Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 817

Haldinn í ráðhúsi,
12.06.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1706001F - Skipulagsnefnd - 29
Farið yfir fundargerð.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri
Almenn mál
2. 201703137 - Útboð: Hreinsivirki á Höfn
Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hefur umsjónarmaður framkvæmda verið í viðræðum við tilboðsgjafa, Mikael ehf., vegna byggingar hreinsivirkis. Sú vinna hefur skilað drögum að samningi sem byggir á upphaflegu frávikstilboði og nemur 111% af kostnaðaráætlun sem er 137 mkr. Upphaflegt tilboð var 145% af kostnaðaráætlun og frávikstilboð 139% af kostnaðaráætlun. Helstu kostnaðarbreytingar felast í lækkun á aðstöðu, jarðvinnu, burðarvirki og frágangi innanhúss. Verk mun hefjast haust 2017 og verklok 1. desember 2018.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við tilboðsgjafa á grunni samningsdraga.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri
3. 201704036 - Umsókn um lóð Hagaleiru 4
Umsækjandi óskar eftir að skila úthlutaðri lóð.

Bæjarráð samþykkir ósk lóðarhafa á skilum á lóð.
4. 201704037 - Umsókn um lóð Hagaleiru 6
Umsækjandi óskar að skila úthlutaðri lóð.

Bæjarráð samþykkir ósk lóðarhafa á skilum á lóð.
5. 201706028 - Umsókn um lóð Álaleira 8
Umsókn Skinneyjar-Þinganess hf um lóð að Álaleiru 8 lögð fram.


Bæjarráð mælir með að lóðinni verði úthlutað til umsækjanda í samræmi við reglur sveitarfélagsins um lóðaúthlutanir. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
6. 201706025 - Gerð stjórnunarog verndaráætlunar fyrir friðlandið í Ingólfshöfða
Bæjarráð tilnefnir umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins í samstarfshóp um gerð áætlunarinnar.
7. 201703112 - Hugmyndir um uppbyggingu í ferðaþjónustu á Höfn
Bæjarráð felur starfsmönnum að afla frekari gagna um verkefnið til upplýsinga fyrir bæjarstjórn.
8. 201706043 - Fundir bæjarstjórnar og bæjarráðs sumarið 2017
Lögð fram drög að fundartíma bæjarstjórnar og bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir breytingu á fundartíma í júní, júlí og ágúst.
9. 201701015 - Gjaldskrá fyrir kattahald
Drög að gjaldskrá hefur verið send til umsagnar hjá HAUST. Einnig hefur farið fram greining á kostnaði sveitarfélagsins vegna kattahalds samkvæmt lögum, reglugerðum og samþykktum þar um.

Gjaldskrá vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
10. 201612053 - Gjaldskrá fyrir hundahald í Sveitarfélaginu Hornafirði
Drög að gjaldskrá hefur verið send til umsagnar hjá HAUST. Einnig hefur farið fram greining á kostnaði sveitarfélagsins vegna hundahalds samkvæmt lögum, reglugerðum og samþykktum þar um.

Bæjarráð vísar gjaldskrá til afgreiðslu í bæjarstjórn.
11. 201701075 - Lögreglusamþykkt Suðurlands
Á síðasta ársþingi SASS var samþykkt að fela stjórn samtakanna að skipa starfshóp til að vinna að gerð sameiginlegrar lögreglusamþykktar fyrir sveitarfélög á Suðurlandi, utan Vestmannaeyja. Stjórn SASS skipaði eftirtalda í starfshópinn: Ástu Stefánsdóttur, Ágúst Sigurðsson og Björn Inga Jónsson og hópnum til ráðgjafar var Gunnar Örn Jónsson lögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Áður en starfshópurinn lauk vinnu sinni fékk hann fulltrúa í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að fara yfir drögin og var það gert án þess þó að þau væru staðfest af hálfu ráðuneytisins. Á svörum sem fengist hafa, m.a. frá ráðuneytinu, er ljóst að heimild er til að sveitarfélög taki sig saman og hafi sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir nokkur sveitarfélög.

Starfshópurinn hefur nú lokið umfjöllun sinni og því eru drögin send sveitarfélögunum á Suðurlandi, sem tilheyra lögreglustjóranum á Suðurlandi, til umfjöllunar og afgreiðslu.


Farið yfir samþykktina.
Bæjarráð vísar lögreglusamþykkt Suðurlands til afgreiðslu í bæjarstjórn.
12. 201706030 - Ársskýrsla HAUST 2016
Lagt fram til kynningar.
13. 201701002 - Fundargerðir SASS 2017
Lagt fram til kynningar.
14. 201602067 - Útboð á sorphirðingu- og urðun
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við Íslenska gámafélagið og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
15. 201706023 - Umsögn um útgáfu leyfa tímabundið áfengisleyfi
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis.
16. 201706051 - Umsókn um tækifærisleyfi fyrir dansleik
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta