Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 238

Haldinn í ráðhúsi,
11.05.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Páll Róbert Matthíasson Forseti,
Björn Ingi Jónsson aðalmaður,
Sæmundur Helgason 1. varaforseti,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir 2. varaforseti,
Kristján Sigurður Guðnason aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir aðalmaður,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, Fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1704007F - Bæjarráð Hornafjarðar - 809
3 Rekstur líkamsræktarstöðvar
Kristján tók til máls og óskaði eftir upplýsingum um stöðu mála.
Björn Ingi tók til máls og greindi frá að viðræður við forsvarsmenn SS Sport væru í gangi. Mun hann gera grein fyrir niðurstöðunni í bæjarráði þegar hún er komin fram.

9 Ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll
Ragnheiður tók til máls og lagði til að bæjarstjórn geri bókun bæjarráðs að sinni:
"Bæjarstjórn fagnar framkominni þingsályktunartillögu. Bæjarráð telur að með framgöngu hennar styrkist uppbygging atvinnulífs og ferðaþjónustu á Suð-Austurlandi enn frekar og geti verið liður í dreifingu ferðamanna um landið. Bæjarráð telur ekki síður mikilvægt að horft sé til öryggis í flugsamgöngum milli landa. Hornafjarðarflugvöllur hentar vel fyrir litlar og meðalstórar ferjuflugvélar á leið til og frá landinu."

11. 201704029 - Ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli 156. mál.
Ásgerður tók til máls. Tók undir orð Ragnheiðar um að bæjarstjórn geri bókun bæjarráðs um millilandaflugvöll að sinni. Lagði hún fram tillögu að bæjarstjórn gerði jafnframt eftirfarandi bókun að sinni:
"Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar skorar á ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn Reykjavíkur að tryggja óskerta starfsemi Reykjavíkurflugvallar og tryggja þar með öryggishagsmuni íbúa landsbyggðanna, a.m.k. þangað til jafngóð eða betri lausn finnst. Það er með öllu ólíðandi að dregið verði úr öryggi sjúklinga og slasaðra sem þurfa að komast með hraði á Landspítalann þar sem staðsett er sérhæfð þjónusta s.s. hjartaþræðingar, heila- og taugaskurðlækningar og vökudeild.
Árið 2015 voru 58 einstaklingar fluttir í sjúkraflugi frá Hornafjarðarflugvelli.
Því miður er óraunhæft að ætla að í náinni framtíð skapist þær aðstæður í íslenskri heilbrigðisþjónustu að ekki verði þörf á að koma mörgum af erfiðustu tilfellunum sem koma upp á landsbyggðunum á Landspítalann við Hringbraut."
Sagði Ásgerður að um mikið hagsmunamál væri að ræða fyrir landsbyggðina og því mikilvægt að halda kröfunum uppi þar til brautin verður opnuð á ný.

Forseti bar tillögu Ragnheiðar upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Forseti bar tillögu Ásgerðar upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.

Fundargerð samþykkt með sjö atkvæðum.

