Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnumálanefnd - 27

Haldinn í ráðhúsi,
22.03.2017 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Ragnheiður Hrafnkelsdóttir formaður,
Herdís Ingólfsdóttir Waage varaformaður,
Kristján Sigurður Guðnason aðalmaður,
Erla Rún Guðmundsdóttir aðalmaður,
Wiktoria Anna Darnowska Fulltrúi ungmennaráðs,
Hlíf Gylfadóttir 1. varamaður,
Árdís Erna Halldórsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Árdís Erna Halldórsdóttir, Atvinnu- og ferðamálafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201702074 - Hugmyndir um uppbyggingu í ferðaþjónustu á Höfn
Einar Kristjánsson lagði fram erindi og kynnti hugmyndir sínar um uppbyggingu í ferðaþjónustu á Höfn á 802. fundi bæjarráðs þann 27. febrúar sl. Bæjarráð vísaði erindinu til umfjöllunar í atvinnumála-, umhverfis- og skipulagsnefnd.

Atvinnumálanefnd er sammála um að sú hugmynd sem lögð er fram felur í sér mikla nýsköpun í ferðaþjónustu á svæðinu.

Spurningar vöknuðu um hvort verkefni af slíkri stærðargráðu feli í sér samfélagslegan ábata og verði til þess fallið að styrkja innviði samfélagsins til frambúðar. Einnig sköpuðust umræður um umhverfi svæðisins og nýtingu þess. Starfsmanni falið að afla frekari gagna.
2. 201703014 - Nýr afhendingarstaður rafmagns í Öræfum
Atvinnumálanefnd tekur undir þá bókun umhverfisnefndar að mannvirkið falli sem best að umhverfi sínu því hér er um stórbrotið landssvæði að ræða. Nefndin fagnar úrbótum á afhendingu rafmagns í Öræfum, enda er það mikilvæg forsenda uppbyggingar atvinnu og jákvæðrar byggðaþróunar.


3. 201703098 - Markaðs- og kynningarmál á vegum sveitarfélagsins
Starfsmaður kynnir tillögur um markaðs- og kynningarmál sveitarfélagsins. Nefndin er einhuga um mikilvægi slíks átaks og felur starfsmanni að vinna áfram að slíkri áætlun.
4. 201703097 - Ósk um gerð myndbands fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð
Starfsmaður kynnti hugmyndir BEIT Productions um gerð kynningarmyndbands um svæðið. Nefndinni lýst vel á hugmyndina og bendir á samstarfsmöguleika við ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
5. 201703099 - Vírdós tónlistarhátíð
Atvinnumálanefnd telur slíka tónlistarhátíð glæða svæðið lífi bæði fyrir bæjarbúa og gesti. Vísar hún málinu til afgreiðslu menningarmálanefndar.
6. 201609018 - Stefnumótandi stjórnunaráætlun fyrir ferðaþjónustu í hverjum landshluta/Destination management plan (DMP)
Starfsmaður upplýsir nefndina stöðu verkefnisins. Ráðning verkefnastjóra stendur yfir, en verða tvær slíkar stöður á Suðurlandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta