Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 853

Haldinn í ráðhúsi,
09.04.2018 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Lovísa Rósa Bjarnadóttir varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
2. 1803012F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 205
Farið yfir fundargerð.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar
3. 1803013F - Atvinnumálanefnd - 39
Farið yfir fundargerð.
Fundargerð samþykkt.
4. 1804001F - Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 37
Farið yfir fundargerð.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Matthildur Ásmundardóttir, Framkvæmdastjóri HSU á Hornafirði
5. 1803015F - Skipulagsnefnd - 41
Stefnt er að því að breyting á skipulagi skotsvæðis og moto cross brautar verði lokið í maí nk.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri
Almenn mál
1. 201804027 - Ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2017
Magnús Jónsson og Sigurjón Arnarson endurskoðendur sveitarfélagsins frá KPMG fóru yfir ársreikning 2017 og drög að skýrslu endurskoðenda.

Bæjarráð vísar ársreikningi 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
 
Gestir
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir bæjarfulltrúi
Gunnhildur Imsland bæjarfulltrúi
6. 201709281 - Fjallskilasamþykkt
Drög að fjallskilasamþykkt lögð fram

Bæjarráð samþykkir framlögð drög og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
7. 201712045 - Fjárhagsáætlun 2018 HSU Hornafirði
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 var tekin fyrir á fundi heilbrigðis- og öldrunarnefndar afgreidd með tæplega 900.000 kr afgangi og vísar henni til afgreiðslu.

Farið yfir fjárhagsáætlun HSU Hornafirði fyrir árið 2018 og samþykkt að vísa til afgreiðslu í bæjarstjórn.
 
Gestir
Matthildur Ásmundardóttir, Framkvæmdastjóri HSU á Hornafirði
8. 201803093 - Ályktun Félags eldri Hornfirðinga v.hjúkrunarheimilis
Ályktun aðalfundar Félags eldri Hornfirðinga haldinn í Ekrunni á Höfn 24. mars. Fundurinn skorar á bæjarstjórn og hæstvirtan heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því, að því sem allra fyrst verði hafist handa við hönnun og framkvæmdir vegna hjúkrunarheimils.

Bæjarráð tekur undir ályktunina. Unnið er af fullum þunga að koma verkefninu af stað. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2018 eru 150 mkr. áætlaðar í verkefnið.
Ályktun aðalfundar Félags eldri Hornfirðinga.pdf
9. 201803054 - Áform um uppbyggingu, Heppuvegur 2a
Erindi vegna fyrirhugaðrar byggingar Verðanda á Heppu tekið fyrir. Samkvæmt erindinu er fyrirhugað að reisa einnar hæðar timburhús með risi á steyptum kjallara. Skipulagsnefnd vísar til bæjarráðs ákvörðun um með hvaða fyrirkomulag verður varðandi móttöku á lóð.

Bæjarráð samþykkir að afhenda lóðina í því ástandi sem hún er en koma til móts við lóðarhafa hvað varðar förgunarkostnað á múrbroti, fyrir utan flutning á urðunarstað.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri
10. 201706037 - Yfirlit yfir lausar lóðir innan Hafnar
Farið yfir stöðu á lóðum og tíma frá því þeim var úthlutað.

Lagt fram yfirlit um lausar lóðir.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri
11. 201709394 - Hugmyndir um uppbyggingu í ferðaþjónustu á Höfn
Á fundi bæjarráðs nr.850 var bæjarstjóra falið að skoða málið frekar.

Farið yfir minnisblað bæjarstjóra. Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir og umræður um verkefnið og er þeirrar skoðunar að uppbygging af þessu tagi geti skapað mikla möguleika í atvinnu og ferðaþjónustu á svæðinu og sem aðdráttarafl.
Til að þessi hugmynd geti orðið að veruleika er nauðsynlegt að gera breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulögum á svæðinu. Bæjarráð telur mikilvægt að vinna frekari gögn til að hægt sé að gera betur grein fyrir umfangi hugmyndarinnar og áhrifum hennar á umhverfið s.s. rými, umferð og skuggavarp.
Bæjarráð vísar málinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd.
12. 201802083 - Fráveita og gatnagerð: Borgartún að Hofi
Lögð fram áætlun vegna fráveitu og gatnagerðar í Borgartúni Hofi Öræfum.

Bæjarráð heimilar að verkið verði boðið út.
13. 201803078 - Stigatafla: íþróttahús ósk um aukafjárveitingu
Stigatafla í íþróttahúsi er biluð og hafa tilraunir til lagfæringa ekki skilað árangri. Forstöðumaður íþróttamannvirkja hefur skoðað hvaða möguleikar eru í stöðunni.
Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.


Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 2,4 mkr til kaupa á stigatöflu. Fjárhæðin verði tekin af óráðstöfuðu.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
Gunnar Ingi Valgeirsson í síma
14. 201709207 - Rekstur líkamsræktarstöðvar á Hornafirði
Á fundi bæjarráðs nr.845 var farið yfir opið bréf frá rekstraraðila líkamsræktarstöðvar í sveitarfélaginu. Bæjarráð fól bæjarstjóra og fræðslustjóra að fara yfir málið með núverandi rekstraraðila líkamsræktarstöðvar um möguleika í stöðunni. Lagðar eru fram þrjár mögulegar leiðir til að tryggja áframhaldandi rekstur líkamsræktarstöðvar í sveitarfélaginu.

Bæjarráð felur fræðslustjóra að ganga til samninga við núverandi eigendur að Álaugarvegi 7 um leigu á húsnæðinu til tveggja ára. Jafnframt að gerður verði samningur við núverandi rekstraraðila Sporthallarinnar um framleigu á húsnæðinu. Kostnaður verði tekinn af óráðstöfuðu, þ.e. 1,5 mkr. árið 2018.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
15. 201804020 - Ósk um fjárveitingu fyrir áhöldum til fimleikaiðkunar
Erindi fimleikadeildar Sindar dagsett 3. apríl 2018. Keppnisáhöld til að undibúa stökk og lendingardýna eru kominn til ára sinna. Nauðsynlegt er að endunýja þennan búnað. Óskað er eftir fjárveitingu til að kaupa fíbergólf og lendingardýnu.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að upphæð 4,5 mkr. sem tekið verði af óráðstöfuðu.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
16. 201709426 - Umferðaröryggisáætlun
Lögð fram umferðaröryggisáætlun sem hefur verið í vinnslu hjá umhverfisnefnd sveitarfélagsins.

Bæjarráð vísar umferðaröryggisáætlun til afgreiðslu í bæjarstjórn.
17. 201711076 - Laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna
Farið yfir fyrirkomulag launa kjörinna fulltrúa.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir reglur um kjör kjörinna fulltrúa.
18. 201804003 - Umsögn um útgáfu leyfa Lionsklúbbur Hornafjarðar
Erindi frá Sýslumanni á Suðurlandi dagsett 3. apríl. Ósk um umsögn vegna útgáfu tækifærisleyfis til áfengisveitinga frá Lionsklúbbi Hornafjarðar í Sindrabæ 14. apríl.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um útgáfu leyfis.
19. 201804004 - Umsögn um útgáfu leyfa Kvennakór Hornafjarðar
Erindi Sýslumanns á Suðurlandi dagsett 3. apríl. Óskað er eftir umsögn um útgáfu tækifærisleyfis til áfengisveitinga frá Kvennakór Hornafjarðar í Sindrabæ 18. apríl.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um útgáfu leyfis.
20. 201803090 - Niðurstaða greininga KPMG á leiguíbúðum
Varasjóður húsnæðismála leitaði til KPMG um ráðgjöf og greiningu á rekstrargrundvelli félagslegra leiguíbúða í sveitarfélögum sem tilgreindu skuldir sem vandamál við rekstur leiguíbúða.

Lagt fram til kynningar.
21. 201804008 - Fiskeldisstefna: drög sjávarútvegssveitarfélaga
Samtök sjávarútvegssveitarfélaga gangast fyrir opnum fundi um fiskeldisstefnu samtakanna föstudaginn 27. apríl nk. í Íslenska sjávarklasanum að Grandagarði 16, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 13:00.

Lagt fram til kynningar.
22. 201801056 - Fundargerðir stjórnar Nýheima 2018
Fundargerð stjórnar nr.91 og 92.

Lagðar fram til kynningar.
Rætt um málefni háskólanema og í því samhengi rætt um eignarhlut sveitarfélagsins í Háskólafélagi Suðurlands sem hefur dregið starfsemi sína til baka af svæðinu. Bæjarstjóra falið að óska eftir formlegu samtali við forsvarsmenn Háskólafélags Suðurlands ásamt forstöðumanni Nýheima Þekkingarseturs.
92.fundur 07.03.2018.pdf
91.fundur 07.02.2018.pdf
23. 201802006 - Fundargerðir: stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
Fundargerð nr. 858

Lagt fram til kynningar.
24. 201802078 - Almannavarnarnir: Skipulag og samstarf
Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur skipulagt ferð til Rómar til að kynnast fyrirkomulagi almannavarna þar. Aðstæður er um margt líkar og á Suðurlandi jarðskálftar, flóð og rýmingaráætlanir. Sótt var um styrk til ferðarinnar gegnum Union Civil Protection Mechanism og var umsóknin samþykkt.

Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu.
Programma Exchange of Experts_rev.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til baka Prenta