2. 1704008F - Bæjarráð Hornafjarðar - 810
4 Útboð á sorphirðingu- og urðun
Sæmundur tók til máls. Sagði að markmiðið með útboðinu væri að auka endurnýtingu úrgangs, minnka urðun og ná fram hagræðingu og betri nýtingu urðunarstaðar. Þetta er m.a. gert með því að taka upp sérstaka flokkun á lífrænum úrgangi. Verkfræðistofan Mannvit var fengin að verkinu sem ráðgjafi og niðurstaða þessarar vinnu var að bjóða sorphirðu og sorpflokkunina út, með samningstíma til fimm ára. Skv. útboðinu þá var það skilyrt að tekin verði upp flokkun á lífrænum úrgangi og að tilboðsgjafar tækju að sér alla verkþætti, sorphirðu, rekstur sorpmóttöku, moltugerð og rekstur sorpeyðingarstaðar í Lóni.
Kostnaður við sorphirðu og sorpeyðingu hjá sveitarfélaginu er samanlagt skv. ársreikningi 2016 um 85 milljónir á ári. Innheimt gjöld vegna málaflokksins eru um 55 milljónir á ári.
Útboðið var í tveimur hlutum, leið A og leið B. Leið A gerir ráð fyrir að við hvert heimili sé ein endurvinnslutunna, ein almenn tunna og hólf, sett ofan í aðra tunnuna, fyrir lífrænan úrgang sem verði unnin og úr honum gerð molta sem verði aðgengileg fyrir íbúa. Leið B gerir ráð fyrir að við hvert heimili sé einungis ein almenn tunna með hólfi eða fötu fyrir lífrænan úrgang. Í leið B er gert ráð fyrir að íbúar fari með endurvinnanlega efnið á grenndarstöðvar. Grenndarstöðvar yrðu settar upp í sveitunum auk þess sem bætt yrði við flokkunnarbarinn sem nú er við Gáruna amk. einni grenndarstöð í þéttbýlinu á Höfn. Í dreifbýli er gert ráð fyrir að íbúar geti fengið jarðgerðartunnu ef þeir nýta ekki lífræna efnið, það á við um báðar leiðir, A og B. Gefin verða út sérstök klippikort sem leyfa losun á 4 rúmmetrum árlega í gámaporti. Stefnt er að því að þessar breytingar á sorphirðu og á sorpmálum verði í sumarlok 2017.

Fundargerð samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 1704015F - Bæjarráð Hornafjarðar - 811
4 Starfsmannamál leik- og grunnskóla Hornafjarðar
Gunnhildur tók til máls og óskaði eftir upplýsingum um stöðu mála í leikskólum og þá sértaklega hvað varðar faglærða.
Björn Ingi tók til máls og greindi frá að enn vantar starfsfólk en þar sem um óundirbúna fyrirspurn er að ræða hefur hann ekki upplýsingar um hvernig skiptingin er milli fag- og ófaglærðra.

Fundargerð samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 1705004F - Bæjarráð Hornafjarðar - 812
Fundargerð samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 1703019F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 236
Lögð fram til kynningar.
6. 1704006F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 237
Lögð fram til kynningar.
Almenn mál
7. 201703135 - Ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2016
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri fór yfir ársreikning 2016 sem var lagður fram á síðasta bæjarstjórnarfundi.
Engar breytingar hafa verið gerðar á ársreikningi frá síðustu umræðu í bæjarstjórn.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta á árinu var jákvæð um 380 millj. kr., en niðurstaða A hluta var jákvæð um 337 millj. kr.. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 580 millj. kr. en 466 millj. kr. í A hluta.
Skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu 1.242 millj. í árslok 2016. Eiginfjárhlutfall A og B hluta nam 76%.
Skuldahlutfall sveitarfélagsins er 51,17% og er undir viðmiðunarreglu sem er 150%.
Björn Ingi þakkaði bæjarfulltrúum, starfsfólki og KPMG fyrir störf sín við vinnu við gerð ársreiknings.
Lagði til að ársreikningur sveitarfélagsins yrði samþykktur.

Sæmundur fjallaði um ráðstöfun skatttekna og fór yfir það hvernig skattekjum er varið. Þar kemur fram að árið 2016 fer rétt tæplega 40% skattteknanna í fræðslumál. U.þ.b. 11% fer í Félagsþjónustu. Um 10% fer í Æskulýðs og íþróttamál.
Sameiginlegur kostnaður er rétt rúmlega 9%. Samanlagt fara svo 19%, í marga málaflokka s.s. eignasjóð, þjónustumiðstöð, atvinnumál, menningarmál, umhverfismál, hreinlætismál, almannavarnir og brunamál, skipulagsmál o.fl
Sagði Sæmundur að hann muni fylgja því eftir að myndræn framsetning á ráðstöfun skatttekna birtist í grein í Eystrahorni og á vef sveitarfélgsins.

Ásgerður tók til máls. Sagði ljóst að rekstrarniðurstaðan er mjög góð líkt og fyrri ár. Sagði það forréttindi að búa í slíku samfélagi sem býður upp á svo mörg tækifæri. Sagði það á hinn bóginn alltaf spurning hvernig peningunum er ráðstafað og verkefnum forgangsraðað. Sagði hún mikilvægt í ljósi góðrar stöðu að fara í fleiri verkefni en t.d. breytingu leikskóla og byggingu íbúða þó það þýði aukinn rekstrarkostnað.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Ársreikningur Hornafjörður 31.12.2016 síðari umræða.pdf
8. 201704048 - Tímabundinn afsláttur af lóðagjöldum
Forseti gerði grein fyrir framlengingu um eitt ár á reglum um tímabundna niðurfellingu gatnagerðagjalda sem voru settar þann 9. apríl 2015 til tveggja ára. Sagði ástæðu á framlengingu reglnanna vera vegna þess hve seint fólk tók við sér að sækja um lóðirnar. Fyrstu umsóknir bárust ekki fyrr en í haust. Nú er hefur áhugi aukist og mikilvægt að þeir sem sækja um lóðir á Leirunni fái lóðirnar á sömu kjörum og þeir sem hafa fengið úthlutað í vetur.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki að framlengja reglum um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda um eitt ár.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Reglur um tímabundna niðurfellingu á gatnaferðargjöldum 2017 9.maí 2017.pdf
9. 201704024 - Umsókn um lóð: Fákaleira 13
Umsókn Sigurðar Jóns Skúlasonar um lóð að Fákaleiru 13 lögð fram. Bæjarráð mælti með lóðarúthlutuninni.

Forseti bar umsóknina upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
10. 201704037 - Umsókn um lóð Hagaleiru 6
Umsókn Skinneyjar-Þinganess hf. um lóð að Hagalaleiru 6 lögð fram. Bæjarráð mælti með lóðarúthlutuninni.

Forseti bar umsóknina upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
11. 201704036 - Umsókn um lóð Hagaleiru 4
Umsókn Skinneyjar Þinganess hf. um lóð að Hagaleiru 4 lögð fram. Bæjarráð mælti með lóðarúthlutuninni.

Forseti bar umsóknina upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
12. 201704035 - Umsókn um lóð Bugðuleiru 1
Umsókn Skinneyjar Þinganess hf. um lóð að Bugðuleiru 1 lögð fram. Bæjarráð mælti með lóðarúthlutuninni.

Forseti bar umsóknina upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
13. 201704023 - Grenndarkynning: Álaleira 16
Forseti gerði grein fyrir að grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eingöngu er um mænishækkun að ræða, engar athugasemdir bárust.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki grenndarkynninguna.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

14. 201703004 - Grenndarkynning: Nýtt atvinnuhúsnæði Vesturbraut 6
Forseti gerði grein fyrir að grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu frestur til að skila inn athugasemdum var til 4. apríl 2017. Engar athugasemdir bárust.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki grenndarkynninguna þar sem hún samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum
15. 201704086 - Framkvæmdaleyfi: Rofvarnir við Jökulsá á Breiðamerkursandi og grjótnám í Breiðá
Umsókn Vegagerðarinnar dags. 30. mars um framkvæmdaleyfi vegna viðhaldsframkvæmda á rofvörnum við Jökulsárlón og efnistökuleyfi í Breiðá lögð fram.

Forseti greindi frá að sveitarfélagið óskaði eftir umsögnum um málið. Í umsögn Skipulagsstofnunar kemur fram að efnistakan sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Fyrirhugað efnismagn í rofvarnagarða er um 12.000 m³ og fellur því í framkvæmdaflokk C skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Engar athugasemdir voru gerðar.
Eigandi jarðarinnar, Forsætisráðuneytið, hefur gefið leyfi fyrir fyrirhugaðri framkvæmd með því skilyrði að sem minnst rask verði og að við frágang verði þess gætt að hafa yfirborð náma sem líkast aðliggjandi landi.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki framkvæmdaleyfið, skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem fyrirhugað efnistökusvæði er á aðalskipulagi 2012-2030.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt samhljóða.
16. 201705001 - Fyrirspurn um skipulag Jökulsárlón: Bílastæði til bráðabirgða og endurskoðun gildandi deiliskipulags
Erindi frá Vatnajökulsþjóðgarði dags. 28. apríl þar sem óskað er eftir breytingu á núgildandi deiliskipulagi við Jökulsárlón.

