Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn Hornafjarðar - 208

Haldinn í ráðhúsi,
21.06.2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Reynir Arnarson formaður,
Arna Ósk Harðardóttir varaformaður,
Sigurður Ægir Birgisson aðalmaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Páll Guðmundsson 1. varamaður,
Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðarhafnar.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri og staðgengill bæjarstjóra
Formaður stjórnar, Reynir Arnarson, bauð fundarmenn velkomna og setti fund.


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
6. 201804009 - Fundargerðir erindi Hafnasambands 2018
Lagt fram til kynningar.
fundargerd_404_hafnasamband.pdf
Almenn mál
1. 201806038 - Sveitarstjórnarkosnignar 2018 kynning og kjörbréf
Ólöf fór yfir kynningu á starfsemi sveitarfélagsins, þar á meðal samþykktir, fundarsköp og siðareglur kjörinna fulltrúa.
2. 201710069 - Fjárhagsáætlun Hornafjarðarhafnar 2018
Lagt fram til kynningar.
3. 201806057 - Björn Lóð : viðhald
Forstöðumaður Hornafjarðarhafnar fór yfir stöðuna varðandi viðhald á Birni Lóðs. Starfsmönnum falið að afla frekari gagna.
4. 201606069 - Framkvæmdir innan hafnar
Farið yfir framkvæmdir innan hafnar. Framkvæmdir eru á áætlun. Grjóthleðsla í Hvammskrók er búin og landveggur kominn við Vogarbryggju. Viðgerð og endurnýjun á Miklagarðsbryggju og Vogarbryggju eru á dagskrá. Óska þarf eftir fundi með Vegagerðinni í haust varðandi rannsóknarniðurstöður á Grynnslunum og fleiri mál er varða höfnina. Starfsmönnum falið að óska eftir fundi með Vegagerðinni í haust.
5. 201709555 - Radar Helzel og Helmholz
Vignir fór yfir stöðu tilraunaverkefnisins. Ölduradarinn er kominn í notkun og er farinn að skila gögnum um ölduhæð og strauma út á Grynnslum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25 

Til baka Prenta