Leikskóli Höfn

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Stækkun og endurbætur á leikskóla við Kirkjubraut 47“ eins og því er lýst í útboðsgögnum.

Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda.

Verkið felst í að reisa og fullklára viðbyggingu við núverandi leikskóla sem verður 548,6 m² á einni hæð og endurinnrétta núverandi leikskóla sem er 431,1 m² á einni hæð. Þá verður einnig öll lóð leikskólans endurunnin.

Í núverandi leikskóla verður allt hreinsað út, þ.e. léttir veggir, hurðar, innréttingar, loftaefni og gólfefni. Einnig á að skipta út öllum útihurðum og gluggum, síðan skal endurinnrétta allan leikskólann.

Viðbyggingin verður úr krosslímdum timbureiningum klætt að utan með álklæðningu og torfþaki.

Miðað er við að fullljúka öllum verkþáttum útboðs.

Verklok eru 15. mars 2018.

Útboðsgögn má nálgast á usb lykli á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27, 780 Höfn gegn 5.000 kr. greiðslu.

Einnig er hægt að sækja útboðsgögnin án endurgjalds með því að senda tölvupóst á utbod@hornafjordur.is  Nauðsynlegt er að taka fram um hvaða gögn er verið að biðja um og hver það er sem óskar eftir þeim.

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27, 780 Höfn eigi síðar en fimmtudaginn 23. mars 2017 kl. 14:00 er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Tilboð er bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Nánari upplýsingar veitir:

Björn Imsland,     bjorni@hornafjordur.is           sími 470-8000 eða 894-8413

Gunnlaugur Róbertsson   gunnlaugur@hornafjordur.is   sími 470-8000