Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 847

Haldinn í ráðhúsi,
19.02.2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Kristján Sigurður Guðnason 1. varamaður,
Páll Róbert Matthíasson 1. varamaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201802044 - Uppbygging útbæ Höfn - Lóðir D E F viljayfirlýsing
Erindi Marina Travel ehf dagsett 14. febrúar. Farið yfir stöðuna í framhaldi af viljayfirlýsingu sem bæjarráð gaf 16. október 2017.

Einar fór yfir framvindu verkefnisins frá síðasta fundi með bæjarráði. Næsta skref er að málið verður tekið fyrir í skipulagsnefnd og að MT skili inn frekari gögnum fyrir það ferli að gera skipulagsbreytingu sem meðal annars felur í sér að sameina þrjár lóðir í eina. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga hjá MT um útfærslu verkefnisins.
 
Gestir
Einar Kristjánsson
2. 201802029 - Landsáætlun og verkefnaáætlun um innviði - samráðsferli
Bæjarráð felur atvinnu- og ferðamálafulltrúa að senda inn umsögn. Í áætluninni er aðeins talað um tvo staði í Austur-Skaftafellssýslu sem gert er ráð fyrir framkvæmdum á 2018-2020, Sandfell og Jökulsárlón. Mikilvægt væri að koma inn á framkvæmdaáætlun vegum að vinsælum ferðamannastöðum t.d. vegur að Heinabergssvæði, Hoffells-, Fláa- og Svínafellsjökli. Bæjárráð hvetur hagsmunaaðila að koma með umsagnir inn á https://samradsgatt.island.is/ fyrir 26. febrúar nk.
Verkefnaaatlun 2018-2020_umsogn_lokaskjal_2018.pdf
Stefnumarkandi landsaetlun_og_greinargerd_skjal i umsogn 2018.pdf
3. 201802048 - Bygging íbúða: Borgartúni Hofi Öræfum
Í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er hafin undirbúningur byggingar íbúðarhúsnæðis að Hofi Öræfum.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála. Lauslega hefur verið rætt við hönnuði og verktaka um verkið. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu og leggja fram tillögu fyrir bæjarráð.
4. 201802049 - Stjórn: Auglýsing eftir framboðum í stjórn
Lagt fram til kynningar.
5. 201802050 - Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa
Samkvæmt stefnumörkun sambandsins fyrir þetta kjörtímabil skal sambandið styðja sveitarfélögin við að ná tökum á
þátttökulýðræði og öðrum nýmælum í lýðræðisátt.
Í samræmi við þetta markmið stóð sambandið fyrir námsferð fyrir sveitarstjórnarmenn til Svíþjóðar haustið 2016 til
að kynna sér hvernig sænsk sveitarfélög vinna að íbúasamráði og haustið 2017 stóð það fyrir málþingi til að kynna
fyrirmyndarverkefni sveitarfélaga á þessu sviði.
Nú liggur fyrir handbók fyrir sveitarfélög um íbúasamráð og þátttöku íbúa.
Lydraedisrit_loka.pdf
6. 201802043 - Fundargerðir HAUST 2018
Fundargerð Heilbrigðisnefndar nr. 193.

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20 

Til baka Prenta