Vöruhúsið endurbætur

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Vöruhúsið, Hafnarbraut 30 miðstöð skapandi greina – 1 áfangi eins og því er lýst í útboðsgögnum.

Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda.

Lauslegt yfirlit yfir verkið

Fyrirhugaðar eru heildar endurbætur innandyra í Vöruhúsinu sem verður unnið í áföngum.

1. áfangi verksins sem þetta útboð felur í sér snýr að endurbótum á hluta kjallara hússins.

Svæðið sem um ræðir er þar sem stafsemi Félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunar verður og véla og málmsmíði á vegum Framhaldsskóla Austur Skaftafellssýslu ásamt stoðrýmum þeirra. Einnig verða rými inntaks og tæknirými því tengdu með í þessum áfanga.

Utanhúss eru verkliðir tengdum endurbótum inni.

Innanhúss eru helstu verkþættir:

Rif og förgun á núverandi veggjum, gólfum og loftum og lögnum. Smíði nýrra milliveggja, innihurða og –glugga. Smíði nýrra lofta, lagningu nýrra gólfefna og smíði og uppsetning fastra innréttinga. Endurnýjun neysluvatns-, hita-, og frárennslislagna eftir þörfum.  Endurnýjun raflagna, tölvulagna, og uppsetningu öryggis- og brunakerfa.  Endurnýjun loftræstilagna.

Nettófermetrar innanhúss eru ca. 250m2 og brúttó ca. 295m2

Utanhúss eru helstu verkþættir:

Endurnýjun á inngangi inn í félagsmiðstöð, útbúinn ný flóttaleið út úr stigagangi, viðgerð á gluggum og endurbætur á fráveitulögnum

Útboðið innifelur fullnaðarfrágang á öllum verkþáttum útboðsins.

Verklok eru 20. ágúst 2017

Útboðsgögn má nálgast á usb lykli á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27. 780 Höfn gegn 3.000 kr. greiðslu.

Einnig er hægt að sækja útboðsgögnin án endurgjalds með því að senda tölvupóst á  utbod@hornafjordur.is  Nauðsynlegt er að taka fram um hvaða gögn er verið að biðja um og hver það er sem óskar eftir þeim.

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27. 780 Höfn eigi síðar en fimmtudaginn 9. mars 2017 kl. 14:00. er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir .

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Nánari upplýsingar veitir:

Björn Imsland,                          bjorni@hornafjordur.is                  sími 470-8000 eða 894-8413

Gunnlaugur Róbertsson           gunnlaugur@hornafjordur.is        sími 470-8000