Útboð gatnagerð og fráveita Borgartúni Hofi

Sveitarfélag Hornafjarðar óskar eftir tilboðum í verkið ”Borgartún – Jarðvinna og lagnir – 1. áfangi - 2018”.

Verkið felst í því að leggja 180 m langan veg og rúmlega 250 m langa götu með gangstétt við og upp að óbyggðu, skipulögðu hverfi sem nefnist Borgartún og er norðan við Hofgarð á Hofi í Öræfum sem er félagsheimili og grunnskóli sveitarinnar.

Að lokum inniheldur verkið að koma fyrir rotþró og síubeði sunnan við væntalegan veg upp að Borgartúni ásamt vatnsveitu-, regnvatns- og skólplögnum frá syðstu þremur lóðum hverfisins og að rotþró.

Helstu magntölur eru:

Gröftur 550 m skurðir, 4400 m³ vegstæði og 1000 m³ fyrir hreinsimannvirki 

Fylling 2000 m³

Skólplagnir 450 m

Neysluvatnslagnir 400 m  og fleira.

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði í afgreiðslu Sveitarfélagsins Hornafjarðar eigi síðar en fimmtudaginn 2. ágúst 2018 kl. 14:00, merkt ”Borgartún – Jarðvinna og lagnir –  1. áfangi 2018” er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir .

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Nánari upplýsingar veitir:

Björn Imsland, netfang bjorni@hornafjordur.is eða í síma 470-8000 eða 894-8413.