Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 880

Haldinn í ráðhúsi,
03.12.2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Erla Þórhallsdóttir varaformaður,
Guðbjörg Lára Sigurðardóttir aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Ásgrímur Ingólfsson 1. varamaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1811010F - Menningarmálanefnd - 47
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
2. 201809041 - Stekkaklettur: framtíðarstefna
Sæmundur vék af fundi og Sigrún Sigurgeirsdóttir var á fundinum undir þessu máli í síma.
Tvær umsóknir bárust, frá Náttúrustofu Suðausturlands og Hlyni Pálmasyni.


Bæjarráð þakkar fyrir áhugaverðar umsóknir.
Bæjarráðs samþykkir að ganga til samninga við Hlyn Pálmason. Umsókn hans uppfyllti allar kröfur auglýsingarinnar og felur í sér nýnæmi og menningartengsl fyrir samfélagið.
Guðbjörg Lára óskaði eftir að samningur við Hlyn fái umsögn í bæjarráði áður en hann verður undirritaður.
 
Gestir
Hlynur Pálmason kvikmyndagerðamaður
Kristín Hermannsdóttir forstöðuamaður Náttúrustofu Suðausturlands
3. 201808068 - Fjárhagsáætlun 2019
Bæjarráð samþykkir að veita 750 milljónir í framkvæmdir og að hækka jólagjöf starfsmanna sveitarfélagsins í 10.000 kr. 2018 og 2019. Aukafjármagn í jólagjöf verður tekið af óráðstöfuðu fyrir árið 2018.
Vísað til nánari vinnu starfsmanna.

 
Gestir
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri
4. 201811081 - Samningur milli íbúðafélagsins og sveitarfélagsins
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi þjónustusamning við Íbúðafélag Hornafjarðar. Gildistími samningsins er frá 1. desember 2018.
5. 201709447 - Akurey
Verðkönnun vegna förgunar Akureyjar lögð fram.
Þrjú tilboð bárust: frá Rósaberg, Íslenska Gámafélaginu og Ólafi Halldórssyni.
Starfmönnum falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Fjármagnið verði tekið af rekstrarafgangi og förgunarsjóði.
6. 1811064 - Stöðuleyfi: Aðstaða fyrir kajaksiglingar við Óslandsbryggju
Erindi dags. 20. nóvember frá Huldu Laxdal um beiðni til kajak siglinga og aðstöðubyggingu fyrir kajakræðara lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að veita leyfi fyrir kajak siglingum við Óslandsbryggju.
Ekki verður lagt fjármagn í frekari uppbyggingu á svæðinu að svo stöddu.
7. 201810088 - Stöðuleyfisumsókn: fyrir matarvagn á móts við Gömlubúð
Erindi dags. 24. október frá Tuluníus ehf þar sem óskað er eftiir stöðuleyfi fyrir sölu/matarvagn.

Bæjarráð óskar eftir frekari gögnum frá umsækjanda.
8. 201811038 - Stöðuleyfi: Umsókn um kofa/hýsi á torgi við Gömlubúð
Erindi frá Bergþóru Ó. Ágústsdóttur þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir kofa/hýsi við

Bæjarráð óskar eftir frekari gögnum frá umsækjanda.
9. 201810030 - Auglýsing umsóknar um byggðarkvóta fiskveiðiársins 2018/2019
Lagt fram til kynningar.
11. 201811026 - Umsögn um útgáfu leyfa Ungmennafélagið Sindri
Erindi dags. 12. nóvember frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna tækifærisleyfis til áfengisveitinga fyrir Ungmennafélagið Sindra.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
12. 201811073 - Umsögn um útgáfu leyfa Karlakórinn Jökull
Erindi dags. 27. nóvember frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna tækifærisleyfis til áfengisveitinga fyrir Karlakórinn Jökul.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
13. 201801057 - Fundargerðir stjórnar SASS 2018
Fundargerðin lög fram til kynningar.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
10. 201811068 - Til samráðs: Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
Bæjarstjóra falið að senda inn umsögn í samráði við bæjarráðsfulltrúa.
Til samráðs: Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu .pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta