Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 37

Haldinn í ráðhúsi,
10.10.2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Svandís Perla Snæbjörnsdóttir ,
Arndís Ósk Magnúsdóttir ,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir ,
Ingunn Ósk Grétarsdóttir ,
Íris Mist Björnsdóttir ,
Angela Rán Egilsdóttir ,
Herdís Ingólfsdóttir Waage .
Fundargerð ritaði: Herdís I. Waage, Tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201805022 - Ungmennaþing 2018
Mikill spenningur er vegna fyrirhugaðs ungmennaþings sem haldið verður 29.október. Fullrúar ungmennaráðs hafa öll sem eitt verkefni sem þau sjá um í sambandi við ungmennaþingið og er búið að setja niður vinnu fyrir alla. Þar sem kosið verður um nýja fulltrúa grunnskólans í ungmennaráð á þinginu voru nöfn þeirra sem bjóða sig fram gefin upp á fundinum. Vonast er til fjörugrar kosningabaráttu og eru þetta allt flottir kandidatar sem bjóða sig fram.
2. 201810026 - Málstofur v/ungmennaþings haust 2018
Málstofur á ungmennaþinginu verða fjórar. Fulltrúum ungmennaráðs ásamt tveimur fulltrúum nemendaráðs FAS var skipt niður til að sjá um málstofurnar. Í einni málstofunni verður einnig fyrirlesari og gestur ungmennaþingsins því hann veit manna best svörin við efni fyrirlestrarins. Allt ætti því að vera að mestu leiti klárt fyrir viðburðinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta