Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og tómstundanefnd - 47

Haldinn í ráðhúsi,
15.08.2018 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Íris Heiður Jóhannsdóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Nejra Mesetovic aðalmaður,
Þóra Björg Gísladóttir aðalmaður,
Sigrún Birna Steinarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir 1. varamaður,
Ragnhildur Jónsdóttir .
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Jónsdóttir, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201805066 - Tónskólinn: Skóladagatal 2018-2019
Skoða þarf tvo staka föstudaga 4. jan og 26. apríl sem þarf að samræma milli tónskólans og grunnskólans ásamt 23. og 24.apríl 2019.

Farið yfir breytingar á skóladagatali Tónskólans og dagatalið samþykkt. Fram kom að mönnun skólans er nægileg til að sinna kennslu þeirra nemenda sem stunda nám við skólann næsta vetur.
Skoladagatal-2018-2019 Tónsk. loka.pdf
 
Gestir
Jóhann Morávek skólastjóri
2. 201808009 - Grunnskóli Hornafjarðar: Stoðþjónusta
Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri, Herdís T. Tryggvadóttir fulltrúi kennara sátu fundinn undir liðum 2-4.

Þórgunnur fór yfir skipulag stoðþjónustu GH og breytingar á henni sem nefndin staðfestir. Fram kom að kennsla nemenda með íslensku sem annað móðurmál er að mestu leiti á hendi sérstaks kennara í Heppuskóla en dreifist á fleiri kennara í Hafnarskóla.
3. 201803034 - Grunnskóli Hornafjarðar: Skólareglur og skólasókn
Síðasta vor samþykkti skólaráð GH viðbót við skólareglur skólans: Skólasóknarkerfi í 1.-10. bekk, leyfi og veikindi.

Þórgunnur fór yfir skólareglur GH og breytingar á þeim. Fram kom að fjarvistir nemenda af ýmsum ástæðum hafa færst í aukana. Um sl. páska voru 51% nemenda með 9-17 daga í fjarvistir en miklar fjarvistir eru líklegar til að hafa áhrif á líðan nemenda. Fræðslu- og tómstundanefnd samþykkir viðbót um skólasóknarkerfi í skólareglunum.
4. 201711032 - Persónuverndarlög: innleiðing reglugerðar, starfshættir
Innleiðing vegna nýrra persónuverndarlaga hófst í GH í mars sl. Skólinn hefur unnið áhættumat og samþykkt upplýsingaöryggisstefnu í samræmi við lögin sem tóku gildi þann 15.07. s.l.

Farið var yfir minnisblað um niðurstöðu áhættumatsins sem kom vel út fyrir skólann. Einnig var kynnt upplýsingaöryggisstefna skólans og drög að öryggisyfirlýsingu starfsfólks.
Öryggisyfirlýsing starfsfólks útgáfa 0,9,.pdf
UPPLYSINGARORYGGISSTEFNA UNDIRRITUD.pdf
5. 201807029 - Leiðbeiningar fyrir skólanefndir vegna leik- og grunnskóla
Samband íslenskra sveitarfélaga áætlar að halda námskeið fyrir fulltrúa nýrra fræðslunefnda er líða tekur á haustið. Farið var yfir upplýsingaefni um hlutverk og skyldur skóla- og fræðslunefnda sem finna má á vef sambandsins og nefndarmenn geta nýtt sér til að setja sig inn í hlutverk sitt og undirbúið sig fyrir væntanlegt námskeið.
FW: Gögn og leiðbeiningar fyrir nýjar skólanefndir.pdf
Leidbeiningar-fyrir-skolanefndir-vegna-grunnskola.pdf
Leidbeiningar-fyrir-skolanefndir-vegna-leikskola.pdf
Lagagr. um hlutv. fræðslunefnda.pdf
6. 201806028 - Skipulag: Skóla-, íþrótta- og útivistarsvæði
Bókun bæjarráðs 13.08.
Formaður lagði til að stofnaður verði stýrihópur um heildarskipulag og uppbyggingu íþrótta-og skólasvæðis. Samþykkt samhljóða. Sæmundur ítrekar skoðun sína á vilja meirihluta Framsóknarflokks um stofnun stýrihóps um uppbyggingu á íþróttasvæði og telur að fræðslunefnd eigi að vera stýrihópurinn.


Fræðslu- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leiti ákvörðun bæjarráðs.
7. 201807059 - Erindisbréf stýrihóps um heildarskipulag og uppbyggingu íþrótta- og skólasvæðis
Farið var yfir drög að erindisbréfi fyrir stýrihóp og það samþykkt. Eftitaldir fulltrúar voru tilnefndir í stýrihópinn: Björgvin Sigurjónsson, Hjalti Þór Vignisson og Sandra Sigmundsdóttir fulltrúar B lista, Kolbrún Björnsdóttir og Björgvin Erlendsson fyrir D lista og Hjálmar Jens Sigurðsson fyrir E lista. Farið var yfir kostnaðaráætlun fyrir vinnu stýrihóps og sérfræðiráðgjöf og henni vísað til umfjöllunar í bæjarráði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta