Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 809

Haldinn í ráðhúsi,
18.04.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1704004F - Félagsmálanefnd Hornafjarðar - 282
Farið yfir fundargerð.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Jón Kristján Rögnvaldsson félagsmálastjóri
Almenn mál
2. 201611094 - Tjaldsvæði á Höfn - Umsóknir vegna afnotaréttar
Farið yfir drög að leigusamningi.
Þjónustumiðstöð SKG hefur ákveðið að nýta forleigurétt að tjaldsvæðinu á Höfn samkvæmt 8. gr. leigusamnings á milli Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Þjónustumiðstöðvar SKG ehf., dags. 4. apríl 2011.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög og felur bæjarstjóra að skrifa undir samninginn.
 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi
3. 201704040 - Rekstur líkamsræktarstöðvar á Hornafirði
Rætt um rekstur líkamsræktarstöðvar og tækjakost sveitarfélagsins í stöðinni. SS Sport sem rekið hefur líkamsræktarstöð að Álaugarey 7 undanfarin ár óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um með hvaða hætti mögulegt er að halda áfram rekstri líkamsræktarstöðvar á Höfn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við eigendur SS Sport ehf um málið.
4. 201704048 - Tímabundinn afsláttur af lóðagjöldum
Rætt um framlengingu á reglum um tímbundna niðurfellingu gatnagerðargjalda. Bæjarstjóra falið að undirbúa málið m.t.t. 12 mánaða framlengingar.
5. 201704038 - Umsögn um útgáfu leyfa
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis.
6. 201704035 - Umsókn um lóð Bugðuleiru 1
Umsókn Skinney Þinganes hf um lóð að Bugðuleiru 1

Bæjarráð mælir með úthlutun lóðar til umsækjanda og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
7. 201704036 - Umsókn um lóð Hagaleiru 4
Umsókn Skinney Þinganes hf um lóð að Hagaleiru 4

Bæjarráð mælir með úthlutun lóðar til umsækjanda og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
8. 201704037 - Umsókn um lóð Hagaleiru 6
Umsókn Skinney Þinganes hf um lóð að Hagaleiru 6

Bæjarráð mælir með úthlutun lóðar til umsækjanda og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
9. 201704030 - Ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll 222. mál
Bæjarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu. Bæjarráð telur að með framgöngu hennar styrkist uppbygging atvinnulífs og ferðaþjónustu á Suð-Austurlandi enn frekar og geti verið liður í dreifingu ferðamanna um landið. Bæjarráð telur ekki síður mikilvægt að horft sé til öryggis í flugsamgöngum milli landa. Hornafjarðarflugvöllur hentar vel fyrir litlar og meðalstórar ferjuflugvélar á leið til og frá landinu.
10. 201704031 - Frumvarp til laga um breytinga á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir
Bæjarráð gerir alvarlega athugasemdir við frumvarpið. Mikilvægt er að sveitarfélögin missi ekki forræði yfir verkefnum sem hafa verið farsællega á þeirra verksviði um árabil. Frumvarpið gerir ráð fyrir tilfærslu verkefna frá heilbrigðisnefndum til Umhverfisstofnunar. Verði þessar breytingar að veruleika mun það hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir þjónustuþega á landsbyggðinni. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kostnaður vegna leyfisveitinga verði innheimtur af þjónustuþegum og þar sem þjónustan verður hjá Umhverfisstofnun í Reykjavík mun það hafa í för með sér aukinn ferðakostnað við leyfisveitingar.
11. 201704029 - Ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli 156. mál.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar styður framkomna þingsályktunartillögu um opnun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli.
Í umfjöllun bæjarráðs um staðsetningu Reykjarvíkurflugvallar í Vatnsmýri í febrúar 2016 kemur eftirfarandi fram:
"Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar skorar á ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn Reykjavíkur að tryggja óskerta starfsemi Reykjavíkurflugvallar og tryggja þar með öryggishagsmuni íbúa landsbyggðanna, a.m.k. þangað til jafngóð eða betri lausn finnst. Það er með öllu ólíðandi að dregið verði úr öryggi sjúklinga og slasaðra sem þurfa að komast með hraði á Landspítalann þar sem staðsett er sérhæfð þjónusta s.s. hjartaþræðingar, heila- og taugaskurðlækningar og vökudeild.
Árið 2015 voru 58 einstaklingar fluttir í sjúkraflugi frá Hornafjarðarflugvelli.
Því miður er óraunhæft að ætla að í náinni framtíð skapist þær aðstæður í íslenskri heilbrigðisþjónustu að ekki verði þörf á að koma mörgum af erfiðustu tilfellunum sem koma upp á landsbyggðunum á Landspítalann við Hringbraut."
Mikilvægt er að aðgengi íbúa landsbyggðanna að öflugustu heilbrigðisþjónustu landsmanna sé tryggt og fundin verði framtíðarlausn á staðsetningu fyrir eitt mikilvægasta samgöngumannvirki þjóðarinnar sem fyrst.

12. 201704044 - Ósk um umsögn um tillögu til laga um stjórn fiskveiða (strandveiða), 176. mál
Bæjarráð telur að hugmyndir sem fram koma í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 með síðari breytingum (strandveiðar) um fjölgun sóknardaga séu jákvæðar og til þess fallnar að draga úr sjósókn í válegum veðrum og auka þar með öryggi sjófarenda. Strandveiðar eru atvinnuvegur sem fastur er í sessi í sveitarfélaginu og eykur fjölbreytni atvinnulífsins. Því styður bæjarráð jákvæðar breytingar sem kunna að vera gerðar á kerfinu.
13. 201704028 - Ábending um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fiskveiðistjórnun
Bæjarráð vísar í bókun í lið 12 þessarar fundargerðar.
0247.pdf
0551.pdf
heimasíða Hrollaugs.pdf
fyrirkomulag strandveiða 2017.pdf
14. 201701002 - Fundargerðir SASS 2017
Fundargerð nr. 518 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
15. 201701003 - Fundargerðir HAUST 2017
fudnargerð HAUST nr.134 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55 

Til baka Prenta