Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og tómstundanefnd - 29

Haldinn í ráðhúsi,
15.02.2017 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Hjálmar Jens Sigurðsson formaður,
Þóra Björg Gísladóttir varaformaður,
Þórey Bjarnadóttir aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Einar Smári Þorsteinsson aðalmaður,
Sigrún Birna Steinarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Ragnhildur Jónsdóttir .
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Jónsdóttir, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1702005F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 23
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
Gestir
Óskar Bragi Stefánsson tómstundafulltrúi
Adisa Mesetovic
Inga Kristín Aðalsteinsdóttir
Ingólfur Ásgrímsson
5. 1702002F - Starfshópur um leikskólamál - 12
Fundargerð 12. fundar lögð fram til kynningar.
 
Gestir
Erla Þórhallsdóttir fulltrúi foreldra
Maríanna Jónsdóttir leikskólastjóri
Hera Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Almenn mál
2. 201501025 - Ungmennaþing
Farið var yfir lista af Ungmennaþingi 2015. Ungmennaráð óskar eftir aðkomu að Humarhátíðarnefnd til að koma með hugmyndir að vímuefnalausum viðburði fyrir 14 - 18 ára á Humarhátíð. Ákveðið var að halda annað ungmennaþing í byrjun nóvember 2017 og forgangsraða þar málum sem snerta ungmenni sérstaklega í þeim tilgangi að kynna þau fyrir væntanlegum framboðum til sveitarstjórnar. Fræðslustjóra falið að athuga hvar málefni þingsins eru stödd í kerfinu og setja fram í skilagrein til Ungmennaráðs.
UNGMENNAÞING 2015.pdf
 
Gestir
Óskar Bragi Stefánsson tómstundafulltrúi
Adisa Mesetovic
Inga Kristín Aðalsteinsdóttir
Ingólfur Ásgrímsson
3. 201612042 - Stöðuskýrsla Vöruhúss
Fræðslu- og tómstundanefnd þakkar Vilhjálmi fyrir greinargóða skýrslu. Fram kom að grunnskólinn er að gera mjög góða hluti í smiðjunni og þekking og færni nýsköpunarkennarans þar orðin öflug. Fræðslu- og tómstundanefnd finnst eftirsjá að heimasíðu Vöruhússins sem nú er komin undir heimasíðu sveitarfélagsins og þykja þau skipti rýra gildi Vöruhússins. Starfsmanni falið að skoða það mál. Sveitarfélagið hefur unnið heildaráætlun um endurbætur á Vöruhúsinu. Búið er að endurhanna allt húsið í samræmi við öryggiskröfur nútímans.Búið er að auglýsa útboð á fyrsta áfanga, endurbætur í kjallara. Í útboðslýsingunni er m.a. tekið á öryggismálum og eftir þennan fyrsta áfanga á húsið að uppfylla skilyrði nýjustu reglna sem gerðar eru í dag um brunavarnir.

 
Gestir
Vilhjálmur Magnússon forstöðumaður Vöruhúss
4. 201702029 - Ósk um viðbótarstarfsdag á leikskólum
Tekin var fyrir og samþykkt ósk starfsmanna leikskólanna um auka starfsdag þriðjudaginn 2. maí. Starfsfólk Krakkakots áformar að fara í náms- og kynnisferð til Brighton um mánaðarmótin apríl/maí og starfsfólk Lönguhóla óskar eftir að nota daginn til þess að fara í gegnum kennslugögn og leikföng fyrir flutninga.
 
Gestir
Maríanna Jónsdóttir leikskólastjóri
Hera Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Erla Þórhallsdóttir fulltrúi foreldra
6. 201702003 - Framtíð starfshóps um leikskólamál
Fram kom að þann 1. apríl verða leikskólarnir formlega orðnir að einni stofnun. Ákveðið var að gefa starfshópi um leikskólamál frí þar sem hann hefur að formlega lokið störfum en að hann sé til staðar samkvæmt erindisbréfi til 1. júlí. Ákveðið að fela fræðslustjóra, stjórnendum og starfsfóki leikskólanna áframhaldandi skipulag sameiningar með aðkomu foreldra. Fram kom að Ingibjörg Gísladóttir breytinga- og mannauðsráðgjafi mun starfa áfram með stjórnendum og starfsfólki leikskólanna í breytingaferlinu.
 
Gestir
Maríanna Jónsdóttir leikskólastjóri
Hera Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Erla Þórhallsdóttir fulltrúi foreldra
7. 201603035 - Dekkjakurl á gervigrasvöllum
Farið var yfir áætlun Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum. Áætlað er að öll sveitarfélög verði búin að skipta kurluðu dekkjagúmmíi út fyrir hættuminni efni í árslok 2026. Endingartími gervigrass er talinn vera um tíu ár, fer eftir umhirðu og álagi. Fræðslu- og tómstundanefnd mun fylgja eftir áætlun Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
 
Gestir
Gunnar Ingi forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar
8. 201302035 - Velferðarteymi fundargerðir
Fundargerðir lagðar fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta