Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 246

Haldinn í ráðhúsi,
08.02.2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Lovísa Rósa Bjarnadóttir Forseti,
Björn Ingi Jónsson aðalmaður,
Sæmundur Helgason 1. varaforseti,
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir 2. varaforseti,
Kristján Sigurður Guðnason aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga og gæðastjóri, Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1801008F - Bæjarráð Hornafjarðar - 842
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 1801012F - Bæjarráð Hornafjarðar - 843
2. Fræðslu- og tómstundanefnd - 41
Sæmundur tók til máls um ársskýrslu fræðslustjóra og þakkaði fyrir hana. Í fréttaþættinum Kveik var rætt um alvarlega stöðu sem komin er upp í starfsemi leik - og grunnskóla á Íslandi. Vandinn er að menntuðum kennurum fækkar, meðalaldur starfandi kennara fer síhækkandi og fáir nemendur fást í kennaranám. Það kemur ekki skýrt fram í skýrslu fræðslustjóra, í bókunum fræðslunefndar né bæjarráðs, að staðan hér á Höfn er mjög umhugsunarverð. Okkur hefur tekist vel til að manna skólana með góðu fólki, en hlutfall leiðbeinenda er hátt. Margir ungir kennarar hafa undanfarin ár farið frá skólunum yfir í önnur störf. Sv.félagið hefur boðið starfsmönnum minnkað starfshlutfall á fullum launum fyrir þá sem stunda fjarnám. Aðstaða fyrir fjarnám í Nýheimum er góð, gott námssamfélag og aðstoð við próftöku. Nú er í gangi samstarfsverkefni HÍ, Sass, Háskólafélags Suðurlands og fleiri um að auka menntastig svæðisins og bæta þjónustu HÍ varðandi fjarnám.
Ragnheiður tók til máls. Fagnaði opnun Þrykkjunnar í janúar sl. og þeim styrkjum sem félagsmiðstöðin hlaut frá Hirðingjunum og Raf-horni ehf. Sagði einnig ánægjulegt að Ungmennahús hafi tekið til starfa í húsnæði Þrykkjunnar.
Ásgerður tók til máls og tók undir orð Sæmundar um skýrslu fræðslustjóra. Vildi einnig benda á stöðuna í leikskólunum í landinu þar sem menntuðum leikskólakennurum hefur einnig farið fækkandi eins og menntuðum kennurum. Óskaði eftir tölfræðiupplýsingum um hlutföll faglærðs starfsfólks í leik- og grunnskólum Hornafjarðar. Ræddi einnig starf framhaldsskólans og mikilvægi þess að slík þjónusta sé í boði í heimabyggð.

Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 1801015F - Bæjarráð Hornafjarðar - 844
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 1801017F - Bæjarráð Hornafjarðar - 845
3. Rekstur líkamsræktarstöðvar á Hornafirði
Kristján tók til máls. Benti á tvennt sem þarf að huga að í stöðunni, annars vegar skammtímalausn fyrir líkamsræktarstöðina og hins vegar framtíðarlausn fyrir allt íþróttasvæðið í heild sinni. Óskaði eftir upplýsingum um stöðu málsins í dag.
Björn Ingi tók til máls og sagði að eftir að mál líkamsræktarstöðvarinnar hafi síðast komið inná borð bæjarráðs hafi skammtímalausn komið til, þ.e. að Sporthöllin gat leigt núverandi húsnæði áfram út maí 2018. Nú styttist í að sá tími renni út og því hafi komið erindi eða áminning frá Sporthöllinni um að líkamsræktarstöðin missi húsnæðið í lok maí. Sagði að unnið væri í málinu.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 1801004F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 245
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
6. 201801120 - Fjárhagsáætlun 2018: Viðauki I

Lagður fram viðauki I vegna áhrifa af breytingum á lífeyrisskuldbindingum sveitarfélagsins við Brú lífeyrissjóð. Greiðslur sveitarfélagsins vegna þessa nema 177 milljónum króna. Í viðauka er gert ráð fyrir að skrifað verði undir skuldarbréf við Brú lífeyrissjóð til 5 ára til að standa skil á skuldbindingum sveitarfélagsins.


Forseti bar viðauka I upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
FHÁ18_viðauki I_A hluti.pdf
FHÁ18_viðauki I_Málaflokkar.pdf
FHÁ18_viðauki I_A og B hluti.pdf
7. 201801089 - Þjóðlendur: ósk um stofnun landsvæðis í Suðursveit
Erindi frá forsætisráðuneytinu um stofnun þjóðlendu, sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingu. Lagði til við bæjarstjórn að erindi Forsætisráðuneytisins verði samþykkt og skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að annast málsmeðferð.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Landspildublað.pdf
8. 201801115 - Fyrirhuguð kaup ábúenda: Þinganes yfirlýsing bæjarstjórnar
Lagt fram erindi dagsett 29. janúar frá ábúendum að Þinganesi vegna fyrirhugaðra kaupa þeirra á jörðinni.
Á jörðinni Þinganes í Nesjum landnúmer 159524 hafa ábúendur jarðarinnar Einar Sigurbergsson kt.280735-3379 og Hanna Jónsdóttir kt.051037-2869 haft jörðina í ábúð frá vordögum 1958.
Við upphaf búskapar ábúenda á jörðinni var ræktað land um 10 hektara, í dag er á jörðinni um 40 hektara ræktaðs lands. Stundaður var hefðbundinn búskapur á jörðinni með sauðfé, kýr og hest. Eiga þau þar lögheimili og stunda eingöngu sauðfjárbúskap á jörðinni, sem yngsti sonur þeirra Halldór Einarsson og Olga Sveinbjörg Sigurbjörnsdóttir aðstoða þau við. Ástand mannvirkja og jarðarinnar verður að teljast gott. Jörðina hafa ábúendur setið vel og lagði til að bæjarstjórn mæli með því að þau fái jörðina keypta.


Forseti bar tillögun upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum
9. 201709318 - Deiliskipulag Skjólshólar
Deiliskipulagið nær yfir um 1 ha. fyrirhugað er að útbúa aðstöðu fyrir ferðafólk og koma upp allt að sjö litlum gistihúsum til útleigu. Deiliskipulagstillagan er unnin samhliða aðalskipulagsbreytingu en í breytingunni er gert ráð fyrir verslun og þjónustu að Skjólshólum.
Deiliskipulagstillagan var í kynningu frá 30. nóvember til 15. janúar og bárust ekki athugasemdir sem kalla á breytingar. Skipulagsnefnd samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Skjólshóla á fundi sínum þann 7. febrúar.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki nýtt deiliskipulag fyrir Skjólshóla og vísi því í lögformlegt ferli skv. skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Deiliskipulagstillaga: Skjólshólar.pdf
Deiliskipulagstillaga Skjólshólar -Umsögn Vegagerðarinnar.pdf
Umsögn Umhverfisstofnunar.pdf
Svar Minjastofnunar. Deiliskipulagstillaga.pdf
Umsögn Náttúrustofu Suðausturlands.pdf
Minjaskráning Skjolsholar.pdf
Umsögn Haust tillögu að deiliskipulagi fyrir Skjólshóla.pdf
10. 201801113 - Deiliskipulag Skálafell
Ósk um að hefja vinnu við deiliskipulag að Skálafelli 1. unnin hefur verið uppdráttur og greinargerð sem liggur fyrir fundinum. Skipulagsnefnd hefur fjallað um erindið og lagði til að farið verði í ferli á nýju deiliskipulagi.
Deiliskipulagið nær yfir tæplega 4 ha spildu úr landi Skálafells. Deiliskipulagstillagan tekur til frekari uppbyggingar á núverandi gistiaðstöðu og til bílastæðis vegna gönguleiðar um Hjallanes og Heinabergssvæðið.
Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulagstillöguna á fundi sínum þann 7. febrúar.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að hefja deiliskipulagsvinnuna og að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Skalafell deiliskipulagstillaga, uppdráttur og greinargerð.pdf
11. 201712007 - Grenndarkynning: Leyfilegt byggingarmagn við Júllatún
Grenndarkynning hefur farið fram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga frestur til að skila inn athugasemdum var til 19. janúar og barst ein athugasemd. Málið var tekið fyrir í skipulagsnefnd og samþykkt að fara að tillögu b.
Lagði til að tekið sé tillit til athugasemdar og að byggingarreitur verði færður að suð-vestur gafli eins og sýnt er á tillögu B. Leyfilegt byggingarmagn verður 150 m².


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Breyting á skipulagi við Júllatún.pdf
12. 201709046 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri greindi frá störfum sínum síðastliðinn mánuð.
13. 201801024 - Fyrirspurnir: bæjarstjórn 2018
Engar fyrirspurnir hafa borist.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35 

Til baka Prenta