávar og sveita að koma og njóta dagsins með okkur undir kaffibolla og vínarbrauði.

Bókasafnið – vöruhús ímyndunaraflsins

Lesa meira

Tónlistarkonan Adda með tónleika á Bakka. - 05.09.2013 Fréttir

Tónlistarkonan og söngvaskáldið Adda er að ferðast um landið á puttanum og spila í stofum hjá vinum og vandamönnum. 

Tónleikar á Bakka, föstudaginn 6.september kl:18:00.
Lesa meira

Uppskeruhátíð Barnastarfs Menningarmiðstöðvarinnar - 30.08.2013 Fréttir

Nú er komið að uppskeruhátíð Barnastarfsins. Mikil þátttaka hefur verið í allt sumar í ferðir og aragrúi af bókum lesnar.

Dregið verður í Sumarlestrinum í dag, 30.ágúst klukkan 15:00 í Nýheimum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Lesa meira

Gefins bækur á Bókasafninu - 21.08.2013 Fréttir

Miklar breytingar hafa verið á Bókasafninu og Menningarmiðstöðinni undanfarnar vikur og standa enn. Megin markmið safnsins í þessum breytingum er t.d. að gögn séu aðgengilegri, fleiri titlar, frekari nýjungar og afþreying sem ætti að vera við allra hæfi. Lesa meira

Óvissuferð Barnastarfs Menningarmiðstöðvarinnar lokið - 21.08.2013 Fréttir

Í gær fór Menningarmiðstöðin í sína síðustu barnastarfsferð þetta sumarið. Um var að ræða svokalla óvissuferð og fengu börnin ekkert að vita fyrr en komið var á áfangastað. Það má segja að margir hafi verið orðnir ansi óþreyjufullir. Lesa meira
Miðskerð - Barnastarf 2103

Barnastarfsferð í svínabúið á Miðskeri - 15.08.2013 Menning

Svínabúið á Miðskeri var skoðað í barnastarfinu þriðjudaginn síðasta. Pálína tók vel á móti 14 hressum krökkum sem fengu að skoða búið hátt og lágt.

Lesa meira
Vestrahorn

Hornafjarðarsöfn - 08.08.2013 Menning

Menningarmiðstöð gaf nýverið út bækling um söfn og sýningar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Í bæklingnum er að finna upplýsingar um þær sýningar og söfn sem eru staðsett í sveitarfélaginu.

Lesa meira
Pottar í Hoffelli - Barnastarf 2013

Barnastarfsferð í Pottana í Hoffelli - 31.07.2013 Menning

Á Þriðjudaginn heimsótti Barnastarf Menningarmiðstöðvar Pottana í Hoffelli í blíðskaparveðri. Það er alltaf gott að dýfa sér aðeins í pottana og njóta og það var engin breyting á því að þessu sinni.

Lesa meira

Barnaferð í Húsdýragarðinn í Hólmi - 25.07.2013 Fréttir

Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar fór í Húsdýragarðinn í Hólmi. Veðrið lék við okkur og dýrin nutu sín líka, fyrir utan greyið grísina sem máttu ekki fara út vegna hættu á sólbruna Lesa meira
Sigurður Þorsteinsson

Veggurinn minn - 22.07.2013 Menning

Sigurður Þorsteinsson á vegginn á Bókasafninu Myndirnar á veggnum eru fimm talsins að þessu sinni og eru allar eftir Sigurð Þorsteinsson. Verkin eru bæði vatnslita og olíumálverk.

Lesa meira
Sigurður Halldórsson

Tónleikar og uppákoma í Nýheimum - 22.07.2013 Menning

Þriðjudaginn 23. júlí verða tónleikar í Nýheimum undir nafninu "Alheimurinn allur í Boga Veiðimannsins".

Þar koma fram Dean Ferrell bassaleikari og Sigurður Halldórsson cellóleikari og munu þeir kynna sögu bassahljóðfæranna í tali og tónum.

Lesa meira

Merkur menningaviðburður í Kálfafellsstaðarkirkju - 22.07.2013 Fréttir

Sunnudaginn 28. júní munu Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari spila á tónleikum í Kálfafellsstaðarkirkju, flutt verða verk eftir ýmsa höfunda eins og J.S. Bach, Atla Heimi Sveinsson og J. Haydn.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Suðurlands.

Lesa meira
Leikhopurinn Lotta - Gilitrutt

Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt á Höfn - 19.07.2013 Menning

Leikhópurinn Lotta er á ferð og flugi um landið með leikritið sitt Gilitrutt sem er fjölskylduævintýri sem er spunnið saman úr þremur ævintýrum. Gilitrutt, Búkollu og Geitunum þremur.

Lesa meira
Skreiðarskemman, Gamlabúð og verbúð

Skreiðarskemman, Gamlabúð og Verbúð - 17.07.2013 Menning

Í gær Var Skreiðarskemman, Gamlabúð og Verbúðin í Miklagarði skoðuð í barnastarfinu. Í Skreiðarskemmunni er búið að setja upp safn um sjóminjar í sveitarfélaginu.

Lesa meira
Flóamarkaðsstemning - 2

Flóamarkaðsstemning í Nýheimum - 11.07.2013 Menning

Núna á föstudaginn hefst flóamarkaðsstemning í Nýheimum sem mun standa til og með föstudeginum 19. júlí. Tilefnið er tiltekt á Bókasafninu, en búið er að grisja út heilan helling af bókum, nýjum og gömlum og þér stendur til boða að taka þessar bækur með þér heim.

Lesa meira

 


TungumálÚtlit síðu:

Vetur, börn að leik eftir Ásgrím Jónsson Rústaskoðun á Horni Ljúfir tónar Borgarhöfn