Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og tómstundanefnd - 31

Haldinn í ráðhúsi,
19.04.2017 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Hjálmar Jens Sigurðsson formaður,
Þóra Björg Gísladóttir varaformaður,
Þórey Bjarnadóttir aðalmaður,
Einar Smári Þorsteinsson aðalmaður,
Sigrún Birna Steinarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Arna Ósk Harðardóttir 1. varamaður,
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri.
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Jónsdóttir, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201704034 - Vallarstjórn Sindravalla 2017
Fundargerð lögð fram til umræðu. Fræðslu- og tómstundanefnd leggur til að starfslýsing forstöðumanns íþróttamiðstöðvar verði endurskoðuð í ljósi þess hve mörgum og stórum verkefnum hann þarf að sinna.
2. 201704043 - Ársskýrsla Björgunarfélags Hornafjarðar 2017
Árskýrsla Björgunarfélagsins lögð fram til umræðu. Fram kom að unglingastarfið hefur verið vaxandi undanfarin 2-3 ár. Fram kom að keyptar voru 30 endurlífgunardúkkur til nota við endurlífgunarkennslu í 7. - 10. bekk. Kennslan er hluti af alþjóðlegu verkefni Kids save lives sem gefið hefur góða raun víða erlendis. Hornafjörður er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem tekið hefur þetta verkefni að sér og er fyrirhugað að gera þetta að árlegum viðburði.
Skýrsla stjórnar 2016.pdf
 
Gestir
Elín Freyja Hauksdóttir formaður Björgunarfélags Hornafjarðar
3. 201704042 - Ársskýrsla Golfklubbsins 2017
Árskýrsla Golfklúbbsins lögð fram til umræðu. Fram kom að Golfklúbburinn hefur ekki haft bolmagn til að ráða þjálfara á ársgrundvelli. Í fyrra var boðið upp ókeypis á vikunámskeið með Rögnvaldi Magnússyni golfkennara sem yfir 30 börn og ungmenni sóttu. Einnig kom fram að nemendur í 7.-10. bekk hafa getað valið golfkennslu sem valnámskeið í grunnskólanum.
Ársskýrsla GHH 2016.pdf
 
Gestir
Sæmundur Helgason ritari Golfklúbbsins
4. 201704041 - Ársskýrslur Umf. Sindra
Ársskýrslur aðalstjórnar Umf. Sindra og deilda lagðar fram til umræðu. Starfsmenn Sindra hafa tekið saman yfirlit yfir iðkendafjölda og þá kom í ljós að börn í ákveðnum bekkjum hafa ekki skilað sér nema að litlu leiti í starf hjá félaginu og börn af erlendum uppruna eru einnig fá. Í vetur hefur farið fram umræða innan félagsins um íþróttaskóla fyrir börn 10 ára og yngri og leiðir til að koma honum á. UMFÍ hefur auglýst eftir þátttökufélögum til að taka þátt í verkefni til að ná til barna af erlendum uppruna og hefur Sindri boðið sig fram um að taka þátt í því. Rætt var um mikið brottfall iðkenda á framhalsskólaaldri úr skipulögðum íþróttum og leiðir til þess að fjölga iðkendum á þeim aldri. Fram kom að lítill áhugi er meðal deilda Sindra til að halda utan um 17. júní viðburð vegna þess að öll fjárhæðin sem ætluð er í viðburðinn fer í kostnað en litlir sem engir peningar renna til deildarinnar sem sér um hann. Fræðslu- og tómstundanefnd beinir því til stjórnar Sindra að skila greinargerð í samræmi við ákvæði samningsins um upplýsingaskyldu árið 2018.
Ársskýrsla fimleikar 2016 -.pdf
Ársskýrsla aðalstjórnar 2016.pdf
Ársskýrsla blakd.pdf
Ársskýrsla yngrflokkaráðs 2016.pdf
Ársskýrsla, sund 2016.pdf
Ársskýrsla frjálsar 2016.pdf
Ársskýrsla knattspyrnudeildar 2016.pdf
Ársskýrsla körfuknattl.pdf
Samstarfssamningur SVH og Sindri 2015-2018.pdf
 
Gestir
Jóna Benný Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Umf. Sindra
5. 201704039 - Nora skráningarkerfið
Fræðslustjóri upplýsti um stöðuna á samtengingu Nora við bókhaldskerfi sveitarfélagsins og nýtingu tómstundastyrks.
 
Gestir
Jóna Benný Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Umf. Sindra
6. 201703136 - Skýrsla tómstundafulltrúa 2017
Skýrsla tómstundafulltrúa lögð fram.
Starfsárið 2016-2017-UPPFÆRT.pdf
7. 201703124 - Ungt fólk og lýðræði 2017
Sigrún Birna Steinarsdóttir sagði frá ráðstefnu UMFÍ um Ungt fólk og lýðræði sem hún sat ásamt Hafdísi Láru Sigurðardóttur og Herdísi Waage. Farið var yfir ályktun frá þinginu. Rætt var um geðheilbrigði og þjónustu sálfræðinga á landsbyggðinni og hugmyndir um breytt form sálfræðiþjónustu á Hornafirði. Fulltrúar Ungmennaráðs Hornafjarðar sem sátu þingið kynntust erindisbréfum annarra ungmennaráða. Sigrún Birna kynnti hugmyndir um að breyta erindisbréfi Ungmennaráðs Hornafjarðar og að halda ungmennaþing á hverju hausti þar sem kosið yrði í ráðið. Ákveðið að ungmennaráð ræði hugmyndirnar á næsta fundi þess og leggi tillögur að breytingum fyrir fund fræðslu- og tómstundanefndar í maí.
Dagskrá - UFL (1).pdf
Ályktun Ungmennaráðs_2017.pdf
8. 201612006 - Kjarasamningur Félags grunnskólakennara og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga
Fræðslustjóri upplýsti um stöðuna í vinnu vegna bókunar 1 í kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Samninganefndar sveitarfélaga.
9. 201611045 - Framtíðarskipulag skólastarfs í Hofgarði
Í vetur hafa nemendur í 7. - 10. bekk verið þrjá skóladaga í Heppuskóla og tvo daga í Hofgarði.
Á fundum með Öræfingum undanfarið hafa komið fram eftirfarandi skoðanir um framtíð skólahalds þar.
- Starfsfólk og foreldrar voru sammála um að til framtíðar litið væri mikilvægt að Hofgarður fái að halda sjálfstæði sínu og sveigjanleika í skipulagi skólastarfs. Einnig að skólastarf og skólaþróun fái að vaxa og dafna í takt við samfélagið í Öræfum.
- Starfsmenn telja það mikið álag að fáir kennarar sinni kennslu allra árganga frá 1. ? 10. bekk í öllum greinum. Þeir telja einnig mikilvægt að vinna í náinni samvinnu við kennara í Grunnskóla Hornafjarðar, sérstaklega um kennslu faggreina á unglingastigi.
- Foreldrar telja það réttlætismál að börn í Öræfum geti sinnt námi þar alla leik- og grunnskólagönguna.

Fræðslu- og tómstundanefnd leggur til að reynt verði til hlítar að koma til móts við væntingar foreldra barna í Öræfum um heildstæða skólagöngu. Ljóst er að það veltur á því að til starfa fáist kennarar sem sinnt geta kennslu á unglingastigi. Fáist ekki kennarar til þess verður að líta til annarra lausna.
10. 201704046 - Starfsmannamál leik- og grunnskóla Hornafjarðar
Fræðslustjóri fór yfir stöðu starfsmannamála í skólum sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til baka Prenta