Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 239

Haldinn Fundarhús í Lóni,
16.06.2017 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Páll Róbert Matthíasson Forseti,
Björn Ingi Jónsson aðalmaður,
Sæmundur Helgason 1. varaforseti,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir 2. varaforseti,
Kristján Sigurður Guðnason aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir aðalmaður,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1705008F - Bæjarráð Hornafjarðar - 813
1.Umhverfisnefnd
Ásgerður tók til máls um opin svæði bæjarins. Að hennar mati er þörf á að taka til hendinni á mörgum svæðum innan bæjarins t.d. við innkomu í bæinn. Kallaði hún eftir umræðu í bæjarráði um þessi mál og fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir.
Björn Ingi tók til máls og greindi frá að tæknideildin hefur tekið saman lista um þau svæði sem þarfnast lagfæringa og malbikunar. Upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir í þessum málum verða lagðar fyrir bæjarráð á næsta fundi.
2. Félagsmálanefnd Hornafjarðar
Ásgerður tók til máls og óskaði eftir upplýsingum um stöðu á vinnu við jafnlaunakönnun.
Björn Ingi tók til máls og upplýsti að félagsmálastjóri hefur fengið niðurstöður í hendur og verða þær kynntar á næsta fundi bæjarráðs.

Fundargerð samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 1705009F - Bæjarráð Hornafjarðar - 814
2. 1705005F - Fræðslu- og tómstundanefnd
Ásgerður tók til máls um niðurstöðu könnunar Rannsókna og greiningar meðal unglinga á Höfn og viðbrögð Grunnskóla Hornafjarðar. Hrósaði hún viðbrögðum starfsmanna grunnskólans, fræðslu- og félagsmálasviðs með fræðslu og fundum um málið með foreldrum.
Gunnhildur tók til máls og tók undir orð Ásgerðar um niðurstöðu könnunar meðal unglinga. Sagði hún ljóst að mikil vinna væri fyrir höndum í þessum efnum og mikilvægt að foreldrar taki ábyrgan þátt í henni. Einnig benti hún á slæma niðurstöðu vegna notkunar rafretta meðal unglinga á Höfn.
Ræddi Gunnhildur einnig skóladagatal sameinaðs leikskóla. Skólanefnd samþykkti að skipulagsdagar yrðu fimm og einn námskeiðsdagur sem Gunnhildur sagði mikla þörf á í sameiningarferlinu en benti jafnframt á að sækja þarf sérstaklega um slíka aukadaga á hverju ári.
Fundargerð samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 1705012F - Bæjarráð Hornafjarðar - 815
5. Útboð á sorphirðingu- og urðun
Sæmundur tók til máls um sorpmál og greindi frá að ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Íslenska gámafélagið. Greindi frá hvernig þjónustunni verður háttað og fyrirhugaðri kynningu fyrir íbúa. Einnig sagði hann að vinna er hafin við endurskoðun gjaldskrár vegna sorphirðu og urðunar.
6. Brunavarnir Öræfum - Slökkviliðsbifreið
Ásgerður tók til máls um brunavarnir í Öræfum. Óskaði hún eftir að tekinn verði saman listi um tæki og tól sem til eru í sveitunum og tilheyra rekstri slökkviliðsins með það fyrir augum að greina hvort sveitarfélagið geti staðið undir breyttum aðstæðum hvað varðar uppbyggingu ferðamannastaða.
Björn Ingi tók til máls um stöðu brunavarna og fyrstu hjálpar í sveitarfélaginu. Tók undir orð Ásgerðar í ljósi aukins fjölda ferðamanna á svæðinu og að mannfjöldi í sveitarfélaginu fari í 6.000 manns á dag yfir sumartímann.
7. Norrænt samstarfsverkefni um sjálfbæra bæi
Björn Ingi tók til máls. Greindi frá umsókn sveitarfélagsins um þátttöku í verkefninu. Um er að ræða áhugavert þriggja ára verkefni sem uppbyggjandi er að taka þátt í.

Fundargerð samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 1705014F - Bæjarráð Hornafjarðar - 816
Fundargerð samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 1706003F - Bæjarráð Hornafjarðar - 817
Fundargerð samþykkt með sjö atkvæðum.
6. 1704014F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 238
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Almenn mál
7. 201706043 - Fundir bæjarstjórnar og bæjarráðs sumarið 2017
Lögð fram tillaga að fundartíma bæjarráðs og að bæjarstjórn taki sumarfrí í júlí.

Forseti bar upp tillögu, að bæjarstjórn verði í sumarleyfi í júlí. Lagt er til að bæjarstjórn veiti bæjarráði fullt umboð til afgreiðslu mála þar til bæjarstjórn kemur aftur til starfa.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
8. 201705132 - Ársreikningur HSU Hornafirði 2016
Ársreikningur HSU Hornafirði var lagður fram og samþykktur í Heilbrigðis- og öldrunarnefnd 29. maí s.l.
Afkoma af rekstri stofnunarinnar á árinu 2016 var jákvæð um 3,7 millj.kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé stofnunarinnar í árslok var neikvætt um 4,8 millj.kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Vísað er til ársreiknings varðandi ráðstöfun afkomu ársins og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.


Lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi ársreikning.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
9. 201612053 - Gjaldskrá fyrir hundahald í Sveitarfélaginu Hornafirði
Í samræmi við samþykkt um hunda í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis nr. 933 hefur verið unnin gjaldskrá vegna hundahalds í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Forseti bar gjaldskrá fyrir hundahald í Sveitarfélaginu Hornafirði upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá með sjö atkvæðum.
10. 201701015 - Gjaldskrá fyrir kattahald
Í samræmi við samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis nr. 912 hefur verið unnin gjaldskrá vegna kattahalds í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Forseti bar gjaldskrá fyrir kattahald í Sveitarfélaginu Hornafirði upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá með sjö atkvæðum.
11. 201701075 - Lögreglusamþykkt Suðurlands
Á síðasta ársþingi SASS var samþykkt að fela stjórn samtakanna að skipa starfshóp til að vinna að gerð sameiginlegrar lögreglusamþykktar fyrir sveitarfélög á Suðurlandi, utan Vestmannaeyja. Stjórn SASS skipaði eftirtalda í starfshópinn: Ástu Stefánsdóttur, Ágúst Sigurðsson og Björn Inga Jónsson. Hópnum til ráðgjafar var Gunnar Örn Jónsson lögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Ásgerður tók til máls. Sagði samþykktina mikið framfaraskref og undrast að þetta skuli ekki vera samræmt fyrir allt landið.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að vísa lögreglusamþykkt Suðurlands til annarrar umræðu.
Forseti bar upp tillögunina.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
12. 201706004 - Stóralág 2: Ósk um aðalskipulagsbreytingu og að hefja vinnu við deiliskipulag
Umsókn Sigurðar Sigfinnssonar dags. 1. júní um aðalskipulagsbreytingu að Stjórulág II lögð fram. Jafnframt er óskað eftir heimild til að hefja breytingar á deiliskipulagi við Myllulæk.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að breyta aðalskipulagi Sveitarfélagsins og heimila vinnu við breytingu á deiliskipulagi.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
13. 201705056 - Umsókn um lóð Hagaleira 10a (nú Hagaleira 16)
Umsókn Jóns Inga Gylfasonar um lóð að Hagaleiru 16 lögð fram. Bæjarráð mælti með lóðaúthlutuninni.

Forseti bar umsóknina upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
14. 201705099 - Umsókn um lóð Júllatún 21
Umsókn Árdísar Ernu Halldórsdóttur um lóð Júllatúni 21.

Umsóknin var meðal 8 umsókna um lóðina í framhaldi af auglýsingu um lausar lóðir. Var umsókn Árdísar dregin úr innsendum umsóknum.
Forseti bar umsóknina upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
15. 201705046 - Umsókn um lóð Júllatún 17
Umsókn Ásgríms Ingólfssonar um lóð Júllatúni 17.

Umsóknin var meðal 13 umsókna um lóðina í framhaldi af auglýsingu um lausar lóðir. Var umsókn Ásgríms dregin úr innsendum umsóknum.
Forseti bar umsóknina upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
16. 201705079 - Umsókn um lóð Júllatún 10
Umsókn Tómasar Ásgeirssonar um lóð Júllatúni 10.

Umsóknin var meðal 5 umsókna um lóðina í framhaldi af auglýsingu um lausar lóðir. Var umsókn Tómasar dregin úr innsendum umsóknum.
Forseti bar umsóknina upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
17. 201705069 - Lóðaúthlutun: Júllatún 19
Umsókn Ólafar Þórhöllu Magnúsdóttur um lóð Júllatúni 19.

Umsóknin var meðal 2 umsókna um lóðina í framhaldi af auglýsingu um lausar lóðir. Var umsókn Ólafar Þórhöllu dregin úr innsendum umsóknum.
Forseti bar umsóknina upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
18. 201705113 - Umsókn um lóð Bugðuleira 7
Umsókn Mikaels ehf. um lóð að Bugðuleiru 7 lögð fram.

Forseti bar umsóknina upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
19. 201705114 - Umsókn um lóð Álaleira 9
Umsókn Mikaels ehf. um lóð að Álaleiru 9 lögð fram.

Forseti bar umsóknina upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
20. 201705115 - Umsókn um lóð Álaleira 11
Umsókn Mikaels ehf. um lóð að Álaleiru 11 lögð fram.

Forseti bar umsóknina upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
21. 201705147 - Umsókn um lóð Fákaleira 7
Umsókn Róslínar Ölmu Valdemarsdóttur um lóð að Fákaleiru 7 lögð fram.

Forseti bar umsóknina upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
22. 201705148 - Umsókn um lóð Hagaleira 10 (nú Hagaleira 14)
Umsókn Sædísar Aspar Valdemarsdóttur um lóð að Hagaleiru 14 lögð fram.

Forseti bar umsóknina upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
23. 201706028 - Umsókn um lóð Álaleira 8
Umsókn Skinneyjar-Þinganess hf um lóð að Álaleiru 8 lögð fram.

Forseti bar umsóknina upp til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
24. 201501002 - Kosningar í stjórnir ráð og nefndir kjörtímabilið 2014 til 2018
Lovísa Rósa Bjarnadóttir hefur lokið 9 mánaða fæðingarorlofi og tekur því aftur sæti í bæjarstjórn.
Tillaga að Lovísa Rósa Bjarnadóttir verði forseti bæjarstjórnar og varaformaður bæjarráðs.
Páll Róbert Matthíasson verður varamaður Lovísu í bæjarráði og fyrsti varamaður í bæjarstjórn.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
25. 201412003 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri greindi frá störfum sínum sl. mánuð.
26. 201701012 - Fyrirspurnir - bæjarstjórn 2017
Engar fyrirspurnir bárust.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta