Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 248

Haldinn í ráðhúsi,
11.04.2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Lovísa Rósa Bjarnadóttir Forseti,
Björn Ingi Jónsson aðalmaður,
Sæmundur Helgason 1. varaforseti,
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir 2. varaforseti,
Kristján Sigurður Guðnason aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga og gæðastjóri, Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1803007F - Bæjarráð Hornafjarðar - 850
15. Húsnæði Sláturfélagsins Búa - Vestur hluti sláturhúss
Kristján tók til máls. Óskaði eftir upplýsingum um hvort búið væri að skrifa undir samning og hvenær flutningur Matarsmiðju er fyrirhugaður.
Björn Ingi tók til máls og upplýsti að búið er að skrifa undir samning sem gildir til 2020. Samningurinn hefur ekki öðlast gildi þar sem undirritun er ókláruð af hálfu Norðlenska. Flutningur matarsmiðju er því í biðstöðu þar til samningur tekur formlega gildi.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 1803009F - Bæjarráð Hornafjarðar - 851
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 1803011F - Bæjarráð Hornafjarðar - 852
3 Fræðslu- og tómstundanefnd - 43
Ásgerður tók til máls um stöðu Fab Lab smiðja á landsvísu og þar með stöðu Vöruhússins Höfn. Sagði áhyggjuefni að ekki fáist meiri stuðningur frá ríkinu og Nýsköpunarmiðstöð til eflingar smiðjanna. Sagði gott og mikilvægt starf unnið í smiðjunni hér á Höfn.
Björn Ingi tók til máls og tók undir orð Ásgerðar um gott starf í Vöruhúsinu. Greindi frá að hann og fræðslustjóri eru að undirbúa erindi til Mennta- og Nýsköpunarráðuneytis um fyrirkomulag samstarfs í framtíðinni.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 1804002F - Bæjarráð Hornafjarðar - 853
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 1803005F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 247
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
6. 201804027 - Ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2017
Ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2017 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Ársreikningurinn hefur fengið kynningu í bæjarráði að visðtöddum aðalmönnum í bæjarstjórn.

Björn Ingi lagði fram ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Rekstrarniðurstaða A og B hluta á árinu var jákvæð um 494 millj. kr., en niðurstaða A hluta var jákvæð um 425 millj. kr.. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 688 millj. kr. en 559 millj. kr. í A hluta. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu 1.228 millj. í árslok 2017. Eiginfjárhlutfall A og B hluta nam 77%. Skuldahlutfall sveitarfélagsins er 47% og er undir viðmiðunarreglu sem er 150%. Lagði til að bæjarstjórn vísi ársreikningi 2017 til annarrar umræðu í bæjarstjórn. Björn Ingi þakkaði bæjarfulltrúum, starfsfólki og KPMG fyrir störf sín við vinnu við gerð ársreiknings. Lagði til að bæjarstjórn vísi ársreikningi 2017 til annarrar umræðu í bæjarstjórn.
Sæmundur tók til máls og fagnaði góðri niðurstöðu ársreiknings. Tók undir þakkir Björns Inga um vinnu starfsfólks, bæjarfulltrúa og KPMG við gerð ársreiknings.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Samstæða málaflokkar og deildir_09042018.pdf
Ársreikningur Hornafjarðar 2017_09042018.pdf
7. 201712045 - Fjárhagsáætlun 2018 HSU Hornafirði
Björn Ingi gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Heilbrigðisstofnunar HSU á Hornafirði fyrir árið 2018 þar kom fram að meira svigrúm er í rekstrinum þar sem áætlunin er afgreidd með tæplega 900.000 kr. afgangi. Hann lagði til að bæjarstjórn samþykki fjárhagsáætlunina.
Forseti bar fjárhagsáætlun HSU Hornafirði til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
8. 201709281 - Fjallskilasamþykkt
Ný fjallskilasamþykkt liggur fyrir til fyrri umræðu í bæjarstjórn vinna við gerð nýrrar samþykktar hefur staðið yfir í u.þ.b. eitt ár og verið unnin af atvinnumálanefnd sveitarfélagsins.


Ragnheiður greindi frá nýrri fjallskilasamþykkt og lagði til að bæjarstjórn samþykki að samþykktinni verði vísað í lögformlegt ferli.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Fjallskilasamþykkt SVH april 2018 - skjal til samþykktar.pdf
9. 201802053 - Urðunarstaður: Grænt bókhald 2015 og 2016
Grænt bókhald hefur verið unnið af starfsmönnum sveitarfélagsins í samvinnu við KPMG og HAUST.

Sæmundur greindi frá grænu bókhaldi sveitarfélagsins. Það er álit KPMG að skýrslur Sveitarfélagsins Hornafjarðar um grænt bókhald fyrir árin 2015-2016 sé gerð í samræmi við lög og reglur um innihald skýrslna um grænt bókhald og að tölulegar upplýsingar í skýrslunni eru í samræmi við þær aðferðir sem þar er gerð grein fyrir.
Bæjarstjórn undirritar skýrslurnar sem verða sendar Umhverfisstofnun til samþykktar.
Ásgerður tók til máls og spurði hvernig vinnuferli við gerð græns bókhald hafi verið háttað, þ.e. hvort skýrslan hafi farið fyrir umhverfisnefnd.
Björn Ingi greindi frá að skýrslan hafi verið tekin fyrir í umhverfisnefnd í gær.
Ásgerður tók til máls og benti á mikilvægi þess að hagnýta upplýsingar skýrslunnar.
Grænt bókhald 2015 Sveitarfélagið Hornafjörður loka.pdf
Grænt bókhald 2016 Sveitarfélagið Hornafjörður loka.pdf
10. 201710081 - Aðalskipulagsbreyting: Hitaveita á Hornafirði
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna hitaveitu á Hornafirði lögð fram. Lega hitaveitulagnar hefur verið breytt samanborið við legu lagnar í lýsingu. Lögninni hefur verið hnikað til, en hún liggur nú meðfram þjóðvegi austan megin við Þveit. Opin kynningarfundur var haldinn þann 7. mars.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki aðalskipulagstillöguna og vísi henni í lögformlegt ferli skv.30. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
11. 201803092 - Óveruleg breyting á aðalskipulagi Flugvöllur í Skaftafelli
Ósk um að hefja óverulega breytingu á aðalskipulagi sveitarfélgsins Hornafjarðar 2012-2030.
Tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi lögð fram.
Breytingin felst í því að verslunar- og þjónustureitur við Freysnes verði færður að flugvelli í Skaftafelli.


Lagði til að bæjarstjórn samþykki að hefja deiliskipulagsvinnuna og að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst skv. 2. mgr. 31. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
12. 201803054 - Áform um uppbyggingu, Heppuvegur 2a
Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi. Fyrirhuguð er bygging einnar hæðar timburhúss með risi á steyptum kjallara á lóð Verðanda á Heppu.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að hafin verði vinna við gerð breytingar á deiliskipulagi við Heppu.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
13. 201803088 - Fyrirhuguð stækkun á Mjólkurstöðinni
Erindi frá Jóni Grétari Magnússyni fyrir hönd eigenda Gistiheimilisins Mjólkurstöðvarinnar við Dalbraut 2 dags. 26. mars 2018. Ósk um stækkun á gistiheimili að Dalbraut 2. Skipulagsnefnd leggur til að heimila gerð deiliskipulags VÞ4 reits skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga.

Lagði til að bæjarstjórn samþykki að hefja vinnu að deiliskipulagi.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
14. 201801044 - Grenndarkynning: Nýr bílskúr Hólabraut 8
Grenndarkynning vegna áforma um byggingu bílskúrs að Hólabraut 8 hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 14. mars. Engar athugasemdir bárust.

Lagði til að bæjarstjórn samþykki grenndarkynninguna og byggingaráformin.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
15. 201709426 - Umferðaröryggisáætlun
Umferðaröryggisáætlun hefur verið í vinnslu sl. tvö ár hjá umhverfisnefnd. Á þeim tveim árum sem vinna við áætlunina hefur farið fram voru haldnir þrír íbúafundir. Sérfræðingur fundaði með kjörnum fulltrúum, samráðsfundur var haldin með hagsmunaðilum og fleiri aðilar hafa komið á fund hópsins.

Sæmundur fór yfir ferlið við gerð umferðaröryggisáætlunar og fór yfir aðgerðarlista áætlunarinnar. Lagði til að bæjarstjórn samþykki nýja umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Umferðaröryggisáætlun til samþykktar í bæjarstjórn.pdf
16. 201801107 - Ráðning félagsmálastjóra
Björn Ingi greindi frá ráðningu félagsmálastjóra Elísu Sóleyju Magnúsdóttur og ráðningu félagsmálafulltrúa Skúla Ingibergs Þórarinssonar. Ráðning þeirra var samþykkt í bæjarráði. Óskaði eftir staðfestingu bæjarstjórnar þar sem um lykilstjórnendur er að ræða.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
17. 201803081 - Umsókn um lóð Hagaleira 16
Umsókn Karls Ágústs Guðnasonar eftir lóð að Hagaleiru 16. Bæjarráð mælti með úthlutuninni.

Forseti bar umsóknina upp til samþykktar. Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að úthluta lóðinni til umsækjanda.
18. 201709046 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri greindi frá störfum sínum síðastliðinn mánuð.
19. 201801024 - Fyrirspurnir: bæjarstjórn 2018
Engar fyrirspurnir hafa borist.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50 

Til baka Prenta