Forseti greindi frá erindi Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem óskað er eftir breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við breyttar forsendur þar sem ferðamönnum hefur fjölgað hraðar en gert var ráð fyrir í deiliskipulaginu.
Lagði til að bæjarstjórn heimili að farið verði í breytingu á deiliskipulagi við Jökulsárlón skv. 40. og 43. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
17. 201703071 - Deiliskipulag: Náma ofan Einholtsvatna
Lýsing vegna efnistöku í námu ofan Einholtsvatna lögð fram.
Efnistökusvæðið er staðsett fyrir neðan Lambleiksstaði á grónum áreyrum Hólmsár. Áin hefur ekki runnið um þennan farveg um langt skeið og svæðið er grasi gróið en jarðvegþykkt ekki mikil. Gerð deiliskipulagsins er þáttur í því að hrinda í framkvæmd vegabótum á Hringvegi um Hornafjörð.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa lýsingu fyrir deiliskipulag námu ofan Einholtsvatna skv. 41. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Náma 10 Ofan við Einholtsvötn skipulagslýsing.pdf
18. 201703070 - Deiliskipulag: Náma í Skógey
Lýsing vegna efnistöku í Skógey lögð fram. Efnistökusvæðið er í Melsendahrauni á Skógeyjarsvæðinu. Um er að ræða þétta jökulsorfna þóleita klöpp eða hvalbak sem rís í 14 metra hæð upp úr söndunum í Skógey og vísar brattur hamraveggur til suðurs en aflíðandi halli er til norðurs.
Gert er ráð fyrir að efnistökusvæðið verði framtíðar efnisnáma. Endanlegt útlit námunnar verður hannað í samráði við Umhverfisstofnun og er frágangur hluti af útboðsverki.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa lýsingu fyrir efnistöku í Skógey skv. 41. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Náma 6 Skógey skipulagslýsing.pdf
19. 201703069 - Deiliskipulag: Náma í Hornafjarðarfljótum
Efnistöku fyrir námu í Hornafjarðarfljótum lögð fram.
Náman er í farvegi Hornarfjarðarfljóta fyrir neðan brú. Þar er fljótið lygnt og breiðir það úr sér á milli Skógeyjar og Mýra. Varnargarðar ganga niður frá Hringveginum sem verja Skógey og Mýrar fyrir ágangi fljótsins. Í farveginum er mikið magn sands sem fljótið hefur borið fram.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa lýsingu fyrir námu í Hornafjarðarfljótum skv. 41. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Náma 5 Hornafjarðarfljót skipulagslýsing.pdf
20. 201703068 - Deiliskipulag: Náma í Djúpá
Efnistöku fyrir námu í Djúpá lögð fram.
Efnistökusvæðið er staðsett á árbökkum og áreyrum Djúpár. Stefnt er að að efnisflutningar fari um áreyrar Djúpár.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa lýsingu fyrir námu í Djúpá skv. 41. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Náma 2 Djúpá skipulagslýsing.pdf
21. 201704073 - Ósk um breytingu á aðalskipulagi Dalsklif
Erindi frá Ottó B. Ólafssyni dags. 24. apríl lagt fram.

Sæmundur tók við fundarstjórn af Páli Róberti og greindi frá að óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2030 við Dalsklif þar sem áætlað er að leigja út sumarbústaði. Frístundabyggðin er skilgreind skv. aðalskipulagi Hornafjarðar sem F6: Þórisdalur - Dalsklif og Klifabotn, 35 ha, 25 lóðir. Ekki er til deiliskipulag fyrir umrætt svæði.
Þar sem um er að ræða rekstur sem er í takti við fyrri notkun leggur skipulagsnefnd til að farið verði í breytingu á aðalskipulagi og að málsmeðferð verði skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki að fara í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins við Dalsklif.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
22. 201412003 - Skýrsla bæjarstjóra
Páll Róbert tók við fundarstjórn.
Bæjarstjóri greindi frá störfum sínum sl. mánuð.
23. 201701012 - Fyrirspurnir - bæjarstjórn 2017
Engar fyrirspurnir bárust.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50 

Til baka Prenta