Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 243

Haldinn í ráðhúsi,
09.11.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Lovísa Rósa Bjarnadóttir Forseti,
Björn Ingi Jónsson aðalmaður,
Sæmundur Helgason 1. varaforseti,
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir aðalmaður,
Kristján Sigurður Guðnason aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Ásgrímur Ingólfsson 1. varamaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga og gæðastjóri, Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, Fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1710011F - Bæjarráð Hornafjarðar - 830
3. Akurey
Ragnheiður tók til máls um málefni Akureyjar. Benti hún á miklar umræður á samfélagsmiðlum um framtíð skipsins. Sagði hún að stefnt væri á að halda opinn fund um stöðu og framtíð skipsins í næstu viku.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 1710012F - Bæjarráð Hornafjarðar - 831
2. Fræðslu- og tómstundanefnd - 37
Ásgrímur tók til máls um aðstöðu í núverandi húsnæði leikskólans Krakkakots og bráðabirgðarhúsnæði á meðan á byggingu stendur. Sagði hann óánægju ríkja meðal foreldra vegna þrengsla og spurði hvort til stæði að bæta aðstöðuna.
Björn Ingi tók til máls. Sagði að enn væri verið að vinna í að bæta hljóðvist og aðbúnað í bráðabirgðahúsnæði leikskólans ásamt fleiri þáttum. Minnti hann á að um bráðabirgðahúsnæði er að ræða en stöðugt væri verið að vinna að lausnum við þeim vandamálum sem upp hafa komið. Áætluð verklok eru í maí 2018.
5. Undirbúningur byggingar nýs hjúkrunarheimilis
Sæmundur tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Bæjarstjórn Hornafjarðar fagnar því að bygging nýs hjúkrunarheimilis sé inni í nýútkominni framkvæmdaáætlun Velferðarráðuneytis um byggingu hjúkrunarrýma til ársins 2022. Í áætluninni er miðað við lágmarksþátttöku hlutaðeigandi sveitarfélaga í framkvæmdarkostnaði, þ.e. 15% á móti 85% kostnaði ríkisjóðs. Bæjarstjórn lýsir sig reiðubúna til samningagerðar svo undirbúningur og hönnun byggingar geti hafist strax á þessu ári svo nýta megi fjármuni sem sett voru í fjárlög 2017 til endurbóta.

Ásgrímur tók til máls. Tók heilshugar undir bókunina.

7. Samstarfssamningur: framlenging samnings við Markaðsstofu 201710059
Ragnheiður tók til máls og fagnaði framlengingu samnings. Sagði frá hlutverki og markmiðum Markaðsstofu ásamt ávinningi sveitarfélagsins af samstarfinu.

Forseti bar bókun bæjarstjórnar upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 1710017F - Bæjarráð Hornafjarðar - 832
3. Skipulagsnefnd - 33
Sæmundur tók til máls. Hvatti hann skipulagsnefnd til að skoða breytingu á aðalskipulagi, þannig að fyrirhuguð gatnamót á þjóðvegi í þéttbýli verði færð norðar, verði við gatnamót Dalbrautar og Hafnarbrautar eða norðar, hjá gamla pípuhliðinu. Hringtorg þar myndi verða gott bæjarhlið fyrir Höfn og draga úr umferðarhraða og umferðarþunga suður Hafnarbraut.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 1711002F - Bæjarráð Hornafjarðar - 833
1. Tómstundastyrkur: Erindi frá Umf. Sindra
Ásgrímur tók til máls. Gerði grein fyrir innihaldi bréfsins og afgreiðslu bæjarráðs á málinu. Gagnrýnir hann orðalag bókunarinnar og segir hana ekki nógu skýra. Óskar hann eftir frekari upplýsingum. Gagnrýndi einnig útfærslu styrks bæjarins til Sindra vegna íþróttaskóla síðasta sumar. Kallaði hann jafnframt eftir jákvæðari viðbrögðum almennt frá bæjaryfirvöldum við beiðnum frá íþrótta- og tómstundafélögum sem leggja sig fram við barna- og unglingastarf.
Björn Ingi tók til máls og fór yfir afgreiðslu bæjarráðs, sagði bæjarráð hafa fagnað erindinu sem hefur það sameiginlega markmið Sindra og sveitarfélagsins að auka nýtingu styrksins. Sagði einnig frá því að bæjarráð hafi á síðasta fundi samþykkt að hækka tómstundastyrk úr 40 þkr í 50 þkr á barn. Að mati Björns Inga er fyrrnefnd bókun skýr með tilliti til innihalds bréfsins. Varðandi Nora kerfið og ábendingu bæjarráðs um að þýða kerfið felist í því að setja inn þýðingar á námskeiðum inn á nokkrum tungumálum til að auðvelda notkun foreldra af erlendum uppruna. Varðandi styrk til íþróttaskóla hefur bæjarráð afgreitt sambærileg erindi á þeim grunni að binda styrk við fjölda þátttakenda.
Ásgrímur tók til máls og benti á að betra væri fyrir félög að fá fasta upphæð í styrk heldur en breytilega eftir fjölda þátttakenda. Það myndi auðvelda allan undirbúning og framkvæmd verkefna.
6. Fjárhagsáætlun 2018
Kristján tók til máls og óskaði eftir upplýsingum um hvort framkvæmdir í Nesjum og við Miklagarð væru á áætlun.
Björn Ingi tók til máls og sagði að fráveituframkvæmdir og malbikun í Nesjum eru á áætlun fram á vor 2018. Varðandi Miklagarð sagði hann að óvíst er með framkvæmdir við Miklagarð þar sem mörg verkefni liggja fyrir.
Kristján tók til máls og spurði hvort ekki væri hiti á Miklagarði og ef ekki hvort það þyrfti ekki að vera.
Björn Ingi tók til máls og sagði lágmarkshita vera á Miklagarði til að koma í veg fyrri skemmdir.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 1710010F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 242
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Almenn mál
6. 201711017 - Álagningareglur 2018
Björn Ingi kynnti tillögu að álagningarreglum 2018:
Útsvar 14,52%
Fasteignaskattur á íbúðahúsnæði 0,50% af fm. (leyfilegt hámark 0,625%)
Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði 1,65% af fm. (leyfilegt hámark 1,65%)
Lóðaleiga 1% af lóðamati
Holræsagjöld 0,30% af fasteignamati
Vatnsgjöld 0,18% af fasteignamati
Sorpgjöld eru skv. gjaldskrá sem hækkar um 5% milli ára.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
7. 201709544 - Fjárhagsáætlun 2018
Björn Ingi gerði grein fyrir fjárhagsáætlun ársins 2018. Helstu niðurstöður áætlunarinnar fyrir A og B hluta eru eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða 406,8 m.kr.
Skuldir í hlutfalli af tekjum 54%
Framkvæmdir 500 m.kr.
Framlegð 21,7%
Veltufé frá rekstri 584,8 m.kr.
Veltufé sem hlutfall af tekjum 22%
Handbært fé í árslok 137,9 m.kr.
Afborganir langtímalána 138 m.k.r
Ný lántaka A-B hluta 100 m.kr.
Langtímalán við lánastofnanir 549 m.kr.
Forseti lagði til að fjárhagsáætlun 2018 yrði vísað til seinni umræðu bæjarstjórnar.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Greinagerð við fyrri umræðu í bæjarstjórn 2017.pdf
8. 201711018 - Þriggja ára áætlun 2019-2021
Björn Ingi kynnti þriggja ára áætlun 2019-2021. Lagði til að þriggja ára áætlun yrði vísað til seinni umræðu bæjarstjórnar.
Ásgrímur tók til máls og gagnrýndi rýra framkvæmdaáætlun árin 2019-2021. Að hans mati eru 350 mkr. of lítið.
Björn Ingi tók til máls og sagði það verkefnið framundan að skoða betur framkvæmdaáætlun næstu ára.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
9. 201709441 - Aðalskipulagsbreyting: Tengivirki á Hnappavöllum
Sæmundur lagði fram tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna tengivirkis fyrir rafmagn í Öræfum. Fimm umsagnir bárust og voru ábendingar um að sjónræn áhrif tengivirkisins raski ásýnd svæðisins.
Til þess að koma á móts við ábendingar leggur skipulagsnefnd til að draga úr neikvæðum áhrifum skuli deiliskipulagið setja skilmála um vandaða hönnun, efnisval og lit á mannvirkjum, valkvætt verði að setja manir.
Lagði til að bæjarstjórn geri svör skipulagsnefndar að sínum og tillagan fari í lögformlegt ferli skv. 3. mgr. 30. gr. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu: Tengivirki á Hnappavöllum.pdf
Umsögn Minjastofnunar varðandi br. á aðalskipulagi og deiliskipulagstillögu.pdf
umsögn umhverfisstofnunar vegna tengivirki í Öræfum.pdf
Umsögn ferðamálastofu v. aðveitustöðvar í landi Hnappavalla.pdf
Skógræktin umsögn nr. 201704090 GR.pdf
Umsögn veðurstofu Íslands vegna tengivirki Hnappavöllum.pdf
10. 201709034 - Deiliskipulag tengivirki í landi Hnappavalla
Sæmundur lagði fram deiliskipulagstillögu að tengivirki í landi Hnappavallavar. Sagði tillöguna hafa verið í kynningu frá 31. ágúst til 12. október sex umsagnir bárust þar voru þrjár ábendingar um að ásýnd virkisins hefði áhrif á landslag svæðisins. Skipulagsnefnd brást við ábendingunum og breytti deiliskipulagstillögunni samkvæmt því. Lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og vísi henni í lögformlegt ferli. skv. 40. og 41.gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Deiliskipulagstillaga: Tengivirki í Öræfum.pdf
umsögn Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið.pdf
Umsögn Ferðamálastofu.pdf
umsögn HAUST um deiliskipulag og breytingu vegna tengivikis í Öræfum.pdf
Könnun á menningarminja v. tengivirkis_Hnappavellir.pdf
Umsögn Umhverfisstofnunar vegna deiliskipulags að Hnappavöllum.pdf
Umsögn Veðurstofunnar v. br. aðal og gerð deiliskipulags.pdf
11. 201710081 - Aðalskipulagsbreyting: Hitaveita á Hornafirði
Lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030.

Sæmundur gerði grein fyrir tilgangi breytingarinnar sem er að styrkja hitaveitu á Höfn þar sem einungis hluti þéttbýlisins hefur aðgang að hitaveitu. Einnig verður hitaveita lögð á bæi sem næst liggja hitaveitulögninni. Með þessum áformum er verið að draga úr rafmagnskyndingu í sveitarfélaginu. Lagði til að að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Ásgrímur tók til máls og benti á umræður í samfélaginu um hvernig málum verði háttað gagnvart íbúum og hvort þeir fái styrk til að breyta úr rafmagni í hitaveitu.
Björn Ingi tók til máls og sagði að miðað við fordæmi af sambærilægri framkvæmd annarsstaðar væri veittur styrkur að andvirði 2 ára niðurgreiðslu á rafmagni til húshitunar.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Skipulags og matslýsing hitaveita á Hornafirði.pdf
12. 201709318 - Deiliskipulag Skjólshólar
Sæmundur lagði fram nýja deiliskipulagstillögu að Skjólshólum. Deiliskipulagið nær yfir um 1 ha en fyrirhugað er að útbúa aðstöðu fyrir ferðafólk og koma upp allt að sjö litlum gistihúsum til útleigu. Deiliskipulagstillagan er unnin samhliða aðalskipulagsbreytingu en í breytingunni er gert ráð fyrir verslun og þjónustu að Skjólshólum. Lagði til að tillagan verði kynnt og auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Deiliskipulagstillaga: Skjólshólar.pdf
13. 201710077 - Framkvæmdaleyfisumsókn: Brú yfir Stígá
Umsókn Vegagerðarinnar dags. 20. október 2017 um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd við brúarsmíði yfir Stígá lögð fram.

Fyrirhugað er að skipta út núverandi einbreiðri brú í 10 m. breiða tveggja akreina brú. Samkvæmt viðauka 10.10 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 fellur framkvæmdin í umhverfismatsflokk C og er því ekki háð umhverfismati. Lagði til að bæjarstjórn samþykki framkvæmdaleyfið skv. 5.mgr. 13. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Framkvæmdaleyfi -umsókn-undirritað.pdf
14. 201710076 - Framkvæmdaleyfisumsókn: Brú yfir Hólá
Umsókn Vegagerðarinnar dags. 20. október 2017 um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd við brúarsmíði yfir Hólá lögð fram.

Fyrirhugað er að skipta út núverandi einbreiðri brú í 10 m. breiða tveggja akreina brú. Samkvæmt viðauka 10.10 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 fellur framkvæmdin í umhverfismatsflokk C og er því ekki háð umhverfismati. Lagði til að bæjarstjórn samþykki framkvæmdaleyfið skv. 5.mgr. 13. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Framkvæmdaleyfi -umsókn-undirritað.pdf
15. 201709162 - Stofnskrá Menningarmiðsöðvar Hornafjarðar 2017
Forseti greindi frá að stofnskrá þurfi að breyta vegna nafnabreytinga á söfnum sveitarfélagsins.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi stofnskrá.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
16. 201709143 - Styrkja og úthlutunarreglur menningarmálanefndar.
Forseti greindi frá að menningarmálanefnd hefur unnið að nýjum styrkja úthlutunarreglum fyrir nefndina.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki reglurnar.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Úthlutunarreglur styrkja Menningarmálanefndar.pdf
17. 201709046 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri greindi frá störfum sínum síðastliðinn mánuð.
18. 201709072 - Fyrirspurnir - bæjarstjórn 2017
Engar fyrirspurnir hafa borist.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10 

Til baka Prenta