Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 32

Haldinn í ráðhúsi,
14.02.2018 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður,
Svandís Perla Snæbjörnsdóttir ,
Arndís Ósk Magnúsdóttir ,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir ,
Ingunn Ósk Grétarsdóttir ,
Íris Mist Björnsdóttir ,
Sigursteinn Már Hafsteinsson ,
Fundargerð ritaði: Herdís I. Waage, Tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201801095 - Ungmennahús 2018
Farið yfir stöðu Ungmennahúss. Hver eiga að vera næstu skref?

Farið var yfir stöðu ungmennahúss. Við viljum alls ekki gefast upp við að fá ungmenni í húsið þessi tvö kvöld sem eru í boði. Í stað þess að halda úti starfsmanni sem situr og bíður eftir því að einhverjir láti sjá sig þá er hugmnyndin sú að leggja fram símanúmer starfsmanns sem gæti þá opnað húsið ef fleiri en tveir til þrír hafi áhuga á því að mæta. Svo endilega nýta sér aðstöðuna.
2. 201801027 - Áheyrnarfulltrúar nefnda
Ungmennaráð leitar eftir ungu fólki sem er reiðubúið að taka að sér að vera áheyrnafulltrúar í fastanefndum.

Fulltrúar ungmennaráðs gáfu kost á sér í nokkrar nefndir. Vantar einungis tvo. Er í vinnslu.
3. 201802032 - Ungt fólk og lýðræði 2018
UMFÍ stendur fyrir níundu ráðstefnu Ungt fólk og lýðræði. Í ár eru einkunnarorðin: Okkar skoðun skiptir máli! Óskað er eftir tveimur fulltrúum ungmennaráðs til að fara á ráðstefnuna

Tveir fulltrúar frá ungmennaráði fara á ráðstefnu UMFÍ.
Ungt fólk og lýðræði 2018.pdf
4. 201802033 - Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Stjórnarráð Íslands óskar eftir umsóknum í nýtt ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Einn fulltrúi ungmennaráðs er búin að sækja um setu í ungmennaráði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fögnum því og vonumst til að hún fái sæti.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á vefsíðu Stjórnarráðsins.pdf
5. 201712060 - Umsögn um frumvarp til laga: kosningaraldur mál 40
Hvað er að frétta af frumvarpinu um lækkun kosningaraldurs?

Ungmennaráð bíður spennt eftir niðurstöðum frá Alþingi og vonar hið besta.
6. 201802038 - Skuggakosningar 2018
Skuggakosningar 2018/undirbúningur

Mikill undirbúningur er í sambandi við skuggakosningar og mörg leyfi þarf að uppfylla. Starfsmanni er falið að byrja umsóknarferlið til ráðuneyta.
7. 201802041 - Forvarnarviðburðir 2018
Rætt var um forvarnir almennt og fræðslu í tengslum við forvarnir. Höfum ákveðið að taka þetta mál fyrir og stefnum að því að fá forvarnarfræðslu með skemmtilegu sniði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta