Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 805

Haldinn í ráðhúsi,
20.03.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1703009F - Félagsmálanefnd Hornafjarðar - 281
Jón Kristján fór yfir fundargerðina. Ásgerður óskaði eftir upplýsingum um stöðu vinnu við launakönnun og jafnlaunavottun. Jón Kristján greindi frá að unnið er að könnunni.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Jón Kr. Rögnvaldsson félagsmálastjóri
2. 1703006F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 30
Rætt um lið 7 Framtíðarskipulag skólastarfs í Hofgarði. Ásgerður velti upp hvort ekki væri ráð að fulltrúi úr fræðslu- og tómstundanefnd sitji í samráðshópi sem stofnað var til um málið.
Í 6. lið kemur fram að Heiðar Sigurðsson hefur sagt starfi sínu lausu við Tónskólann. Bæjarráð þakkar honum fyrir vel unnin störf.
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
3. 201703038 - Fasteignagjöld eldri borgara
Sigurður Örn Hannesson bar upp erindi fyrir hönd Félags eldri Hornfirðinga þar sem vakin er athygli á því að sveitarfélagið veiti lágan afslátt af fasteignasköttum. Farið var yfir samanburð á viðmiðunarupphæðum milli nokkurra sveitarfélaga. Ráðið beinir því til bæjarráðs að fara yfir reglur sveitarfélagsins um afslátt af fasteignasköttum.

Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2018.
 
Gestir
Jón Kr. Rögnvaldsson félagsmálastjóri
4. 201701015 - Gjaldskrá fyrir kattahald og önnur gæludýr í Sveitarfélaginu Hornafirði
Vísað til áframhaldandi vinnu og kostnaðargreiningu hjá starfsmönnum og til umsagnar í Heilbrigðisnefnd Austurlands.
B_nr_912_2015 um kattahald og gældýra annarra en hunda í sex sveitarfélögum HAUST.pdf
5. 201612053 - Gjaldskrá fyrir hundahald í Sveitarfélaginu Hornafirði
Vísað til áframhaldandi vinnu og kostnaðargreiningu hjá starfsmönnum og til umsagnar í Heilbrigðisnefnd Austurlands.
B_nr_933_2015 Samþykkt um hundahald í sex sveitarfélögum HAUST.pdf
6. 201702008 - Vöruhús endurbætur 2017
Framkvæmdaráætlun vegna úrbóta í Vöruhúsi lögð fram.

Björn fór yfir framkvæmdaáætlunina. Ásgerður gerði athugasemd við að útboðið 2017 væri ekki til umræðu á fundinum. Sæmundur greindi frá að útboðið verði tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
 
Gestir
Björn Imsland, umsjónarmaður framkvæmda og húseigna
7. 201703061 - Fundur Forsætisráðuneytis um málefni þjóðlenda
Fundarboð forsætisráðuneytisins um málefni þjóðlendna.

Lagt fram til kynningar.
8. 201703063 - Athugasemdir vegna grendarkynninga víkurbraut 10
Erindi dagsett 9. mars frá Ingibjörgu Lúcíu Ragnarsdóttur vegna grenndarkynningar Víkurbraut 10

Erindinu vísað til skipulagsnefndar þar sem grenndarkynningin er til meðferðar.
9. 201702036 - Fundargerðir stjórnar Nýheima 2017
Fundargerðir stjórnar Nýheima nr. 80, 81 lagðar fram.

Lagt fram til kynningar.
10. 201701002 - Fundargerðir SASS 2017
Fundargerð nr. 517 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
517. fundur stj. SASS.pdf
11. 201703024 - Umsögn um útgáfu leyfa rekstrarleyfi Íshúsið Bistró
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25 

Til baka Prenta