Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 813

Haldinn í ráðhúsi,
15.05.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1704013F - Umhverfisnefnd - 29
Farið yfir fundargerð.

Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi
2. 1705002F - Félagsmálanefnd Hornafjarðar - 283
Farið yfir fundargerð.

Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
3. 201704053 - Úthlutun lóða: Júllatún 17-21 og 8-10
Fara yfir fyrirkomulag útdráttar

Páll Róbert vék af fundi og Bryndís Björk Hólmarsdóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið. Farið yfir lóðaumsóknir að Júllatúni, alls bárust 28 umsóknir um lóðirnar. Farið yfir aðferðafræði við útdrátt sem fara mun fram þriðjudaginn 16. maí kl 13:00. Umsækjendum hefur verið sendur tölvupóstur vegna útdráttar. Umsækjandi eða aðili sem hefur umboð umsækjanda verður að vera viðstaddur útdrátt. Dregið verður um lóð með lægsta númeri fyrst og svo koll af kolli. Í fyrstu umferð verður dregið úr umsóknum þeirra sem höfðu lóðina sem aðalval. Gangi lóðin ekki út meðal þeirra sem höfðu hana sem aðalval verður dregið úr umsóknum þeirra sem höfðu hana sem varaval þegar aðalvali um allar lóðir er lokið. Í framhaldinu mun sveitarfélagið innheimta 100 þkr. staðfestingargjald í samræmi við 14. grein reglna um úthlutun lóða. Þessar lóðir falla ekki undir reglur um niðurfellingu gatnagerðargjalda.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsfulltrúi
4. 201611094 - Tjaldsvæði á Höfn - Umsóknir vegna afnotaréttar
Bæjarráð fól bæjarstjóra á fundi nr. 809 þann 18. apríl sl. að semja við Þjónustumiðstöð SKG um leigu á tjaldsvæðinu á Höfn á grundvelli samnings sem bæjarráð hefur samþykkt. Bæjarstjóri hefur verið í samskiptum við Þjónustumiðstöð SKG og óskað eftir gögnum í samræmi við 9. grein innkaupareglna sveitarfélagsins. Þessi gögn hafa ekki enn borist þó beiðnin hafi verið ítrekuð.
Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum af stöðunni þar sem skil á umræddum gögnum er ein af forsendum þess að hægt sé að ganga frá samningi. Bæjarráð telur að undirritun leigusamnings um tjaldsvæðið á Höfn hafi þegar dregist úr hófi og leggur áherslu á að ljúka málinu eins fljótt og auðið er. Undirritun samnings um leigu á tjaldsvæðinu á Höfn hefði með réttu átt að fara fram í byrjun þessa mánaðar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilkynna forsvarsmanni Þjónustumiðstöðvar SKG um að frestur til að skila inn umbeðnum gögnum, sé framlengdur til föstudagsins 19. maí nk. kl. 12.00. Bæjarráð mun ekki veita frekari frest.
5. 201705108 - Norrænt samstarfsverkefni um sjálfbæra bæi.
Nýheimar óska eftir samstarfi við sveitarfélagið um norrænt samstarfsverkefni um sjálbæra bæi. Þorvarður kynnti verkefnið, umfang þess og markmið. Hugmyndin er að sveitarfélagið standi á bakvið umsóknina en vinnan verði í umsjón Nýheima. Stofnaður yrði samstarfshópur í kringum umsóknina.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu. Bæjarráð tilnefnir upplýsinga- og umhverfisfulltrúa og atvinnu- og ferðamálafulltrúa í verkefnahóp umsóknarinnar. Umsóknarfrestur er til 29. maí nk.
 
Gestir
Þorvarður Árnason, Kristín Hermannsdóttir og Hugrún Harpa Reynisdóttir
6. 201705109 - Hönnun: Tengi- og millibyggingar Heppuskóla og sundlaugar
Samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2017 er áætlað að vinna hönnunarvinnu vegna endurbóta á millibyggingu milli Heppuskóla og íþróttahúss sem meðal annars hýsir kennslueldhús Grunnskóla Hornafjarðar. Einnig er gert ráð fyrir hönnun tengibyggingar milli sundlaugar og íþróttahúss í þessari vinnu.

Bæjarráð felur fræðslustjóra, skólastjóra Grunnskóla Hornafjarðar, forstöðumanni íþróttamannvirkja og umsjónarmanni fasteigna að taka saman gögn og hefja undirbúning vinnunar. Fræðslustjóra falið að halda utan um vinnu hópsins.
7. 201705106 - Heilsueflandi samfélag: Hönnun tengibyggingar við sundlaug
Erindi frá einyrkjum í sveitarfélaginu sem bjóða heilsubætandi þjónustu fyrir líkama og sál. Í erindinu er óskað eftir að við hönnun tengibyggingar verði gert ráð fyrir slíkri starfsemi í húsinu.

Erindi móttekið.
8. 201703113 - Úttekt á tölvu og fjarskiptamálum
Lögð fram drög að útboðsgögnum, unnin af Framnesi ehf., vegna hýsingar- og rekstrarþjónustu upplýsingakerfa sveitarfélagsins. Í gögnunum kemur fram að um er að ræða örútboð í gegnum Ríkiskaup og gerð er krafa um að verksali hafi vottun í samræmi við ÍST 27001:2013. Bæjarráð samþykkir að farið verði í útboð samkvæmt framlögðum gögnum.
9. 201705056 - Umsókn um lóð Hagaleira 10a (nú Hagaleira 16)
Umsókn Jóns Inga Gylfasonar um lóð að Hagaleiru 16.

Bæjarráð mælir með úthlutun lóðar til umsækjanda og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
10. 201701002 - Fundargerðir SASS 2017
Fundargerð SASS nr.519 lögð fram

Lagt fram til kynningar.
519. fundur stj. SASS.pdf
11. 201702036 - Fundargerðir stjórnar Nýheima 2017
Fundargerð nr.83

Lagt fram til kynningar.
83.fundur 03.05.2017.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til baka Prenta