Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 854

Haldinn í ráðhúsi,
16.04.2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sæmundur Helgason formaður,
Lovísa Rósa Bjarnadóttir varaformaður,
Kristján Sigurður Guðnason 1. varamaður,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1803014F - Umhverfisnefnd - 40
Farið yfir fundargerð.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Bryndís Bjarnarson umhverfis- og upplýsingafulltrúi
Almenn mál
2. 201803053 - Skólamáltíðir : samningur og fyrirkomulag
Bæjarráð óskaði eftir að fræðslustjóri gerði fyrirspurn hjá veitingaaðilum vegna skólamáltíða. Síðustu fimm árin hefur HSU Hornafirði séð um að útbúa skólamáltíðir fyrir Grunnskóla Hornafjarðar og er tilbúið til að halda því áfram. Tveir aðrir aðilar sýndu áhuga, annar af þeim skilaði inn verði.
Kaffihornið er tilbúið til að afhenda matarskammtinn á 700 krónur.
HSU Hornafirði er tilbúið til að afhenda matarskammtinn á 629 krónur.


Kristján Guðnason vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fræðslustjóra að ræða við HSU Hornafirði um samning vegna skólamáltíða til næstu 3-4 ára.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
3. 201802035 - Fab Lab: Samningur
Samningur sem gerður var við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um FabLab Hornafjörður er útrunninn. Óljóst er með hvaða hætti og hvaða fyrirkomulag hið opinbera vill hafa á þessum hlutum. Mikilvægt er að skýra þessi mál svo áfram megi efla þekkingu og nýsköpun á þessu sviði.

Kristján Guðnason tók aftur sæti á fundinum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi í mennta- og menningarmálaráðuneyti og í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti til að ræða möguleika á samstarfi til að auka tækifæri í nýtingu FabLabs smiðjunnar til aukinnar fræðslu og nýsköpunar.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
4. 201804060 - Humarhátíð 2018
Erindi áhugahóps dagsett 12. apríl sl. Hópurinn hefur áhuga á að sjá um Humarhátíð 2018.

Bæjarráð fagnar áhuga hópsins og því einstaklingsframtaki sem það sýnir að vilja halda humarhátíð 2018. Bæjarráð samþykkir að hópurinn haldi humarhátíð 2018 og fái styrk sem gert er ráð fyrir samkvæmt fjárhagsáætlun 2018 til verksins. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við hópinn um humarhátíð 2018. Um væri að ræða sambærilegan samnning og gerður var við UMF Sindra.
5. 201804028 - Félagsheimili sveitarfélagsins
Erindi frá Aðalfundi Austur-Skaftafellskra kvenna dagsett 8. apríl. Erindið snýr að mikilvægi þess að hafa húsverði í félagsheimilum sveitarfélagsins. Skorað er á bæjarstjórn að eiga samtal við kvenfélögin um húsvörslu í félagsheimilunum.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur bæjarstjóra að ræða við kvenfélögin um möguleika á að þau taki að sér húsvörslu og eftirlit með félagsheimilum sveitarfélagsins.
6. 1804038 - Beiðni um lögheimili að Myllulæk 9
Erindi Laufeyjar Guðmundsdóttur dagsett 11. apríl. Ósk um heimild til skráningu lögheimilis í frístundabyggð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og skipulagsstjóra að kanna hvaða lög og reglur gilda um heimild til að skrá lögheimili í frístundabyggð.
7. 201709425 - Reglur Sveitarfélagsins Hornafjarðar um auglýsingaskilti
Um nokkurn tíma hefur verið unnið að reglum um auglýsingarskilti innan sveitarfélagsins.

Bæjarráð felur starfsmönnum að klára drög að reglum og fá lögfræðilega yfriferð á regludrögunum og leggja fyrir bæjarráð.
8. 201801057 - Fundargerðir stjórnar SASS 2018
Fundargerð stjórnar nr.531

Lögð fram til kynningar.
9. 201709367 - Viðhaldsáætlun fasteigna sveitarfélagsins
Í samræmi við viðhaldsáætlun fasteigna hefur verið óskað eftir tilboðum í endurnýjun á þaki að Silfurbraut 2-4. Kostnaðaráætlun vegna framkvæmdarinnar er 7.094.850 krónur. Eitt tilboð barst í verkið frá Mikael ehf. að upphæð 9.502.000 krónur sem er 34% yfir kostnaðaráætlun.

Bæjarráð felur starfsmönnum að fara yfir og ræða við verktakann um tilboðið og verkið.
10. 201803030 - Útboð Vöruhús endurbætur 2018 2. áfangi.
Auglýst var eftir tilboðum í 2. áfanga Vöruhús í samræmi við ákvörðun bæjarráðs frá fundi nr. 851 19.mars. s.l. Kostnaðaráætlun vegna 2. áfanga er 43.889.433 krónur. Eitt tilboð barst í verkið frá Þingvað ehf. að upphæð 61.731.210 sem er 41% yfir kostnaðaráætlun.

Bæjarráð felur starfsmönnum að fara yfir og ræða við verktakann um tilboðið og verkið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til baka Prenta