Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 821

Haldinn í ráðhúsi,
10.08.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Lovísa Rósa Bjarnadóttir varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201707055 - Kaup ungmennafélagsins Sindra á félagshúsnæði
Bæjarráð samþykkir aðkomu að verkefninu fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Bæjarráð setur sem skilyrði að kaupin verði að fullu fjármögnuð án lánsfé og að gerður verði samningur milli eigenda um rekstur og nýtingu hússins. Jafnframt setur bæjarráð þá kröfu að aðildarfélög USÚ hafi aðgang að félagsaðstöðu í húsinu.
Áður en til samninga kemur þarf að vinna viðauka við fjárhagsáætlun og felur bæjarráð starfsmönnum að undirbúa það.
2. 201708012 - Félagslegar íbúðir
Fært í trúnaðarbók.
 
Gestir
Jón Kr. Rögnvaldsson
3. 201706099 - Gjaldfrjáls námsgögn grunnskólanemenda
Í samræmi við bókun á bæjarráðsfundi 26. júni hefur vinnu vegna tillögu um gjaldfrjáls námsgögn grunnskólabarna. Áætlaður kostnaður miðað við innkaupalista er um 2 milljónir króna. Sveitarfélagið tók þátt í örútboði gegnum ríkiskaup og ljóst að kostnaður er talvert lægri en endanleg krónutala liggur ekki fyrir.

Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið útvegi nemendum grunnskóla í sveitarfélaginu nauðsynleg námsgögn þeim að kostnaðarlausu frá og með skólaárinu 2017/2018. Kostnaður vegna þessa rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar.
4. 201708005 - Móttöku- og flokkunarstöð Hornafirði - starfsleyfi stærð og frágangur
Farið yfir ábendingar frá heimsókn framkvæmdastjóra HAUST Helgu Hreinsdóttur vegna ástands og umgengni við Urðunarstaðinn í Lóni, jarðvegstipp í Fjárhúsavíkur og Móttöku og flokkunarstöð. Umgengni á þessum stöðum er ábótavant og mikilvægt að gerð verði bragabót á.

Bæjarstjóri upplýsti að undanfarna daga hafi verið gengið um svæðið umhverfis urðundarstaðinn í Lóni og efni sem fokið hafi af urðunarstað hreinsað. Til standi að ganga allt svæðið innan girðingar núna í vikunni og hreinsa það. Áhyggjuefni er hve umgengni í Fjárhúsavík er slæm. Bæjarráð hvetur alla til að ganga betur um það svæði og bendir á að aðeins er heimilt að losa garðaúrgang á þessu svæði. Losa verði gras úr pokum.
Bæjarstjóri fór einnig yfir ástand lóðar við móttöku og flokkunarstöð, nauðsynlegt er að ráðast í lagfæringar á henni og malbika portið nú í haust. Bæjarráð vísar kostnaði við þá framkvæmd til viðauka við fjárhagsáætlun.
5. 201707030 - Umsögn um útgáfu leyfa rekstrarleyfi Hafnarbúðinn ehf
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis.
6. 201705098 - Umsögn um útgáfu leyfa veitingarstaði Hafið ehf
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis.
Ásgerður Gylfadóttir og Sæmundur Helgason véku af fundi. Ragnheiður Hrafnkelsdóttir og Kristján Guðnason voru á fundinum í síma.
7. 201706052 - Grenndarkynning: Álaleira 8
Grenndarkynning hefur farið fram þar sem deiliskipulag gerir ráð fyrir parhúsi en byggingaráform samanstanda af 6 smáum íbúðum með tengibyggingu. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 26. júlí. Engin athugasemd barst.
Bæjarráð samþykkir grenndarkynninguna og byggingaráform. Er þetta gert með vísan í fund bæjarstjórnar nr. 239 þar sem bæjarráði er veitt fullt umboð til að afgreiða mál þar til bæjarstjórn kemur aftur til starfa í ágúst.
Ásgerður Gylfadóttir og Sæmundur Helgason tóku aftur sæti á fundinum.
8. 201704024 - Umsókn um lóð: Fákaleira 13
Lóðarhafi Sigurður Jón Skúlason óskar eftir að skila lóðinni að Fákaleiru 13

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að umsækjandi skili lóðinni.
9. 201707068 - Umsókn um afnot að lóð við Heppuveg 4
Bæjarráð heimilar umsækjanda afnot að lóðinni til 30. september 2018 svo fremi sem áform um framkvæmdir á lóðinni komi ekki fram á tímabilinu. Lóðin er afhent í því ástandi sem hún er í og tiltekt þar því á ábyrgð umsækjanda.
10. 201707020 - Friðlýsing jarðarinnar Fell
Til kynningar.
Friðlýsing jarðarinnar Fell umhverfis- og auðlindaráðuneytið.pdf
Svar forsætisráðuneytisins.pdf
Friðlýsing jarðarinnar Fell.pdf
11. 201707058 - Jökulsárlón - uppbygging þjónustu
Erindi Skúla Gunnars Sigfússonar eiganda Suðursveitar ehf. dagsett 25. júlí. Í erindinu er skýrt frá áhuga til að byggja upp þjónustu við Reynivelli til að þjónusta ferðamenn sem vilja njóta náttúrunnar við Jökulsárlón. Bent er á að með því að byggja þjónustumiðstöð við Reynivelli frekar en við Jökulsárlón megi vernda umhverfið betur og minnka álag á svæðinu við Jökulsárlón.

Bæjarráð fagnar áhuga einkaaðila á uppbyggingu í Suðursveit. Jörðin Fell er nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði sem Sveitarfélagið Hornafjörður kemur að stjórnun á. Sveitarfélagið telur mikilvægt að horft verði heildstætt á uppbyggingu svæðisins í samvinnu við alla aðila.
12. 201707073 - Ærslabelgur - kaup og uppsetning
Bæjarstjóri kynnir hugmynd um kaup á ærslabelg og staðsetja hann við sundlaug Hafnar.

Bæjarráð samþykkir að kaupa ærslabelg og felur starfsmönnum að vinna að málinu. Áætlaður kostnaður er allt að 2,5 mkr. og verður tekinn af óráðstöfuðu.
13. 201707057 - Almannavarnavika haust 2017
Kynntar hugmyndir að almannavarnarviku 6.-9. nóvember. Bæjarráð fagnar frumkvæði lögreglustjórans á Suðurlandi.
14. 201708006 - Skýrsla um banaslys í umferð við Jökulsárlón
Bæjarstjóra falið að svara erindi Rannsóknarnefndar umferðarslysa.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til baka Prenta