Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2010-2030, Skaftafell III og IV

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Skaftafell III og IV liggur sunnan við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli, fyrirhugað verslunar- og þjónustusvæði er í um 1.500 m fjarlægð. Skaftafell er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins og er í aðalskipulagi skilgreint sem einn af megin seglum ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu gistingar og íbúðar/starfsmannaíbúða og þjónustuhúsa, allt að 5.200 m² í landi Skaftafells III og IV til þess að auka þjónustu við þann fjölda ferðafólks sem kemur í Öræfin.

Tillagan verða til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 16. maí nk. til mánudagsins 1. júlí 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b 105 Reykjavík.

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til mánudagsins 1. júlí 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á skipulag@hornafjordur.is.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri