Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 801

Haldinn í ráðhúsi,
20.02.2017 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1701014F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 29
Farið yfir fundargerð.
Í fundargerð er rætt um að halda ungmennaþing í nóvember 2017. Einnig rætt um FABLAB og samstarf við Nýsköpunarmiðstöð. Starfsmönnum falið að fara yfir málin og ræða við Nýsköpunarmiðstöð með þróun og samstarf í huga. Bæjarráð telur mikilvægt að ástand sparkvallar við íþróttahús verði skoðað.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
2. 1702008F - Félagsmálanefnd Hornafjarðar - 280
Farið yfir fundargerð.
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
3. 201702050 - Lífrænn Gámur - Staðsetning
Farið yfir stöðu lífrænna gáma í sveitarfélaginu. Umgegni um gámana er oft á tíðum ábótavant auk þess sem erfitt er að finna þeim varanlega staðsetningu. Bæjarráð leggur til að bændum verði sent bréf þar sem farið verður yfir hvað heimilt er að setja í lífræna gáma og ef umgengni um þá batnar ekki neyðist sveitarfélagið til að fjarlægja gámana. Bæjarráð stefnir á að halda fundi í sveitum þar sem þessi og fleiri mál verða rædd.
4. 201702054 - Samstarf um framtíð hús í landi Hafnarnes
Farið yfir erindi frá Hlyn Pálmasyni sem barst með tölvupósti 29. janúar. Hlynur óskar eftir að kaupa húsið til afnota í menningarlegum tilgangi og hlúa þannig að list og menningu á staðnum. Einnig er gert ráð fyrir að búseta verði í húsinu að einhverju leyti.
Bæjarráði finnst hugmyndin á margan hátt áhugaverð og spennandi til eflingar list og menningu á svæðinu. En á möguleikum á framkvæmd hennar eru nokkrir annmarkar. Ekki hefur farið fram skipulagsvinna á svæðinu og er hún forsenda þess að bæjarráð sé tilbúið að selja húsið. En húsið var keypt til þess að mögulegt væri að skipuleggja svæðið með framtíðar notkun í huga án þess að aðrir hagsmunaaðila en sveitarfélagið ættu hlut að máli. Fara þarf í skoðun á svæðinu og vinna aðalskipulag og deiliskipulag áður en hægt er að opna á þann möguleika að selja húsið.
Bæjarráð hefur áður fjallað um málið og er enn þeirrar skoðunar að ekki er fært að selja húsið án þess að það fari í opið söluferli og að undangenginni skipulagsvinnu á svæðinu.
Bæjarráð hefur áður lýst yfir áhuga á stuðningi við verkefnið án þess að eignaraðild að húsinu fylgi þar með.
Bæjarráð er ekki tilbúið að selja húsið að svo stöddu og því er erindi um samstarf hafnað.
5. 201702039 - Umsögn um útgáfu leyfa tímabundið áfengisleyfi Pakkhús ehf
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis.
6. 201702044 - Umsögn um útgáfu leyfa Árshátíð Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis.
7. 201702047 - Beiðni um upplýsingar vegna stefnumótunar í fiskeldi
Erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti dagsett 14. febrúar. Þar er óskað eftir upplýsingum um stöðu og áhrif fiskeldis í sveitarfélaginu. Bæjarráð felur starfsmönnum að svara erindinu.
8. 201702041 - Birting gagna á heimasíðu Umhverfisstofnunar um meðhöndlun úrgangs
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við birtingu gagna og felur umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins að svara erindinu.
9. 201702036 - Fundargerðir stjórnar Nýheima 2017
Fundargerðr 66 til 79 lagðar fram

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
10. 201701003 - Fundargerðir HAUST 2017
Fundargerð 133 lögð fram

Fundargerð lögð fram til kynningar.
133 fundargerð 170208.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta