Stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands

Fundargerð stjórnar HSSA 31

31. fundur

31. fundur Stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands

haldinn í heilsugæslustöð, 26. febrúar 2013 og hófst hann kl.16:30.

 

 

Fundinn sátu:

Ásgeir Gunnarsson formaður

Guðmundur Heiðar Gunnarsson varaformaður

Guðrún Ingimundardóttir aðalmaður

Lovísa Rósa Bjarnadóttir aðalmaður

Matthildur Ásmundardóttir framkvæmdastjóri sviðs

Ásgerður Kristín Gylfadóttir framkvæmdastjóri sviðs

Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir starfsmaður HSSA

Elín Freyja Hauksdóttir starfsmaður HSSA

Eyrún Unnur Guðmundsdóttir 1. varamaður

 

Fundargerð ritaði:  Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands.

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

1301006F - Stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands - 29

Samþykkt

 

2.

1301009F - Stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands - 30

Samþykkt

 

3.

200712021 - Þjónustusamningur um rekstur HSSA

Sagt frá undirritun þjónustusamnings við Velferðarráðuneytið til ársins 2016. Stjórn HSSA fagnar því að þessari samningslotu við ríkið sé nú loks lokið með nýjum þjónustusamning.

 

4.

201211072 - Fjárhagsáætlun HSSA 2013

Uppreiknuð fjárhagsáætlun eftir undirritun nýs þjónustusamnings lögð fram til kynningar.

 

5.

201111059 - Rekstrarstaða HSSA

Rekstur ársins 2012 endar í tæplega 4 millón króna hallarekstur. Stofnunin hefur bolmagn til að taka á þessum hallarekstri. Rekstrarstaða fyrir janúar mánuð kynnt.

 

6.

201302076 - Tilraunaverkefni á vegum velferðarráðuneytisins

Ester kynnir tilraunaverkefni á vegum Velferðaráðuneytisins sem felur í sér að prófa mælitæki til að áætla þjónustuþyngd einstaklinga í heimahjúkrun og í félagslegri heimaþjónustu. Haldinn verður kynningarfundur í Nýheimum á morgun í hádeginu og stjórnin er hvött til að koma til að kynna sér verkefnið betur þá.

 

7.

201302074 - Tannlæknaaðstaða á HSSA

Kynnt var bréf til stofnunarinnar varðandi möguleg kaup á notuðum tannlæknabúnaði. Stjórnin leggur til að þessi þjónusta verði skoðuð og höfð í huga við hönnun á nýju hjúkrunarheimili.

 

8.

201302080 - Röntgenlesari á heilsugæslustöð

Röntgenlesari á heilsugæslustöðinni er ónýtur. Stofnunin fékk lesara að láni á meðan verið er að safna fyrir nýjum lesara. Umræður sköpuðust um Gjafa- og minningasjóð og aðkomu líknarfélaga að fjármögnun tækjakaupa á heilbrigðisstofnuninni

 

9.

201102031 - Húsaleigusamningur v. sjúkraþjálfunaraðstöðu Víkurbraut 28

Matthildur víkur af fundi undir þessum dagskrárlið.  Guðmundur Gunnarsson skrifar fundargerð í stað hennar.  Rætt er um nýtingu HSSA á sjúkraþjálfunaraðstöðu og leigufyrirkomulag.  Ákveðið er að taka samninginn frekar fyrir á næsta fundi nefndar. 

 

 
Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 16:30 

TungumálÚtlit síðu:

Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni