Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 846

Haldinn í ráðhúsi,
12.02.2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Lovísa Rósa Bjarnadóttir varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
2. 1801016F - Umhverfisnefnd - 38
Farið yfir fundargerð.
5. 201709426 - Umferðaröryggisáætlun 2017
Ásgerður lagði til að hraðamælaskiltið sem ekki er í notkun verði sett upp á Silfurbraut til að greina umferðina þar.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og felur starfsmönnum að koma henni í framkvæmd.
Fundargerð samþykkt.
3. 1802002F - Skipulagsnefnd - 38
Farið yfir fundargerð.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri
Almenn mál
1. 201802020 - Krafa um skaðabætur: Athafnir sveitarfélagsins 2010 til 2017
Erindi frá Lögmönnum Laugardal fyrir hönd Ice Lagoon ehf. Krafa um skaðabætur vegna hamlandi aðgerða sveitarfélagsins frá árinu 2010 til 2017. Lögð er fram bótakrafa að upphæð 223-273 milljónir króna. Bæjarráð óskaði eftir áliti Árna Helgasonar hjá JÁS Lögmönnum.


Bæjarráð Hornafjarðar fjallaði um framkomið erindi frá lögmanni IceLagoon ehf., þar sem gerð er krafa um skaðabætur á hendur sveitarfélaginu. Bæjarráð hafnar alfarið framkominni kröfu og þeim forsendum sem hún byggir á. Bæjarráð harmar þær rakalausu ávirðingar sem fram koma í bréfinu á hendur kjörnum fulltrúum bæjarins á árunum 2010-2017 í þá veru að þeir hafi dregið taum tiltekinna aðila í ferðaþjónustu við Jökulsárlón og reynt að leggja stein í götu annarra. Þetta er alrangt. Markmið kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins hér eftir sem hingað til hafa verið þau ein að tryggja uppbyggingu við Jökulsárlón í samræmi við lög, reglur og skipulag á svæðinu og út frá bestu hagsmunum sveitarfélagsins og ferðaþjónustuaðila.

Bæjarstjóra er falið, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að undirbúa svar við erindinu.
Svf. Hornafj. v. bótakröfu.pdf
Mat Ernst.pdf
Meðferð mála Ice Lagoon ehf.pdf
krafa um bótaskyldu sveitarfélagsins vegna ólögmætra aðgerða.pdf
Sveitarfélagið hafnar kröfu Ice Lagoon ehf. um viðurkenningu á bótaskyldu.pdf
 
Gestir
Árni Helgason lögmaður JÁS Lögmenn ehf
4. 201802015 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Fræðslustjóri fór yfir beiðni um skólavist utan lögheimilis. Beiðnin kemur frá félagsmálasviði sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir umsókn um skólavist utan lögheimils vegna sérstakra aðstæðna umsækjanda.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir félagsmálastjóri
5. 201711028 - Styrkumsóknir fyrir starfsárið 2018 Bæjarráð
Sveitarfélagið auglýsti eftir styrkjum vegna ársins 2018 og var umsóknarfrestur til 15. nóvember 2017. Alls bárust sex umsóknir um styrki til bæjarráðs.

Farið yfir styrkumsóknir til bæjarráðs.
Alls bárust sex umsóknir að upphæð 6,8 milljón þetta árið, en til úthlutunar er 1,5 m.kr.
Eftirtaldir styrkir samþykktir.
Skógræktarfélag Austur Skaftafellssýslu 400 þús.kr.
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands 750 þús.kr.
Hollvinir Hornafjarðar 70 þús.kr.
Hirðingjarnir 150 þús.kr.
Vírdós 130 þús.kr.

Einnig barst umsókn frá Hlyni Pálmasyni vegna kvikmyndaverkefnis Hvítur hvítur dagur. Sveitarfélagið hefur úthlutað 3 mkr. til þess verkefnis í fjárhagsáætlun 2018.
6. 201801107 - Ráðning félagsmálastjóra
Fjórar umsóknir bárust um starfið. Ein umsókn var dregin til baka. Bæjarstjóri fór yfir niðurstöðu hæfnismats. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
7. 201801106 - Ráðning byggingarfulltrúa
Bæjarstjóri og skipulagsstjóri fóru yfir málið. Ein umsókn barst um starfið frá Bartosz Krzysztof Skrzypkowski. Umsækjandi uppfyllir öll skilyrði til að starfa sem byggingarfulltrúi sveitarfélagsins. Mælt er með ráðningu Bartosz í starf byggingarfulltrúa, en hann hefur starfað á skipulags- og tæknisviði sveitarfélagsins frá 2013. Auglýsa þarf núverandi starf hans á tæknisviði laust til umsóknar. Bæjarráð samþykkir ráðningu Bartosz í starf byggingarfulltrúa og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
8. 201802019 - Hagnýtar rannsóknir: NPA SAINT, atvinnulíf og samfélag
Á fundi bæjarráðs nr. 696 10. nóvember 2014 var farið yfir erindi Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Hornafirði. Samþykkt var að gera samning til þriggja ára um stuðning við rannsóknir í hagnýtum atvinnumálum og ferðaþjónustu. Verkefnið fór ekki strax af stað þar sem lengri tíma tók að afla annarra styrkja til þess. Samningstíminn er því 2016 til 2018. Lögð er fram greinargerð um stöðu verkefnisins ásamt samningsdrögum.

Farið yfir samningsdrög og framvindu verkefnisins. Bæjarráð samþykkir drög að samningi.
9. 201802022 - Breytingar á gerð kjörskrárstofns
Tilkynning frá Þjóðskrá Íslands dagsett 6. febrúar, varðandi breytingar á gerð kjörskrárstofns. Breytingarnar felast í því að námsmenn á Norðurlöndum þurfa að sækja um það rafrænt til Þjóðskrá Íslands að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar. Umsóknareyðublað verður á heimasíðu Þjóðskrá Íslands.

Lagt fram til kynningar.
Breytingar á gerð kjörskrárstofns - sveitarfélög.pdf
10. 201802030 - Raforkuflutningakerfi: áætlun um þrífösun rafmagns
Erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis dagsett 8. febrúar. Skipaður hefur verið starfshópur til að greina möguleika og gera tillögu um uppfærslu á raforkuflutningakerfi í dreifbýli með áherslu á þrífösun.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
eyðublað - könnun á þörf fyrir 3_fasa rafmagn.pdf
Bréf til sveitastjórna dags 8. feb 2018.pdf
11. 201802018 - Umsögn um útgáfu leyfa Árshátíð Sveitarfélags Hornafjarðar
Erindi dagsett 7. febrúar. Ósk um umsögn um tímabundið áfengisleyfi. Árshátíð starfsmanna sveitarfélagsins 23. febrúar.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um útgáfu leyfis.
12. 201802024 - Viljayfirlýsing: aðgerðir gegn ofbeldi, áreitni og einelti á vinnustöðum
Erindi dagsett 5. febrúar Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kyndbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Bæjarráð tekur undir viljayfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er eftirfarandi:
"Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félaga sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Mikilvægt er að félög sýni fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum og jafnréttislögum í starfi sínu. Séu slíkar reglur nú þegar til staðar hvetur stjórn sambandsins sveitarfélög til að yfirfara sínar stefnur með þetta í huga."
Bæjarráð felur fræðslustjóra að upplýsa íþrótta- og félagasamtök á svæðinu sem bjóða uppá tómstundastarf fyrir börn og unglinga um viljayfirlýsinguna.
Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.pdf
13. 201802031 - Hafnarbraut 25: ósk um afnot
Erindi Umhverfissamtaka Austur Skaftafellssýslu dagsett 5. febrúar. Ósk um að fá afnot af húsnæðinu til að hýsa ýmiskonar starfssemi. Jafnframt lýsir félagið sig reiðubúið til að deila húsnæðinu með öðrum samfélagsverkefnum.

Bæjarráð þakkar áhugann en ákvörðun um framtíð hússins hefur ekki verið tekin og unnið er að skipulagsvinnu á svæðinu. Umrætt hús mun ekki losna fyrr en eftir mitt ár 2018.
14. 201802006 - Fundargerðir: stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
Fundargerðir stjórnar nr. 856.

Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 856.pdf
15. 201801057 - Fundargerðir stjórnar SASS 2018
Fundargerð stjórnar SASS nr 529 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
529. fundur stj. SASS.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40 

Til baka Prenta