Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og tómstundanefnd - 39

Haldinn í ráðhúsi,
15.11.2017 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Hjálmar Jens Sigurðsson formaður,
Þóra Björg Gísladóttir varaformaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Sigrún Birna Steinarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Hjördís Skírnisdóttir 1. varamaður,
Einar Smári Þorsteinsson 2. varamaður,
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Jónsdóttir, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1711001F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 28
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Svandís Perla Snæbjörnsdóttir, Angela Rán Egilsdóttir, Kristján Vilhelm Gunnarsson, Sigursteinn Már Hafsteinsson fulltrúar í ungmennaráði og Herdís I. Waage tómstundafulltrúi sátu fundinn undir liðum 1-3

Fundargerð 28. fundar lögð fram til kynningar.
2. 1711004F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 29
Fundargerð 28. fundar lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
12. 201710082 - Fundargerðir velferðarteymis
Fundargerðir 77 og 78 lagðar fram til kynningar.
Almenn mál
3. 201705032 - Ungmennaþing 2017
Farið var yfir hugmyndir sem fram komu af Ungmennaþingi. Gróflega flokkað eru þær á sviði fræðslu-, félags- og heilbrigðismála. Rætt var um aðkomu fræðslu- og tómstundanefndar og sveitarfélagsins til að koma til móts við þarfir ungs fólks. Rætt var um að ungt fólk hefði mikla þörf fyrir tækifæri í skólunum til að læra á lífið, t.d. að fá markvissa og skemmtilega kennslu í lífsleikni og samhæfa kannski námsskrá úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla.
Ungmenni telja að jafningjafræðsla og að byggja upp jafningjafræðsluverkefni til að fara með í skólana væri tilvalið verkfæri til að koma með fræðslu út í skólana í bland við kennara og almenna fyrirlesara eins og Siggu Dögg, Ástráð o.fl.
Ungmennathing_2017_greinagerd.pdf
Ungmennaþing.pdf
4. 201709508 - Leikskólinn Sjónarhóll: Erindi frá starfsfólki
Starfsmenn leikskólans Sjónarhóls draga til baka umsókn sína um lokun leikskólans virka daga um jól og páska.
 
Gestir
Maríanna Jónsdóttir leikskólastjóri
Hera Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
5. 201711022 - Bréf til stjórnenda og nefndarmanna í fræðslu- og tómstundanefnd
Einar Smári Þorsteinsson vék af fundi undir þessu máli.

Fundað hefur verið með foreldrum barna á Sunnudeild leikskólans Sjónarhóls um málefni deildarinnar og eru starfsmannamál þar komin í jafnvægi. Staðan í mönnunarmálum leikskólans er sú að nú vantar í þrjár stöður eftir hádegið. Uppeldismenntaðir starfsmenn eru átta, sjö menntaðir leikskólakennarar og einn þroskaþjálfi auk þess eru þrír starfsmenn í leikskólakennaranámi. Heildarfjöldi starfsmanna er 38 manns.
6. 201711035 - Samræmd próf í 4. og 7. bekk 2017
Samræmd próf i 4.(árg.2008) og 7.(árg.2005) bekk voru þreytt dagana 21.- 29. sept.

Farið var yfir niðurstöðurnar í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk. Niðurstöðurnar eru um og yfir landsmeðaltali og lýsir nefndin yfir ánægju með árangurinn sem gæti verið vísbending um áhrif Leiðar til árangurs.
Niðurstöður í 4.pdf
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri
Herdís T. Tryggvadóttir
7. 201711034 - Kennslustundamagn GH 2018-2019
Vorið 2018 útskrifast 17 börn úr 10.bekk og haustið 2019 eru 19 börn væntanleg í 1.bekk.

Kennslustundamagn fyrir skólaárið 2018-2019 lagt fram og samþykkt.
8. 201711031 - Kjarasamningar FG og Svfl. bókun 1: Lokaskýrsla samstarfsnefndar
Kynnt var lokaskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna bókunar 1 í kjarasamningi FG og sveitarfélaga. Einnig var farið yfir aðgerðir Sveitarfélagsins Hornafjarðar í samræmi við aðgerðaáætlun sem unnin var sl. vetur.
FG lokaskýrsla samstarfsnefndar 2017_LOK.pdf
9. 201711037 - Skólaakstur/skólabyrjun: Hugmynd til umræðu
Fræðslu-og tómstundanefnd felur fræðslustjóra að afla upplýsinga um fjölda nemenda á framhaldsskólaaldri úr sveitum, hvaða viðbótarþörfum þyrfti að mæta ef 3-5 ára börnum yrði boðið upp á akstur með skólabílnum og taka saman kostnaðarmat við framangreindar breytingar. Einnig að taka saman upplýsingar frá öðrum sveitarfélögum sem byrja skóla milli kl. 8:20 og 9:00.
10. 201710058 - Gjaldskrá sundlaugar
Ræddar voru breytingar á gjaldskrá sundlaugar. Ákveðið að hækka staka miða í sund úr kr. 850 í kr. 900- sem er í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs. Ákveðið að bæta við fjölskyldugjaldi kr. 2000- sem gildir fyrir tvo fullorðna með börn. Annað helst óbreytt.
 
Gestir
Gunnar Ingi Valgeirsson
11. 201709514 - Íþróttamiðstöð: endurbætur
Farið var yfir þau þrjú tilboð sem Gunnar Ingi hefur fengið í parket á gólf íþróttahússins. Nefndarmenn skoðuðu sýnishorn sem hann kom með. Fræðslu- og tómstundanefnd leggur til að Gunnar Ingi og Hjálmar fari og skoði gólf frá þessum aðilum og leggi mat sitt fyrir fund í desember.
13. 201711030 - Menntun fyrir alla
Nefndin fór yfir og ræddi kynningu á lokaskýrslu um menntun fyrir alla; Úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Ljóst er að mikil vinna er framundan.
Menntun fyrir alla Samantekt.pdf
Menntun fyrir alla, úttekt Evrópumiðstöðvar 2017.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30 

Til baka Prenta