Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 234

Haldinn í ráðhúsi,
09.02.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Páll Róbert Matthíasson Forseti,
Björn Ingi Jónsson aðalmaður,
Sæmundur Helgason 1. varaforseti,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir 2. varaforseti,
Kristján Sigurður Guðnason aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir aðalmaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga og gæðastjóri, Ólöf Ingunn Björnsdóttir .
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri
Forseti setti fundinn og tilkynnti breytingu á dagskrá. Mál nr. 9 í fundarboði vegna deiliskipulags Leiru tekið út.


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1701008F - Bæjarráð Hornafjarðar - 796
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 1701010F - Bæjarráð Hornafjarðar - 797
3. Fræðslu- og tómstundanefnd
Gunnhildur tók til máls um ráðstefnu um ungt fólk á landsbyggðinni sem haldin var á Höfn fimmtudaginn 26. janúar sl.. Þakkaði hún einnig Heilbrigðisstofnuninni fyrir að greiða götur skólahjúkrunarfræðings.
Sæmundur tók til máls um áðurnefnda ráðstefnu. Fór hann yfir efni og tilgang ráðstefnunnar og þakkaði ráðstefnuhöldurum fyrir. Sagði hann frá stofnun ungmennaráðs Suðurlands, tilgangi þess og verkefnum.
6. Ósk um áframhaldandi leigu á Hrollaugsstöðum
Ásgerður tók til máls um málefni Hrollaugsstaða. Lagði hún til að haldin yrði fundur á Hrollaugsstöðum með íbúum Suðursveitar um framtíðarhlutverk hússins. Sagði hún mikilvægt að eiga þetta samtal við íbúa.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 1701015F - Bæjarráð Hornafjarðar - 798
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 1702003F - Bæjarráð Hornafjarðar - 799
3. Undirbúningur byggingar nýs hjúkrunarheimilis.
Ásgerður tók til máls og greindi frá undirbúningi umsóknar í Framkvæmdasjóð aldraðra. Lagði hún til að bæjarstjórn geri bókun bæjarráðs dags. 6.2.2017 að sinni:

"Bæjarstjórn leggur þunga áherslu á að fjármunir verði tryggðir í verkefnið frá ríki og Framkvæmdarsjóði aldraðra. Núverandi ástand í búsetuúrræðum er óásættanlegt og engan veginn í takt við reglugerðir og nútíma kröfur."

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 1612009F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 233
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
6. 201608045 - Breyting á deiliskipulagi HSSA
Forseti greindi frá að deiliskipulagstillagan var í kynningu frá 8. des. 2016 til 23. janúar 2017.
Markmið breytingarinnar er að gera ráð fyrir fimm nýjum íbúðarlóðum við norðurenda Júllatúns. Gatan Júllatún verður lengd til norðurs og gerð einstefnugata af henni á Víkurbraut, sunnan við lóðina að Júllatúni 8.
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á fundi sínum þann 1. febrúar athugasemdir/umsagnir bárust, skipulagsnefnd og hefur nefndin brugðist við þeim.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki að gera svör og bókun skipulagsnefndar að sínum og vísi breytingu á deiliskipulagi HSSA í lögformlegt ferli skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
7. 201610038 - Deiliskipulag austan Vesturbrautar - S3
Forseti greindi frá að deiliskipulagstillagan var í kynningu frá 8 des. 2016 til 23. jan. 2017. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að, sameina leikskólana á einum stað í einn öflugan leikskóla. Auka íbúðaframboð fyrir eldri borgara og bæta aðgengi og umferðarflæði um svæðið og skilgreina nýja aðkomu að leikskólanum frá Víkurbraut að vestanverðu. Nýta svæðið betur og efla þá starfsemi sem er fyrir á svæðinu.
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á fundi sínum þann 1. febrúar athugasemdir/umsagnir bárust, skipulagsnefnd og hefur nefndin brugðist við þeim.
Ásgerður tók til máls og greindi frá að hún sæti hjá við atkvæðagreiðslu þar sem að hennar mati er margt annað sem brýnna er að framkvæma.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki að gera svör og bókun skipulagsnefndar að sínum og vísi deiliskipulagstillögunni í lögformlegt ferli skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með 4 atkvæðum. Fulltrúar Framsóknarflokks sátu hjá.
8. 201701066 - Deiliskipulag Hvammur
Nýtt deiliskipulag fyrir Hvamm lagt fram.
Deiliskipulagið nær yfir tæplega 5 ha. landspildu úr landi Hvamms. Deiliskipulagið tekur til tveggja byggingarreita fyrir allt að 9 gestahús auk þjónustuhúss. Í aðalskipulagsbreytingu Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030, sem er í ferli er svæðið skilgreint sem verslunar og þjónustusvæði.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
9. 201701040 - Stuðningur við foreldra barna sem komast ekki inn á leikskóla.
Reglur um foreldragreiðslur eru settar fram vegna skorts á úrræði fyrir dagvist barna.
Hámarksupphæð foreldragreiðslna vegna 8 klukkutíma gæslu er kr. 36.800.-á mánuði fyrir hvert barn. Greiðslur miðast við áður samþykktar niðurgreiðslur til dagforeldra, enda er þeim ætlað að brúa það tímabil sem ekki fæst vistun fyrir barn hjá dagforeldri með starfsleyfi eða í leikskóla.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi reglur um stuðning við foreldra barna sem ekki komast inn á leikskóla.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
10. 201701019 - Ósk um skiptingu landspildunnar úr landi Reyðarár. (Stóramýri)
Erindi frá lögfræðiskrifstofunni Landslög, dags. 27. desember 2016, fyrir hönd eigenda Reyðarártinda ehf. eigenda Reyðarár í Lóni landnúmer 159391, þar sem farið er á leit að 13,4 ha landspildu verði skipt úr jörðinni Reiðarár í Lóni.

Óskað er eftir samþykki bæjarstjórnar vegna fyrirhugaðra landskipta, 13,4 ha landspildu verði skipt úr jörðinni Reyðará í Lóni. Spildan verði nefnd Aðalból og mun nafnið Stóramýri sem svæðið hefur verið nefnt fellt niður.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki landskiptin með vísan í 13. gr. jarðarlaga nr. 81/2004 og með vísan í 48 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.



11. 201701020 - Ósk um lausn landspildu úr landbúnaðarnotum . (Stóramýri Reyðará)
Erindi frá lögfræðiskrifstofunni Landslög, dags. 27. desember 2016, fyrir hönd eigenda Reyðarártinda ehf. eigenda Reyðarár í Lóni landnúmer 159391. Óskað er eftir að 13.4 ha svæði sem skilgreint er í aðalskipulagi í landbúnaðarnotkun verði leyst undan landbúnaðarnotkun.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki breytingu á landnotkun að Reyðará/Stóramýri verði fært úr landbúnaðarnotkun skv. 6. gr. jarðarlaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Einnig lagði hann til að bæjarstjórn samþykki að vinna að óverulegri breytingu á aðalskipulagi 2012-2030 fyrir umrætt landsvæði þar sem breytt verði misritun í aðalskipulaginu að fyrirliggjandi landsvæði verði 13.4 ha. ekki ca. 3. ha eins og kemur fram í greinargerð með aðalskipulagi.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
12. 201501002 - Kosningar í nefndir
Atvinnumálanefnd.
Hlíf Gylfadóttir (E)var varamaður, verður aðalmaður.
Ottó Marvin Gunnarsson (E) var aðalmaður, verður varamaður.

Fulltrúi í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands
Björn Ingi Jónsson (D) og Sæmundur Helgason (E)
13. 201412003 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri gerði grein fyrir störfum sínum sl. mánuð.
14. 201701012 - Fyrirspurnir - bæjarstjórn 2017
Engar fyrirspurnir hafa borist.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til baka Prenta