Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 799

Haldinn í ráðhúsi,
06.02.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1701013F - Skipulagsnefnd - 24
Farið yfir fundargerð.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsfulltrúi
2. 1701012F - Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 23
Farið yfir fundargerð. Umræður um geymslulausnir fyrir rafskutlur. Bæjarstjóra falið að vinna að málinu.
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
3. 201201073 - Undirbúningur byggingar nýs hjúkrunarheimilis
Kynntar nýjar teikningar að hjúkrunarheimili ásamt greinargerð frá stofnuninni um þörf á nýrri byggingu. Teikningarnar eru frumdrög og verða notaðar til að reikna framkvæmdakostnað sem skilað verður inn með umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra.
Bæjarráð leggur þunga áherslu á að fjármunir verði tryggðir í verkefnið frá ríki og Framkvæmdarsjóði aldraðra. Núverandi ástand í búsetuúrræðum er óásættanlegt og engan veginn í takt við reglugerðir og nútíma kröfur.
4. 201702008 - Vöruhús endurbætur 2017
Ásgerður Gylfadóttir vék af fundi.
Farið yfir útboðsgögn vegna endurbóta á Vöruhúsi. Bæjarráð heimilar að verkið verði boðið út. Stefnt skuli að útboði sem allra fyrst og að verklok verði 20. ágúst 2017.
5. 201611058 - Styrkir Bæjarráðs
Farið yfir styrkumsóknir til bæjarráðs.
Alls bárust sjö umsóknir að andvirði 7,1 milljón þetta árið, en til úthlutunar 1,5 m.kr.
Eftirtaldir styrkir samþykktir.
Skógræktarfélag Austur Skaftafellssýslu 250 þús.kr.
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands 600 þús.kr.
Hollvinir Hornafjarðar 50 þús.kr.
Blár strengur 50 þús.kr.
Félag eldri Hornfirðinga er með úthlutn í fjárhagsáætlun 700 þús.kr.
Umsóknum vegna jólatónleika v. 120 ára afmælis Hafnar og 25 ára afmælis Humarhátíðar hafnað. Bæjarráð úthlutar 550 þús.kr. til afmælishátíðar Hafnar 120 ára og menningarmálanefnd falið að annast þann viðburð.
6. 201602067 - Útboð á sorphirðingu- og urðun
Farið yfir drög að útboðsgögnum.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög og vísar málinu til áframhaldandi vinnu.
7. 201701017 - Ísland ljóstengt 2017 - Umsókn
Sveitarfélagið hefur fengið vilyrði um styrk frá verkefninu Ísland ljóstengt 2017 til lagningar ljósleiðara í Nesjum og hluta af Mýrum. Styrkurinn er háður þátttöku hvers heimilis að upphæð 350 þ.kr. án vsk.
Bæjarráð felur starfsmönnum að kanna áhuga íbúa á viðkomandi svæðum til þátttöku í verkefninu.
8. 201507042 - Umsókn um lóð, Hagatún 16
Óskað er eftir frest fram í maí 2017 til að hefja framkvæmdir.
Verið er að setja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir í grenndarkynningu.
Bæjarráð samþykkir frest til loka apríl 2017 til að hefja framkvæmdir á lóðinni.
9. 201511059 - Umsókn um lóð, Hafnarbraut 38
Óskað er eftir frest fram í nokkrar vikur til að hefja framkvæmdir.
Bæjarráð samþykkir frest til loka apríl 2017 til að hefja framkvæmdir á lóðinni.
10. 201702001 - Umsögn um útgáfu leyfa rekstrarleyfi veitingarstaðar Jökulasárlón
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25 

Til baka Prenta