Tillaga að breytingu á deiliskipulagi „Höfn Útbær Ósland“

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höfn Útbær Ósland, samkæmt 1. mgr. 43.  gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin nær til lóða merktar D, E og F við Óslandsveg.

Opnað er á möguleikann á að sameina tvær til þrjár lóðir og á lóðunum verði heimilt að byggja upp gistingu/hótel á tveimur hæðum ásamt þjónustu og veitingasölu.

Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 7. júní nk. til og með mánudagsins 23. júlí 2018 og hér á heimasíðu sveitarfélagsins. 

Breytingartillaga

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 23. júlí 2018. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofum Hornafjarðar, Hafnarbraut 27.

Gunnlaugur Róbertsson skipulagstjóri.