Saga byggðarlagsins

Saga Byggðasafnsins

Gamla Búð

Sögu Byggðasafns Austur-Skaftafellssýslu má rekja allt til ársins 1964 er sýslunefnd kaus fimm manna nefnd til að vinna að undirbúningi safnsins. Byggðasafninu var svo valinn staður í Gömlubúð þar sem hún hafði verið færð frá hafnarsvæðinu og að Sílavík. Nú stendur til að færa Gömlubúð aftur á upprunalegan stað við hafnarsvæðið á Höfn en saga hússins nær lengra aftur.

Gamlabúð var reist 1864 við Papós í Lóni. Verslun hófst á Papósi um 1861 og árið 1863 löggilti Friðrik VII. Konungur Papós sem verslunarstað. 1864 var Krambúðin reist og þjónaði sem verslunarhús meðan verslun var rekin á Papósi. Eftir að verslun lagðist þar af var húsið flutt til Hafnar og kallað Gamlabúð.

Gamlabúð var flutt frá Papósi 1897 og var reist við Hafnarvík, í nágrenni Pakkhúss og Kaupmannshússins. Gamlabúð var aðalverslunarhúsið á Höfn frá upphafi byggðar til 1937. Sölubúð var í austurhluta neðri hæðar en kornvörur, kaffi, sykur of fleira var geymt í sekkjum í vesturhluta neðri hæðar og á lofti. Í kjallara var geymt salt og ýmislegt sem þoldi langa geymslu.

Árið 1977 var Gamlabúð flutt á nýjan leik og var húsinu fundinn staður við Sílavík. Árið 1980 opnaði sýning Byggðasafnsins í húsinu og hefur Gamlabúð verið miðstöð starfsemi Byggðasafnsins frá þeim tíma. Rætt hefur verið um að flytja Gömlubúð aftur niður að Hafnarvík og er húsinu ætlað að verða hluti uppbyggingar gamalla húsa sem fyrirhuguð er á hafnarsvæðinu. Gamlabúð á sér því merkilega sögu.

Safnverðir Byggðasafnsins hafa iðulega unnið af miklum áhuga og alúð við varðveislu minja og muna úr sögu héraðsins. Fyrsti safnvörðurinn var Þorsteinn Þorsteinsson og hóf hann störf [árið], Gísli Arason var starfsmaður frá [ártal til og frá]- Núverandi starfsmaður er Björn G. Arnarson en hann hóf störf hjá safninu [ártal]


 

TungumálÚtlit síðu:

Vetur, börn að leik eftir Ásgrím Jónsson Rústaskoðun á Horni Ljúfir tónar Borgarhöfn