Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs 623

623. fundur

623. fundur bæjarráðs Hornafjarðar haldinn í ráðhúsi, 25. febrúar 2013 og hófst hann kl.16:15.

 

Fundinn sátu:

Reynir Arnarson formaður

Ásgerður Kristín Gylfadóttir varaformaður

Björn Ingi Jónsson aðalmaður

Árni Rúnar Þorvaldsson áheyrnarfulltrúi

 

Fundargerð ritaði:  Bryndís Bjarnarson , Upplýsinga og gæðastjóri .

 

 

Dagskrá:

 

1.

1302004F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 32

Fundargerð samþykkt.

 

2.

1302002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 38

Björn Ingi tók til máls og benti á mál sem tengist endurskoðun á aðalskipulagi, þar sem nefndin er búin að fá margar fyrirspurnir um hótelbyggingar í sveitarfélaginu. Hann benti á að sveitarfélagið þarf að mynda sér skoðun og stefnu á þessum málaflokki. Ásgerður lagði til að allar nýjar óskir um breytingar á aðalskipulagi fari í aðalskipulagsvinnu sem nú þegar er í gangi. Árni tók undir að sveitarfélagið þyrfti að móta sér stefnu í þessum málum. 

Ásgerður spurði um lið 9. gjaldskrá nefndarinnar, Björn Ingi greindi frá því að nefndin sé búin að fara yfir gjaldskrána og niðurstaða vinnunar er hjálögð gjaldskrá.

Fundargerð samþykkt.

 

3.

1301013F - Skóla,íþrótta og tómstundanefnd - 31

Björn Ingi tók til máls undir lið 5. og benti á að það er verið að samþykkja samning sem felur í sér fjárútlát. Reynir lagði til að bæjarráð fái samninginn til umfjöllunar á næsta fundi.

Árni Rúnar tók til máls undir lið 2. þjónusta við börn í dreifbýli og fagnaði umræðunni.

Einnig þakkaði hann fyrir svör við fyrirspurn sinni frá 28. janúar sem kom fram í 5 lið en benti á að honum þætti eðlilegt endurskoðun starfslýsinga færi fram í ljósi breyttrar stöðu á íþróttamiðstöð með tilkomu Bárunnar.

Ásgerður tók einnig til máls undir þessum lið og leggur áherslu á að málið verði skoðað þegar eftirlitskerfið verður orðið virkt.

Umræður um ungmennaráð, stefnt að fundi með bæjarstjórn og ungmennaráði með vorinu.

 

4.

201302075 - Ósk um umsögn á frumvarpi til laga um kosningar til sveitarstjórna, 537. mál.

Lagt fram til kynningar.

 

5.

201302077 - Aðalfundur lánasjóðs sveitarfélaga 2013

Aðalfundurinn verður haldinn í tenglsum við landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, Hjalti Þór Vignisson verður fulltrúi sveitarfélagsins á fudninum.

 

6.

201005046 - Deiliskipulag við Jökulsárlón

Málinu vísað til umhverfis og skipulagsnefndar.

 

7.

201302083 - Erindi vegna skála í Eskifelli og skólahúss í Lóni

Bæjarstjóra falið að fara yfir málið. Reynir lagði til að skólahúsið í Lóni verði auglýst ef það verður niðurstaðan að selja það.

 

8.

201302084 - Nýtt frumvarp til laga um stjórn fiskveiða

Reynir lagði til að bæjarstjóra verði falið að fara yfir breytingar á frumvarpinu og senda bæjarráðsmönnum drög að umsögn í tölvupósti.

 

 

9.

201302085 - Námskeið um byggðastefnu ESB í Brussel

Lagt fram til kynningar.

 

10.

201009100 - Fyrirspurnir - bæjarráð

 

 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 17:30 

TungumálÚtlit síðu:

Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni