Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 33

Haldinn í ráðhúsi,
09.04.2018 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður,
Svandís Perla Snæbjörnsdóttir ,
Arndís Ósk Magnúsdóttir ,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir ,
Ingunn Ósk Grétarsdóttir ,
Íris Mist Björnsdóttir ,
Herdís Ingólfsdóttir Waage .
Fundargerð ritaði: Herdís I. Waage, Tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201802038 - Skuggakosningar 2018
Stefnt er að því að halda skuggakosningar samhliða sveitarstjórnakosningunum 26. maí. Kosningarnar eru fyrir nemendur sem eru fæddir eftir 26. maí 2000 til og með nemendum í 7. bekk fæddum 2005. Hugmyndin er að vera á öllum kjörstöðum sem opnir eru í sveitarstjórnarkosningunum. Kosningu ungmennanna lýkur kl. 20:00 á kjördag og verða úrslit kosninganna kynnt eftir kl. 22:00 um kvöldið. Til að halda daginn hátíðlegan fyrir nemendur verður boðið upp á ball um kvöldið þar sem m.a. er beðið eftir úrslitunum. Tilgangur kosninganna er að auka lýðræðisþátttöku ungs fólks og áhuga þeirra á málefnum sveitarfélagsins. Undirbúningur er þegar hafinn.
2. 201802032 - Ungt fólk og lýðræði 2018
Tveir fulltrúar ungmennaráðs tóku þátt í ráðstefnu um ungt fólk og lýðræði á vegum UMFÍ 21. - 23. mars sl. Ráðstefnan var haldin í Grafningshreppi þar sem 80 ungmenni komu saman og ræddu málin. Þau sendu frá sér bókun/ályktun þar sem fram koma helstu málin sem þeim finnst að þurfi endurskoðunar við og helst breytingar. Ungmenni eru þegnar samfélagsins og á þau á að hlusta.
Ályktun-Ungt fólk og lýðræði 2018.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta