Tillaga að deiliskipulagi fyrir skotsvæði

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 12. október 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skotsvæði. 

Markmið með gerð deiliskipulagsins er að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og tryggja fjölbreytni og möguleika til skipulegra skotæfinga. Ennfremur að koma upp góðu skotíþróttasvæði, fyrir þann fjölda iðkenda sem stundar þetta sport, þannig að hægt sé að stunda íþróttina á öruggu svæði þar sem gert er ráð fyrir ströngum öryggiskröfum og umhverfissjónarmiðum. Meginmarkmiðið er að byggja upp aðstöðu sem fullnægir öryggiskröfum á svæði þar sem hægt er að stunda alþjóðlegar greinar skotíþrótta sem stundaðar eru með skotvopnum. Svæðið mun auka fjölbreytni íþrótta- og afþreyingamöguleika í sveitarfélaginu. 

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verðurtil kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn, frá 19. október 2017 til 1. desember 2017.

Deiliskipulagstillaga

Hljóðvistargreining - Hljóðvistargreingargerð

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. desember og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri