Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 834

Haldinn í ráðhúsi,
12.11.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson 1. varamaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
2. 1711003F - Umhverfisnefnd - 35
Farið yfir fundargerð. Rætt um stöðu sorpmála.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi
3. 1710018F - Umhverfisnefnd - 34
Fundargerð samþykkt.
4. 1710025F - Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 32
Fundargerð samþykkt.
5. 1710024F - Menningarmálanefnd - 33
Fundargerð samþykkt.
6. 1710022F - Félagsmálanefnd Hornafjarðar - 288
Fundargerð samþykkt.
7. 1710021F - Atvinnumálanefnd - 33
Fundargerð samþykkt.
8. 1710020F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 200
Fundargerð samþykkt.
9. 1710016F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 38
Fundargerð samþykkt.
10. 1710019F - Skipulagsnefnd - 34
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
1. 201710026 - Lóðarumsókn: Heppuvegur 2b
Lóðarumsækjendur komu á fund bæjarráðs og gerðu grein fyrir hugmyndum sínum að framkvæmdum við Heppuveg 2b.
Bæjarráð mælir með úthlutun lóðar til umsækjenda.
 
Gestir
Atli Arnarson
Anna Lind Þórhallsdóttir
Stefán Þór Arnarson
Ingibjörg Sveinsdóttir
11. 201709544 - Fjárhagsáætlun 2018
Farið yfir rekstur málaflokka.
 
Gestir
Jón Kr. Rögnvaldsson félagsmálastjóri
12. 201709225 - Hönnun: Tengi- og millibyggingar Heppuskóla og sundlaugar
Vinna starfsmanna vegna milli- og tengibyggingar lögð fram.

Farið yfir niðurstöðu starfsmanna og minnisblað fræðslustjóra. Bæjarráð samþykkir tillögu sem fram kemur í minnisblaði að farið verði í nauðsynlegar endurbætur á skólaeldhúsi. Bæjarstjóra og fræðslustjóra falið að leita samstarfs við arkitekta vegna hönnunar á skóla- og íþróttasvæði.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
13. 201709504 - Verkfundir: endurvinnsla og sorp
Farið yfir stöðu og framvindu samnings.
 
Gestir
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi
14. 201709293 - Malbikunarframkvæmdir 2017
Gunnlaugur gerði grein fyrir malbikunarframkvæmdum ársins 2017. Bæjarráð óskar eftir samantekt á fyrirhuguðum malbikunarframkvæmdum vor 2018.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri
15. 201709538 - Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2018
Farið yfir samanburð á afslætti milli sveitarfélaga. Bæjarráð óskar eftir endanlegri útfærslu á næsta fund bæjarráðs þar sem miðað er við 300 þkr. mánaðarlaun.
16. 201711025 - Prófkúra: reikninga og stofnanna
Bankareikningar sveitarfélagsins, undirstofnanna og fyrirtækja í eigu sveitarfélagsins.


Gegnum árin hafa verið stofnaðir ýmsir reikningar á kennitölur undirstofnanna og fyrirtækja í eigu sveitarfélagsins. Til að ná heildarsýn staðfestir bæjarráð að bæjarstjóri og fjármálastjóri hafa prófkúruheimildir vegna allra reikninga sveitarfélagsins, undirstofnanna þess og fyrirtækja í eigu sveitarfélagsins. Bæjarráð staðfestir að bankareikninga á ekki að stofna á kennitölur sveitarfélagsins nema með skriflegri staðfestingu bæjarstjóra eða fjármálastjóra sveitarfélagsins.
17. 201711014 - Ágóðahlutagreiðsla 2017
Tilkynning frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um ágóðahlutagreiðslu 2017. Fulltrúaráðsfundur ákvað að greiða 50 milljónir til aðildarsveitarfélaga. Hlutur sveitarfélagsins í 1,608% kemur því 804 þ.krónur til greiðslu þess.

Lagt fram til kynningar.
18. 201710045 - Aðalfundur HAUST 2017 1. Nóv
Fundargerð aðalfundar HAUST frá 1. nóvember lögð fram ásamt fylgigögnum.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25 

Til baka Prenta