Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og tómstundanefnd - 30

Haldinn í ráðhúsi,
15.03.2017 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Hjálmar Jens Sigurðsson formaður,
Þóra Björg Gísladóttir varaformaður,
Þórey Bjarnadóttir aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Einar Smári Þorsteinsson aðalmaður,
Sigrún Birna Steinarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Ragnhildur Jónsdóttir .
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Jónsdóttir, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
9. 1703004F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 24
Þar sem engir fulltrúar í Ungmennaráði gefa kost á sér í Ungmennaráð Suðurlands þarf að finna tvo fulltrúa utan ráðsins. Starfsmanni falið að gera það í samráði við Ungmennaráð Hornafjarðar hið fyrsta.
Almenn mál
1. 201703044 - Framkvæmd samræmdra könnunarprófa
Miklar umræður hafa verið í þjóðfélaginu um framkvæmd samræmdra prófa í 9. og 10. bekk í byrjun mars. Fulltrúar GH lýsa framkvæmdinni þar.

Þórgunnur sagði frá því að ekkert hafi komið upp á við fyrirlögn samræmdra prófa í mars í 9. og 10. bekk. Fyrirlögin var rafræn og nemendur tóku þau á iPad. Skólarnir fá ekki eintak af prófinu og kennarar sjá því ekki spurningarnar sem rýrir leiðbeiningagildi þeirra að mati kennara.
Reglugerð um samræmd próf_nr.173_2017.pdf
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri GH
Herdís T. Tryggvadóttir fulltrúi kennara
Kristín Hermannsdóttir fulltrúi foreldra
2. 201703046 - Niðurstöður Písakönnunar
Rætt var um niðurstöður Písa 2012 og 2015.
Pisa 2012-2015.pdf
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri GH
Herdís T. Tryggvadóttir fulltrúi kennara
Kristín Hermannsdóttir fulltrúi foreldra
3. 201703052 - Gerð gæðaviðmiða í frístundastarfi
Lagt fram til kynningar. Rætt um mikilvægi þess að hafa samfellu í skóla- og íþróttastarfi yngri barna.
Minnisblað.pdf
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri GH
Herdís T. Tryggvadóttir fulltrúi kennara
Kristín Hermannsdóttir fulltrúi foreldra
4. 201703058 - Málefni Þrykkjunnar, vor 2017
Áætlað hefur verið að halda starfi Þrykkjunnar úti í kjallara Vöruhússins þar til framkvæmdir um endurbætur hefjast þar um mánaðarmótin apríl/maí.

Nú hefur Óskar Bragi Birgisson sem gegnt hefur starfi tómstundafulltrúa og forstöðumanns Þrykkjunnar frá því í október 2016, sagt upp störfum frá og með 31. mars n.k.

Tveir valkostir eru í stöðunni;
1. Reyna að ráða starfsmann í Þrykkjuna í þennan stutta tíma.
2. Loka Þrykkjunni 1. apríl.


Staðan rædd. Ákveðið að reyna að halda úti starfsemi í Þrykkjunni fram að páskafríi ef hægt er.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri GH
Herdís T. Tryggvadóttir fulltrúi kennara
Kristín Hermannsdóttir fulltrúi foreldra
5. 201702008 - Vöruhús endurbætur 2017
Eitt tilboð hefur borist í endurbætur á kjallara Vöruhússins og áætlað er að framkvæmdir hefjist í apríl.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri GH
Herdís T. Tryggvadóttir fulltrúi kennara
Kristín Hermannsdóttir fulltrúi foreldra
6. 201703048 - Málefni Tónskólans
Jóhann fór yfir starfsemi Tónskólans í vetur. Í haust var erfitt að finna tíma fyrir hópa vegna árekstra við íþróttaæfingar, sérstklega fótbolta. Tveir kennarar skólans hafa glímt við veikindi frá jólum og fram í febrúar að annar þeirra kom til starfa en hinn er enn frá. María Rut Baldursdóttir hefur komið til kennslu í hlutastarfi. Heiðar Sigurðsson sem verið hefur í leyfi í vetur hefur sagt starfi sínu lausu. Stefnt er að því að bjóða nemendum í 3. bekk grunnskóla upp á einstaklingstíma í Tónskólanum og færa þá aldurinn fyrir byrjendur niður um eitt ár.
 
Gestir
Jóhann Morávek skólastjóri
7. 201611045 - Framtíðarskipulag skólastarfs í Hofgarði
Rætt var um yfirlit um viðhorf hagsmunaaðila um leik- og grunnskólastarf í Hofgarði. Samþykkt var tillaga um að stofna samráðshóp til að vinna að tillögum um skipulag skólamála í Öræfum til framtíðar. Í samráðshópnum verði fulltrúar foreldra leik- og grunnskólabarna þær Matthildur Þorsteinsdóttir, Unnur Eva Arnarsdóttir og Helen María Björnsdóttir, fulltrúar kennara í Hofgarði,skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar og fræðslustjóri.
 
Gestir
Pálína Þorsteinsdóttir skólastjóri
8. 201302035 - Velferðarteymi fundargerðir
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15 

Til baka Prenta