Deiliskipulagstillögur fyrir námur

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 26. júní 2017 að auglýsa tillögur að nýju deiliskipulagi fyrir námur í Sveitarfélaginu Hornafirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulag vegna námanna er liður í vegframkvæmdum vegna Hringvegar 1 um Hornafjörð. 

Deiliskipulag náma ofan Einholtsvatna.

Náma ofan Einholtsvatna er um 100.000 m² að flatarmáli og áætluð efnistaka verður um 150.000 m³ á framkvæmdatíma. Náman verður opin meðan á framkvæmdum stendur. Deiliskipulagstillaga.

Deiliskipulag náma í Skógey.

Gert er ráð fyrir að námusvæðið í Skógey verðu um 110.000 m² að stærð. Efnistaka verður að hámarki 190.000 m³. Í fyrsta áfanga efnistökunnar verður efnið notað í framkvæmdir við Hringveg 1 en síðar er áætlað að náman verði opin á vegum sveitarfélagsins. Deiliskipulagstillaga.

Deiliskipulag náma í Hornafjarðarfljótum.

Náma í Hornafjarðarfljótum er um 6.800.000 m² að flatarmáli og áætluð efnistaka um 450.000 m³ á framkvæmdatíma. Náman verður opin meðan á framkvæmdum stendur. Deiliskipulagstillaga.

Deiliskipulag náma í Djúpá.

Náma í Djúpá er um 56.000 m² að flatarmáli og áætluð efnistaka 200.000 m³ á framkvæmdatíma. Náman verður opin meðan á framkvæmdatíma stendur. Deiliskipulagstillaga.

Deiliskipulagstillögurnar ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, Höfn og á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is/stjórnsysla undir skipulag í kynningu, frá 20. júlí 2017 til 28. ágúst 2017.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögunar. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsstjóra í síðasta lagi 28. ágúst á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri.